Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 5

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 5
Helga með sonarsyni sínum Bergi Hallgrimssyni að loknu minningarhlaupi um afa hans og nafna á Frönskum dögum árið 2001. Á bak við pau er húsið Garðsá og minnisvarðinn um Berg sem var afhjúpaður á Frönskum dögum árið 2000. QjfwmÁvty (faywtv Jjxúfotm^tanruá 1 . ,-v M fW ' v .5 L / k w- Jóhanna og Bjarni (Birkihlíð með bömum s(num,fv. He/ga, Sigurbjörg, Guðný og Þorsteinn. Myndin er tekin á nýársdag árið 1983. þeim. í Hafnarnesi var mikið útræði, bæði heima- manna, vermanna og Færeyinga. Mikill íþrótta- áhugi einkenndi Hafnnesinga sem bjuggu sér til knattspyrnuvöll, þar kepptu þeir bæði við Búð- strendinga og Stöðfirðinga. Þá var æft spjótkast, kringlukast, kúluvarp og langstökk. Bergur keppti aðaUega í langhlaupum og var um tíma í lands- Uðinu í 3000 m hindrunarhlaupi með tilheyrandi keppnisferðalögum. Eftir dvöl á Eiðum fór hann í Samvinnuskólann í Reykjavík árið 1954.Til að komast þangað inn þurfti uppáskrift frá kaup- félagsstjóra. Svo þurfti hann að vinna það af sér, þ.e. að koma til baka í einhvem tíma eftir að skól- Þennan stól smíðaði Þorgrtmur langafi Helgu oggaf hennipegar hún feddist. Þetta var pað síðasta sem hann smíðaði, hann dó rúmum mánuði síðar. anum lauk. Þegar Helga var nítján ára fóru þau Bergur að búa í kaupfélagsbústaðnum Sólvangi á Stöðvarfirði og hann vann hjá kaupfélaginu. Hún þekkti vel til á staðnum því tveimur ámm áður hóf hún þar störf á símanum. Til að halda sér í formi og undirbúa sig fyrir keppnir hljóp Bergur stundum frá Stöðvarfuði í Hafnarnes og til baka á morgnana áður en hann mætti til vinnu. SÍLDAR- ÆVINTÝRIÐ Eftir nokkur góð ár á Stöðvarfirði fluttu ungu hjónin í Kópavoginn og fljótlega á eftir byrjaði síldarævintýri. Arið 1963 stofnuðu Jóhann Anton- íusson, Sverrir Júh'usson og Bergur síldarsöltunina Hilmi og söltuðu sumar- síld úr norsk-íslenska stofninum. Eftir fyrsta söltunarsum- arið dró Bergur sig út og Pólarsíld varð til. Bergur, Már bróðir hans og Þór- hahur Þorláksson, oftast kenndur við Marco, keyptu til þess húsið Fram. Þórhahur seldi seinna sinn hlut til Stefáns Péturs- sonar útgerðarmanns á Húsavík. „Þegar þeim datt í hug að kaupa Fram lofaði ég tveimur ámm, mér væri sama hvert hann færi í síldarævintýrið, nema til Vestmannaeyja. Við vomm á flakki mihi Fáskrúðsfjarðar og Kópa- vogs th 1968.” A ámnum 1964-68 vom helstu miðin út af Aust- urlandi, þessi ár var saltað í tugi þúsunda tunna á Fáskrúðsfirði, hjá Hraðfrystihúsinu, Pólarsíld, Agh Guðlaugssyni og Hhmi. Fyrstu árin var sildin á Pólarsíld sölmð á um fimmtíu bjóðum undir bemm himni, söltunin stóð yfir sumarmánuðina og fram á haust. Um- söltunin byijaði að vertíð lokinni og sfldin var flutt út eftir áramót. 1965 eða '66 keyptu þeir Svarta húsið (sem var áður nefnt Stangelandshúsið) og þá saltaði Pólarsfld á tveimur stöðum. Á fyrri síldarárunum kom talsvert af ungu fólki austur til að vinna, einnig komu brottfluttir Fáskrúðsfuðingar. Helga eldaði ofan í fólkið á loftinu í Fram. „Það hús var verbúð þar sem um fjömtíu manns gistu og snæddu hjá mér í mat auk fólksins úr sveitinni. Við lentum aldrei í vandræðum með farandverkafólkið. Bergur setti eitt sldlyrði: Aldrei heimamenn inn í braggann (loftið í Fram).” Þarna vom 40 karlar og fjölmargar heimasætur í bænum. Ef kom bræla, lá ahur flotinn í höfn og

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.