Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 27

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 27
Tante Anne. dreng og tvíbura- dætur með Ragn- heiði konu sinni. Þegar Gunnar fædd- ist var afi var orðinn 44 ára og amma 37 ára. Hún amma varð blind um sextugt, hún hafði verið með sykursýki frá því að hún var 26 ára gömul og þurfti að sprauta sig með insúlíni. A eldavélinni í læknishúsinu var alltaf pottur með ný soðnum sprautum og nálum og tilbúið fýrir næstu sprautu, þetta var ekki eins og í dag, einnota og hárfínar nálar. Þegar þau komu til landsins átti búslóðin að íýlgja, en hún kom ekki fyrr en fimm árum seinna eftir stríð þannig að þau komu sér upp annarri búslóð og kom það ekki að sök þar sem læknis- húsið var það stórt að allt komst þetta vel fyrir. Eftir þeirra dag fékk ég forláta lyfjavigt, sem gerð var úr hornum, úr apótekinu, sem ég lét Albert Eiríksson hafa á saihið Fransmenn á íslandi á Fáskrúðsfirði. Ég á svo sterka minningu af ömmu inni í stáss- stofunni. Þar átti amma plötuspilara og spilaði alltaf klassískar plötur með lögum eftir Beet- hoven, Bach og fleiri. Þetta er eins og málverk í huga mér. Amma lést árið 1974 en afi 1976. Hún varð því ekki nema 67 ára gömul. Afi lét af störfum 1972 og þau fluttu í hús sem þau höfðu byggt í Kópavogi. Afi fór bara einu sinni í frí öll þau ár sem hann starfaði sem héraðslæknir - en amma reyndi að fara öll sumur eftir stríðið í sumarfrí til Danmerkur. Eg vildi óska að ég hefði haft þann þroska og áhuga að skrifa lífssögu ömmu. En það gerði ég ekki, en get ímyndað mér að stundum hafi hún látið hugann reika heim til Kaupmannahafnar, sveitsemrsins og þess h'fsstíls sem hún ólst upp við. Hins vegar finnst mér þetta alvöru ástarsaga. Ung kona sem er uppalin nánast á Strikinu, menntaður læknir og einhleyp, tekur að sér tvö börn mannsins síns og elur þau upp. Fáskrúðs- fjörður er ekki líkur Borgundarhólmi né Kaup- mannahöfn, en það er greinilegt að þar leið frú Lim vel. Henni gleymi ég aldrei. wsa/gigmm Víi ÍÉ Birna Sigurðardóttir höfundur greinarinnar með Tante Anne kökuna sem er enn pann dag í dag í miklu uppáhaldi hjá jjölskyldunni. Tante Anne 190 g púðursykur 100 g smjör (smjörlíki) 2egg 250 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. kanill 1 1/2 dl mjólk Smyrjið deigi á ofnplötu (smjörpappír undir) Bakið við 175 °C í 15 mín. Látið kökuna kólna og skerið í þrennt. Setjið hefðbundið smjörkrem á milli laga. Glassúr 5 msk. smjör (smjörlíki) 5 msk. flórsykur 5 msk. kakó 5 msk. rjómi Setjið allt í pott, hrærið og hitið að suðu. Smyrjið glassúr á alla kökuna og stráið rönd af kökuskrauti ofan á. Lita, Gunnar og Haraldur. Amma sagði alltaf að besti tími hennar hafi verið þegar þau afi fóm saman til Kúlusúk á Græn- landi að vinna í eitt ár sem læknar áður en þau fluttu á Fáskrúðsfjörð. Amma og afi eignuðust dreng saman, Gunnar, sem er fæddur 1944 og hann á þrjú börn, einn gæsina inn á Gestsstöðum og fór reglulega til að pota í hana og kom með tilmæli um hvaða fræ eða bygg ætti að gefa henni. Þannig að ég ólst upp við afigæs á jólum, fyhta með eplum. Þetta þekktu ekki margir í þá daga. Amma bjó til lifrarpaté, karrýsíld, marineraða sfld og þetta ásamt heimabökuðu brauði bar hún á borð um kvöldmatarleytið ásamt afgöngum frá því í há- deginu. Ris a la mande var óþekkt hér og sósuna sem var borin með, bjó hún til úr rifsberjum úr garðinum. Amma bakaði h'ka oft köku sem hét „Tante Anne“ og ég held að margir Fáskrúðs- firðingar hafi fengið uppskriftina á þeim tíma (sjá uppskrift hér til hhðar). Eins og ég hef sagt var amma mjög reglusöm. Það átti enginn að brjóta reglur og heldur ekki hún. Hún reykti fjórar tyrkneskar sígarettur yfir daginn, hvorki meira né minna. Síðustu sígarettu dagsins reykti hún eftir kvöldmat og þá átti hún það til að fá sér púrtvínsglas og það var einungis drukkið eitt glas, hvorki meira né minna. Þá sagði hún alltaf: „Det er dejligt..." Skipulag ömmu var engu líkt, bæjarbúar stilltu klukkuna sína þegar amma og afi fóru í sinn daglega göngutúr. Innréttingin í apótekinu var eins og í þessum gömlu apótekum um land aht. Lyfin voru geymd í hvítum og brúnum krukkum í hillum sem náðu upp í loft og þessi sérstaka lykt sem var í Læknishúsinu, sem var sambland af magamixtúru og ilminum úr eldhúsi ömmu. Það er sorglegt tfl þess að hugsa að öhum þessum innréttingum og tækjum skuh hafa verið hent á haugana þegar þau fluttu frá Fáskrúðsfirði og læknishúsinu var breytt. 27

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.