Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 31

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 31
cJíáeyJmiU^umcmáy Nœst okkur er Merkigilsjjara austan við hana er Portúgiskivogur; þar strandaði skúta frá Portúgal, skipstjórinn hljóþ fyrirborð með gullkút. Austan við voginn er Teigjjara og Teigjjörutangi og básinn fjœrst á myndinni er Hálsbás og tanginn Hálstangi. GvendamesfJesina ber t þjóðveginn austur, og Skrúðurinn erframmi undan klettunum efst t myndinni. (Úr ömefhaskrá Gvendamess). Mynd:Toggi (Þorgeir Eiríksson) Útgerðarmenn heilagrar Önnu voru vissulega portúgískir en þeir bjuggu í st. Pétursborg og þeir voru með umboðsmann í Danmörku. Þegar Nitto kom þangað sagði hann sínar farir ekki sléttar. Þetta urðu málaferh. Kyhn kom því ræki- lega til skila að hefði hann ekki tekið þá áhættu að kaupa, hefðu þessir ágætu útgerðarmenn ein- faldlega ekki fengið neitt. Einar Bragi endar umfjöllun sína. „Þótt blendin framkoma Kyhns vekti að vísu öldur hneykslunar, veit ég ekki til að hann hafi þurft að skila aftur eyrisvirði af vínfúndinum - í bráð“. Þetta varð stórt í pólitík næstu ára. Þegar búið var að einkavæða „fjármálafyrirtækin”, sýslu- menn hættir fjármálaeftirlitinu, hækkuðu vextir. Þeir sem betur máttu sín og þurftu ekki á lána- fyrirgreiðslu að halda, græddu, hinir sem ekkert áttu, guldu fyrir. Þessu til viðbótar kom stríð, allt hækkaði og til að tryggja í sessi nýju versl- unarstaðina, Eskifjörð Kyhns m.a., voru settar reglur. Þetta leiddi til þess að þeir betur meg- andi skrifúðu kónginum og kvörtuðu undan því að kaupmenn færu illa með viðskiptavini sína. Kyhn reit það sem hann kallaði „Nauðvörn gegn ríkjandi yfirvöldum á Islandi”. Magnús Stephensen svaraði honum og sagði söguna af strandinu góða. Hér vísa ég í prófritgerð hálf- dansks frænda míns, hvað annað, Sigurðar Kára Jakobsen við Hí haustið 2012. Frændsemi var einmitt það sem Kyhn bar fyrir sig. Islenskir embættismenn væru hver undan öðrum. Sig- urður Kári hefur eftir Sigfúsi Hauki Andrés- syni að Georg Andreas Kyhn hafi ekki verið neinn venjulegur kaupmaður. Hann hafi jú haft fleiri en einn verslunarstað undir, sem ekki hafi verið samkvæmt lögum en kringum þau hafi Kyhn komist vegna sambanda sinna sem félagi í „Konunglega Kaupmannahafnarskotfélaginu” og „Danska bræðrafélaginu’þar sem kóngurinn var líka félagi eins og Hrefna Róbertsdóttir bendir á í Wool and Society. Þegar ég leitaði á netinu að afdrifúm Kyhns staðfestist sú mynd sem birtist í Eskju og Öld- inni átjándu af vænisjúkum og siðblindum ein- staklingi. Hann endar á að vera dæmdur fyrir rangar sakagiftir og sitja í 22 ár í mkthúsi, til dánardægurs 1829. I Öldinni átjándu segir frá því að sýslumaður í Hoffelli hafi 1780, kært Kyhn, þá á Djúpa- vogi, fyrir meiðyrði og ranga vog og mæli. Þegar Sveinn Pálsson kemur að Teigarhorni að líta á geislasteina 1794 og finnur ekkert nema verks- ummerki um vonda umgengni ræningja, tilfærir hann aðeins einn, kaupmann Kyhn. Það má því leiða h'kum að því að það sem gerði Kyhn kleift að borga út í hönd eignir konungsverslunarinnar á Útstekk og komast yfir fleiri verslunarstaði, með leppum sem hann á pappírnum lánaði fyrir kaupum á stöðunum, markaðsmisnotkun, hafi verið silfúrberg frá Helgustöðum og geislasteinar frá Teigarhorni ásamt strandinu góða rétt austan hreppamarka Breiðdals- og Fáskrúðsfjarðar- hrepps í júní 1785. 31

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.