Franskir dagar - 01.07.2013, Page 7
( fta/tiáh otagwv
^jejjotvoyjta/icaíj
Þorri SU402.
Valur SU 400 og Þuríður SU 401. Valur 8-9 tonn og Þuríður aðeins stœrri. Trillurnar
voru báðar seldar norður t land.
og erlend lán. Mönnum blöskrar í dag 5-10%
verðbólga en á árunum um og upp úr 1980 var
hún 30-50% og náði sögulegu hámarki, 80%,
árið 1983. Sæbjörgin var seld 1987, Þorri var
seldur 1990 en Guðmundur Kristinn var til þar
til Pólarsíld hætti allri vinnslu.
Stóra loðnuævintýrið var svo á 8. áratugnum.
Þá var tekið á móti loðnu í frystingu. „Þá hafði
ég hæstu laun sem ég hef haft. Hún var hand-
flokkuð. Borgað var fyrir kxLóið. V ið tíndum þrjár
eitt tonn á sólarhring, en Stjáni Garðars sló okkur
við. Hann sagði í gríni að það væri fyrir að við
notuðum aðra höndina, en hann var harmon-
ikkuleikari og gat notað báðar hendur aðskilið.
Þetta var nánast eins og sfldarsöltun, 20-30 manns
við band. Sama kerfið var notað, síldarhausinn
hafði farið niður um gat, nú fór hængurinn niður
um gatið.“
A seinni síldarárunum upp úr 1980 byrjuðu sfld-
veiðarnar ekki fyrr en í október. Mikil veiði var
inni á firðinum og allir sem vettlingi gátu valdið
fengu vinnu. Oft var gefið frí í grunnskólanum
til að taka á móti tunnum, salta eða annað.
Á árunum 1980 - 1990 var mjög mikið saltað og
ár eftir ár var Pólarsíld meðal stærstu söltunar-
stöðva landsins og eitt árið voru saltaðar rúmar
26 þúsund tunnur eða um 13% af heildarsöltun
á landinu.
Hver hafði sitt ákveðna svæði við færibandið og
eitthvað var um að karlmenn söltuðu, þeir voru
sumir mjög fljótir. Oft var það þannig að konur
skáru en karlar söltuðu í tunnurnar. Eitthvað var
um að krakkarnir stæðu á tunnulokum og settu
síldina í tunnur.
Helga er alin upp við að sjá alltaf út á sjóinn og
því voru mikil viðbrigði þegar mötuneyti Pólar-
síldar var flutt í Álfabrekkuna. „Þá byrjaði ég að
reykja, 42 ára gömul,“ segir Helga og bætir við
að góðir söltunardagar þóttu þegar saltað var í
yfir þúsund tunnur. Oft voru slegin söltunarmet
og Helga bakaði þá rjómatertu og fór með á
planið til að fagna.
Síðasta árið sem er saltað var 1992. Síldarútvegs-
nefnd sá um sölu á sfldinni fyrir allar söltunar-
stöðvarnar. 70-80% af framleiðslunni fór til Sov-
étríkjanna og restin til Norðurlandanna en þegar
Sovétríkin féllu, féll salan á síldinni.
Á fyrri árunum voru notuð 20 kg af salti í hverja
tunnu sem minnkaði umtalsvert á seinni árunum.
Uppúr 1980 minnkaði saltmagnið í 7 kg og þá
var síldin ekki hausskorin. Þá var hætt að raða í
tunnurnar og kom krafa um að geyma tunnurnar
í kældri geymslu. Stóra skemman var byggð 1985
í þeim tilgangi.
Fyrstu árin kom saltið í stórum fraktskipum en
fór seinna að koma í stórum sekkjum.
Tunnurnar komu á vörubflum ýmist frá Reykja-
vík eða frá Siglufirði þar sem Síldarútvegsnefnd
starfrækti verksmiðju.
A árunum sem Már, bróðir Bergs var bankastjóri
á Fáskrúðsfirði mátti Bergur ekki eiga viðskipti
við útibú bankans á Fáskrúðsfirði. Helga keyrði
því til Eskifjarðar til að fá þar peninga. „Að telja
peningana í umslög starfsfólks var mikið vanda-
verk, þeir duglegustu fengu væn umslög," segir
Helga sem setti peningana í umslög og skellti
þeim síðan undir lærin til að pressa þau. Þegar
Már hætti í bankanum og Hreinn Hermannsson
Fyrri söltunarárin voru tunnumargeymdar úti,pá voru bara notaðar trétunnur. 1966 var mest saltað áfyrri síldarárunum. 26púsund
tunnur voru saltaðar eitt árið,pá 13% af heildarajlanum á landinu.
7