Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Síða 93

Frjáls verslun - 01.08.2005, Síða 93
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 93 S íðustu misseri höfum við lagt áherslu á að efla rekstur bankans enn frekar, samhliða vexti hans utan Íslands. Hvort tveggja gekk upp. Innri vöxtur bankans var mikill og arðsemi yfir markmiðum okkar. Þá ber vitaskuld hátt kaup okkar á danska bank- anum FIH og breska bankanum Singer & Friedlander,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB-banka. Ör vöxtur og sígandi lukka hefur verið í starfsemi bankans undan- farið. Í lok síðasta árs var bankinn í 211. sæti yfir stærstu banka heims samkvæmt breska tímaritinu The Banker. Eftir yfirtökuna á Sin- ger & Friedlander reiknast mönnum til að bankinn sé nálægt 180. sætinu. Enginn einn höfuðkeppinautur „Við vorum jafnframt í 1.033. sæti yfir stærstu fyrirtæki heims um síðustu áramót samkvæmt banda- ríska viðskiptatímaritinu Forbes,“ segir Hreiðar Már. Hann bætir við - um útrás bankans á síðustu misserum - að helsta verk- efnið nú sé að samhæfa alla starfsemi og auka hlutdeild á þeim mörkuðum þar sem bankinn starfar. „Síðustu ár hafa einkennst af miklum innri vexti hjá bankanum og við stefnum á að viðhalda þeim vexti samhliða góðri arðsemi. Við höfum engan einn höfuðkeppinaut. Sam- keppnin er mismunandi eftir mörkuðum. Annars vörumst við að skilgreina okkur út frá samkeppninni eins og fyrirtækjum hættir oft til. Heldur viljum við einbeita okkur að því að bjóða þjónustu í gegnum net þeirra starfsstöðva sem við höfum byggt upp.“ Vöxtur ómögulegur án mistaka Það sem í dag getur helst ógnað frekari vexti og viðgangi í rekstri KB-banka er ástand alþjóð- legra efnahagsmála. Hreiðar Már segir bank- ann að nokkru marki háðan einstökum mörk- uðum, þó sú áhætta sé stórum minni nú en áður þegar starfsemin sé í tíu löndum. „Á þessu ári hefur reksturinn gengið sér- lega vel í Bretlandi og má segja að allar okkar áætlanir þar hafi gengið eftir og vel það. Enn fremur hefur reksturinn gengið vel í Lúxem- borg á árinu, en þar hefur umfangið tvöfald- ast á ári undanfarin ár. Raunar sýndu allar helstu starfsstöðvar bankans methagnað á fyrri helmingi ársins. Ég held að flestar fjár- festingar, sem íslensk fyrirtæki hafa ráðist í á Norðurlöndum síðustu ár, séu góðar. En vitanlega verða menn ætíð að vera á varð- bergi í örum vexti og vöxtur er ekki mögu- legur án mistaka. Hins vegar held ég að regluverkið hér á landi sé ágætlega í stakk búið til að taka á þeim vanda. Að okkar mati eru ýmsir kostir við að hafa móðurfélagið staðsett á Íslandi. Fyrirtækjaskattar á Íslandi eru lægri en víðast hvar í kringum okkur. Þá er stjórnkerfið á Íslandi mjög skilvirkt miðað við það sem víða viðgengst erlendis og það er mikill kostur.“ Ísland er mikilvægt Hreiðar Már segir að Ísland sé og verði alltaf afar mikilvægt mark- aðssvæði KB-banka, þó svo vægi starfsem- innar hér innanlands hafi minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum samhliða auknum vexti erlendis. Hlutfall heildartekna bankans frá Íslandi sé áætlað að verði um fimmt- ungur í lok ársins. „Það ójafnvægi sem er nú í þjóðarbú- skapnum - og myndast hefur í kjölfar mikils vaxtar - er auðvitað ákveðið áhyggju- efni. Staðan hér er þó talsvert betri en sú sem nágrannaþjóðir okkar glíma við. Á meðan þær berjast við að koma hagvexti af stað, erum við að fást við hvernig eigi að hemja hann. Ég tel töluverðar líkur á að aðlögunin í lok núverandi uppsveiflu verði nokkuð hörð en þá skiptir höfuðmáli að bankakerfið verði sterkt. Þá held ég að það verði mikilvægt fyrir hagkerfið að eiga alþjóðlegan banka eins og Kaupþing sem er með meirihluta starfsemi sinnar utan Íslands.“ „Ég held að meirihluti þeirra fjárfestinga sem íslensk fyrirtæki hafa ráðist í á Norðurlöndum síðustu ár séu góðar. En vitan- lega verða menn ætíð að vera á varðbergi í örum vexti.“ TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON MIKILVÆGT AÐ BANKAKERFIÐ SÉ STERKT NR. 1 Á AÐALLISTA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.