Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Qupperneq 141

Frjáls verslun - 01.08.2005, Qupperneq 141
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 141 M argt leggst á eitt þegar leitað er að skýringum á mikilli hækkun íslensku hlutabréfavísitölunnar síð- ustu misserin. Tvennt skiptir þó líklega mestu máli. Annars vegar hafa skráð félög í Kauphöllinni verið að ná meiri árangri en félög víðast hvar annars staðar. Þetta á ekki síst við um fjármálafyrirtækin en einnig má nefna félög eins og Bakkavör, Actavis og FL Group. Reksturinn hefur einfaldlega gengið vel og til að mynda er hlutfall hluta- bréfaverðs og hagnaðar á svipuðu róli og á öðrum mörkuðum þrátt fyrir hækkun verðs,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Þá hefur íslenska hag- kerfið verið mjög öflugt á undanförnum árum. Hagvöxtur hefur verið mun meiri en í öðrum ríkjum sem standa framarlega á sviði efnahagsmála í heiminum.“ Töfraorð þegar vel gengur Í fyrirlestri í Stokkhólmi fyrr í haust gerði Þórður útrás íslenskra fyrirtækja erlendis að umtalsefni og sagði hana þar ekkert stundarfyrirbrigði. En hve stóran þátt á útrásin í háu hlutabréfa- verði á íslenska markaðnum? „Útrás er ekki töfraorð nema þegar vel gengur. Þá gefur hún færi á örari vexti, meiri hagnaði, breikkar rekstrargrundvöll og eykur tiltrú fjárfesta á fyrirtækjunum. Íslenskum fyrirtækjum í útrás hefur gengið sérstaklega vel að afla sér fjár til vaxtar, bæði hlutafjár og lánsfjár. Á sl. ári öfluðu skráð félög í Kauphöllinni meira hlutafjár en fyrirtæki á nokkrum öðrum markaði í Evrópu, í hlutfalli af markaðsvirði. Jafnmik- ils hlutafjár var aflað og á mörkuðum sem eru tífalt stærri en sá íslenski,“ segir Þórður sem telur stöðu íslensks efnahagslífs góða um þessar mundir. Hagvöxtur á komandi ári verði að líkindum milli 5 og 6% út árið og spár geri ráð fyrir að það ástand haldist út árið 2007. Vissulega séu þó ákveðnar blikur á lofti. Verðbólga hafi látið á sér kræla og viðskiptahallinn sé mikill. „En þetta eru fjarri því að vera óleysanleg úrlausnarefni. Verð á hlutabréfum sveiflast náttúrlega eins og á öðrum mörkuðum. Ég ætla ekki að spá um verðþróunina, engin ástæða er til að leggjast í svartsýni. Einnig er rétt að benda á að verðið mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst með starfsemi íslenskra félaga á erlendri grund og landvinn- inga þeirra í framtíðinni.“ Stefnt að norrænum markaði Miðað við áhuga og fyrirspurnir sem Kauphöllinni berast segir Þórður að búast megi við að íslenskum fyrirtækjum á markaði muni fjölga næstu árin. Þá muni Kauphöllin innan skamms setja á stofn nýjan markað sem ætl- aður er framsæknum, smáum og millistórum fyrirtækjum og hlotið hefur nafnið iSEC. „Þá er Kauphöllin með í athugun hvort gengið skuli til samninga við OMX um sam- einingu eða hvort Kauphöllin skuli áfram vera sjálfstætt fyrirtæki. Reikna má með ákvörðun stjórnar um þetta í byrjun vetrar. Af átta kauphöllum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum eru sex þeirra starf- ræktar af OMX. Einungis Kauphöll Íslands og kauphöllin í Osló standa utan OMX en vinna náið með OMX á vettvangi NOREX samstarfsins. Innan NOREX hefur verið stefnt að norrænum markaði með hluta- bréf og líklega myndi þróun í þá átt verða hraðað ef allar norrænu kauphallirnar væru innan sama fyrirtækis. Á hinn bóginn gæti tapast sveigjanleiki til að sinna sér- stökum þörfum heimamarkaðar fyrir utan að innganga í OMX yrði áhugaverðari ef Kauphöllin í London gengi til liðs við sam- steypuna.“ TEXTI: JÓN G. HAUKSSON Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir íslenska hag- kerfið öflugt og mörg íslensk fyrirtæki séu að ná meiri árangri en hin erlendu. Sameining Kauphallarinnar við hinar norrænu í skoðun. ÚTRÁSIN EYKUR TILTRÚ „Verð á hlutabréfum sveiflast náttúrlega eins og á öðrum mörkuðum,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS KAUPHÖLLIN TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.