Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. JANÚAR 2008 11STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Október Október: Miklar breytingar hafa staðið yfir í Bláa lóninu með nýjum og glæsilegum viðbyggingum sem voru opn- aðar formlega að viðstöddum fjölda gesta. Á meðal gesta voru forsetahjónin sem m.a. afhjúpuðu listaverkið Klaka- bönd eftir Rúrí. VF-mynd: elg. Kadeco seldi fasteignir á Vellinum til Háskólavalla ehf. fyrir 14 milljarða. Stórtónleikar voru haldnir í Íþróttahúsinu í Keflavík í tilefni af 50 ára ártíð tónlistarkennslu í Reykja- nesbæ. Sinfóníuhljómsveit Íslands kom fram með tónlistarfólki bæjarins. Kaupfélag Suðurnesja gaf HSS 30 milljón króna sneiðmyndatæki. Bæjarbúar Reykjanes- bæjar urðu 13 þúsund. Nóvember Október: Farþegaflugvél rann út af flugbraut í mikilli hálku á Keflavíkurflugvelli. Eins og hér sést gróf nefhjólið djúpan skurð þar sem vélin skrikaði út af brautinni. Um borð voru 188 íslenskir far- þegar sem varð ekki meint af. VF-mynd: pket Október: Steinunn Erla, sex ára úr Reykjanesbæ, heldur hér á 10 cm löngu sleikjópriki sem stóð fast í hálsi hennar í sól ar hring þar sem hún fékk ekki viðunandi þjónustu á HSS. Málið vakti mikla at- hygli. Vf-mynd: elg Október: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnar Kompuna, nýjan nytjamarkað Kölku og RKÍ. VF-mynd: elg. Október: Rúnar Júlíusson, rokkkóng ur með meiru, hylltur af tónleikagestum á stórkonsert í Laugardalshöll þar sem hann fór yfir ferilinn með sumum af helstu sam- starfsaðilum sínum í gegnum tíðina. VF-mynd: Þorgils. Nóvember: Bæjarstjórar Voga, Hafnarfjarðar og Grindavíkur handsala viljayfirlýsingu um Suðurlindir, nýtt félag sem ætlað er að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna þriggja og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi þeirra. VF-mynd: elg. Október: Í pólitíkinni var hart tekist á um málefni HS, nýja eignaskiptingu og sameiningu GGE og REI. Í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar voru haldnir hitafundir um þetta mál, sem verður að teljast með stærri fréttamálum árins. VF-mynd: elg SpKef fagnaði 100 ára afmæli bankans með pompi og prakt. MSS hlaut Starfsmennta- verðlaunin 2007. Pólitísku átökin um HS voru hörð sem aldrei fyrr. Guðbrandur Einarsson, bæj- arfulltrúi A-lista kærði vinnu- brögð sjálfstæðismanna til Umboðsmanns Alþingis. Nóvember: Víkurfréttir og Eiríkur Árni Sigtryggsson, tón- skáld og myndlistarmaður, hlutu Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar. VF-mynd: elg Nóvember: Hannes Friðriks- son, íbúi í Reykjanesbæ, var maður fólksins þegar hann safnaði undirskriftum þar sem skorað var á sveitarstjórn- armenn á Suðurnesjum að tryggja meirihlutaeign samfé- lagsins í HS. Á sjötta þúsund manns skrifuðu undir listana sem Hannes afhenti á aðal- fundi SSS. VF-mynd: Þorgils. Desember: Kristinn Veigar Sigurðsson, fjögurra ára, lést eftir að ekið var á hann á Vest- urgötu í Reykjanesbæ. Öku- maðurinn flúði af vettvangi. Landsmenn voru slegnir yfir þessum fréttum og bæjarbúar sýndu hluttekningu sína með því að tendra kertaljós á slys- stað. Pólskur karlmaður á fer- tugsaldri var handtekinn vegna málsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðar í farbann. Rannsókn leiddi í ljós að trefjar sem fundust á bíl mannsins pössuðu við trefjar í fatnaði drengsins sem ekið var á. Niðurstaða hefur ekki enn fengist í málið þegar þetta er skrifað. VF-mynd: elg. Desember Glitnir opnaði nýtt og glæsi- legt útibú í Reykjanesbæ. Fiskmarkaður Suðurnesja fagnaði 20 ára afmæli sínu með því að styrkja sjö björgunarsveitir á starfssvæðum FMS. Tekin var fyrsta skóflu- stunga að nýju hverfi sem rísa á í Garði. Drukkinn Rússi var heldur óhress með það að vera tek- inn fyrir ölvun undir stýri og hefndi sín með því að stinga gat á 15 lögreglubíladekk. Desember: Hljómsveitin Klassart frá Sandgerði hefur svo sannarlega vakið athygli á árinu, en fyrsta plata sveit- arinnar, Bottle of Blues, gerði afar góða hluti. Hún fékk stór- góða dóma og lofar bandið góðu fyrir framtíðina. Þessi mynd var tekin á uppskeruhá- tíð Geimsteins í desember þar sem fleiri skemmtilegir tónlist- armenn stigu á stokk. VF-mynd: Þorgils Desember: Fast var sótt að forsvarsmönnum Kadeco og Reykjanesbæjar í vetur þar sem stjórnarandstæðingar sökuðu fyrirtækið, fjármála- ráðherra, Árna Sigfússon, bæj- arfulltrúa í Reykjanesbæ og fleiri sem komu að málinu, um spillingu og einkavinavæð- ingu. Hér sést Magnús stjórn- arformaður, ásamt Kjartani Ei- ríkssyni, framkvæmdastjóra, og Árna, við málsvörn fyrir- tækisins þar sem öll gögn fyrir- tækisins voru opinberuð. VF-mynd/pket. Desember: Lögregla, slökkvi- lið og björgunarsveitir áttu annríkt í mánuðinum en tals- vert mikið var um óveður og umferðaróhöpp. Betur fór en á horfðist í þessu óhappi inn við Fitjar. VF-myndir: elg. Desember: Listatorg var opnað í Sandgerði og var hand- verks- og listafólk í bænum þar með sameinað í eitt félag undir sama þaki. VF-mynd: elg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.