Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 10. JANÚAR 2008 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM ,,Ég sá ekki leikinn fræga gegn ÍA uppi á Skaga í sumar þar sem ég var erlendis í sumar- fríi og því miður var ég ekki hér heima til að taka þennan slag sem varð í framhaldinu af þessum leik,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum um markið hans Bjarna Guðjóns- sonar? ,,Þetta var bara hræði- legt og ódrengilegt, svona gera menn ekki og vissulega var mikil kergja eftir þetta mál,“ sagði Rúnar og hann segir farir Keflavíkur ekki sléttar í viðskiptum sínum við Guðjón Þórðarson. „Það er varla hægt að ræða þetta mál því það er svo sorg- legt. Þegar maður kynnist svona ódámi eins og Guðjóni og fyrir hverju hann stendur þá er þetta bara sorglegt. Sá maður er ekki mikill pappír í mínum augum og hann hefur sýnt það bæði þegar hann réð sig til okkar og þau læti sem urðu eftir brotthvarf hans svo og í málinu uppi á Skaga í sumar. Skagamenn eru drengir góðir og það er enginn kali milli Keflavíkur og Skagans því við höfum átt ágætt samstarf við stjórnarmenn hjá ÍA og allt í fína lagi þar en það er bara fyrst og fremst kali til Guðjóns og svo Bjarna. Allt annað er löngu leyst og ég hef átt mjög gott samstarf við Gísla Gísla- son formann Skagans og ber engan skugga þar á.“ Þurfum að spýta í lófana Aðspurður um framhaldið hjá knattspyrnudeild Keflavíkur segist Rúnar vera bjartsýnn en hann rekur þó varnagla og hvetur nú alla til þess að snúa bökum saman. ,,Það eru blikur á lofti og við þurfum að spýta í lófana þar sem við erum að dragast aftur úr félög- unum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu fjárhagslega og við þurfum nú virkilega að standa vörð um félagið okkar. Við þurfum einfaldlega meira fjármagn inn í deildina til að standast liðunum sporð í borginni. Ég treysti því að Keflvíkingar snúi bökum saman og þá mun ekki líða langur tími þangað til Ís- landsmeistaratitillinn kemur hingað til Keflavíkur,“ sagði Rúnar ákveðinn en verður áfram sami hátt ur og síð- ustu ár? Munu Keflvíkingar áfram þurfa að sjá á eftir lykil- mönnum í önnur lið á meðan á leiktíð stendur? ,,Ég veit ekki endilega hvort það sjái fyrir endann á þessu en þegar leikmenn vilja fara í atvinnumennsku erlendis höfum við yfirleitt gengið til samninga með þeim og oftast náð því fram sem við viljum fyrir hvern tiltekinn leikmann. Ég minni samt á að ekkert félag á Íslandi hefur selt eins marga leikmenn eða komið eins mörgum leikmönnum út í atvinnumennsku síðustu 4-5 árin og það sýnir að Keflavík er góður stökkpallur út í at- vinnumennskuna og við erum stoltir og ánægðir með það,“ sagði Rúnar. Sumarið meiri vonbrigði en þegar við féllum Rúnar segir að árlega sé veltan á knattspyrnudeildinni nálægt 100 milljónum og að mikið afrek sé að skila svona starfi á núlli hvert ár. Hann segir gríð- arlegar breytingar í umhverfi knattspyrnunnar á síðustu árum hafa gert allt starf deild- anna í landinu mun faglegra. ,,Það eru alltaf kröfur og með leyfiskerfinu í efstu deild sem snéri t.d. að menntun þjálf- ara, fjárreiðum og svo mörgu öðru í starfi deildarinnar hafa ímyndir félaganna batnað. Áður en við fengum sæti á Keflavíkurvöll þurftum við að spila Evrópuleiki okkar í Reykjavík en nú spilum við þá hér í Keflavík á okkar heima- velli,“ sagði Rúnar og viður- kenndi að það að missa af Evr- ópusæti væri mikið tekjutap en vitanlega ætlaði liðið sér að komast í Evrópukeppnina 2009. ,,Við höfum orðið vör við það hér í Keflavík að þeir leikmenn sem við höfum haft hug á að fá til liðs við okkur hafa ekki viljað koma þar sem Keflavík hefur engan veginn verið hæft í að bjóða þeim sömu laun og önnur lið í Reykjavík. Við verðum að leysa okkar leik- mannamál með öðrum hætti eins og t.d. að ná í unga og efni- lega leikmenn utan af landi,“ sagði Rúnar sem lítur ekki svo á að Keflavík hafi tekið skref aftur á bak í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. ,,Síðasta sumar var vissulega mikil von- brigði og af ýmsum ástæðum sem erfitt er að henda reiður á þá fór þetta svona. Seinni hluti tímabilsins var erfiður og við misstum flugið. Ég segi fyrir mig að þetta sumar hafi verið meiri vonbrigði en sum- arið 2002 þegar við féllum því væntingarnar fyrir síðustu leik- tíð voru miklar.“ Rúnar kveður endanlega sem formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur um mánaðamótin næstu og fagnar því að sólar- hringurinn hans verði þá að nýju orðinn 24 stunda langur. „Það verður alveg nýtt að hafa nógan tíma til að gera eitt- hvað því síðustu 10 ár hefur yfirleitt vantað nokkra klukku- tíma í sólarhringinn hjá mér,“ sagði Rúnar sem nýverið var sæmdur gullmerki KSÍ. „Það er alltaf gaman að fá klapp á bakið fyrir að standa sig vel og það tel ég mig hafa gert og ég get gengið með góða sam- visku frá borði þó alltaf megi vissulega gera betur. Ég er þakklátur fyrir að fólk skuli virða þau störf sem ég hef unnið fyrir deildina á síðustu 10 árum og þakka kærlega mínum samstarfsmönnum– og konum í gegnum tíðina. Keflavík á marga efnilega leik- menn og við höfum verið að byggja upp yngri flokka starfið og á næstu árum munu efni- legir knattspyrnumenn skila sér upp í meistaraflokkana.“ jbo@vf.is Rúnar hefur fagnað tveimur bikartitlum á formannsárum sínum. Hér er hann ásamt liðsmönnum og Árna Sigfússyni bæjarstjóra á sigurhátíð á tröppum SpKef. VF-mynd/Héðinn Af formannsstól í stúkuna. Rúnar er orðinn óbreyttur stuðningsmaður og mun væntanlega láta vel í sér heyra á leikjunum í sumar. Rúnar og Guðjón Þórðarson þegar Guðjón samdi við Keflavík. Samstarfið átti ekki eftir að verða langlíft og er ekki enn gróið um heilt þar á milli. VF-mynd/Þorgils

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.