Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ég komst að þeirri niðurstöðu að við íbúarnir létum okkur það ekki varða. Ástæðuna tel ég vera skort á almennum áhuga og þekkingu á sögu svæðisins. Þar sem ég starfa sem svæð- isleiðsögumaður hef ég reynt að kynna mér sögu svæðisins og lesendum til fróðleiks tók ég nú saman nokkra punkta um heiðurshjónin Waldimar Fischer og Arndísi Teitsdóttur sem létu byggja svokall að Fischers-hús. Langt frameftir 19. öldinni leit Hafnargatan í Keflavík öðru- vísi út en hún gerir í dag. Með- fram ströndinni lágu stórir fiskreitir, þar stóðu nokkur pakkhús og eitt og eitt íbúðar- hús innanum, flest ofursmá. Á þessum tíma er Keflavíkur- þorp einn aðal verslunarstað- urinn á útnesjum Suðurnesja og voru þar þrjár verslanir. Einn kaup mað ur inn var Stöndum vörð um gömlu húsin Undanfarið hefur verið umræða í fjölmiðlum um niðurrif innréttinga í gömlu húsi á Seyðis- firði. Þar risu bæjarbúar upp og mótmæltu aðgerð- unum. Greinilegt var að íbúum bæjarins fannst að standa þyrfti vörð um slík menningarverðmæti. Mér varð hugsað til þess hvort viðbrögð okkar Suð- urnesjamanna hefðu orðið slík ef hreyft yrði við t.d. Fischers-húsinu að Hafnargötu 2 í Keflavík, en það telst vera menningarverðmæti. Fischer sem var giftur Arndísi Teitsdóttur ættaðri héðan frá Keflavík. Waldimar Fischer hafði verið faktor (verslunarstjóri) hjá Knudtzons í Keflavík á fyrri part 19. aldar en flutti sig til Reykjavíkur þar sem hann eignaðist og rak verslun við góðan orðstír. Hafði hann haft aðalstöðvar verslunarinnar í Reykjavík við Götuhúsa- stíg sem síðar fékk nafnið Fischersund, því bæjarstjórn Reykjavíkur ákvað að heiðra Fischer með nafngiftinni sem þakklætisvott fyrir stofnun á sjóð sem hann stofnaði til styrktar ekkjum sjómanna og til að mennta sjómannsefni í Keflavík, Reykjavík og næsta nágrenni. Árið 1877 kaupa þau Fischers- hjón Miðverslun í Keflavík sem nefndist svo því hún stóð í miðið á tveimur öðrum versl- unum sem fyrir voru í þorp- inu. Þegar umsvifin aukast hjá Fischer og Arndísi fluttust þau til Danmerkur en komu í heimsókn til Íslands á sumrin. Svokallaðir faktorar eða versl- unarstjórar sáu um daglegan rekstur verslananna fyrir þau. Fyrsti verslunarstjórinn í Kefla- vík var Guðbrandur Teitsson bróðir Arndísar. Fischer og Arndís hafa verið stórhuga sem sést m.a. af því að fjórum árum eftir að þau kaupa Miðverslunina kaupa þau hús fyrir verslunarstjór- ann í Keflavík. Þetta hús var mjög stórt í sniðum og hefur eflaust stungið verulega í stúf við aðrar byggingar í þorpinu. Húsið var flutt hingað tilsniðið frá Danmörku, þar sem hver spýta var merkt áður en hús- inu var pakkað niður þar ytra og það var síðan reist í Kefla- vík án þess að einn einasti nagli væri notaður í grindina byggingin var öll geirnegld. Í Suðurnesjaannál er húsinu lýst á eftirfarandi hátt „með tíðindum má telja, að þetta sumar hefur verið byggt upp nýtt tvíloftað íveruhús með verslunarbúð í Keflavík, en þess vegna er þessa getið, að hús þetta er svo vandað og veglegt að allri smíð, frágangi og fegurð, að annað eins hefir ekki verið byggt sunnanlands, og má ætla að það hafi ekki kostað minna en 20.000kr.“ Húsið var talið fallegasta húsið á öllu Suðurlandi. Síðar kaupir Duusverslun þetta fallega hús af Fischer og Arndísi og færir verslun sína þangað. Í tíð Duusverslunar var hlaðinn mikill steingarður umhverfis húsið sem sést vel í dag á lóðamörkum við Vest- urgötu. Ég vona að þessi grein sé bæj- arbúum til upplýsingar og veki áhuga einhverra á sögu síns nánasta umhverfis. Rannveig Lilja Garðarsdóttir, svæðisleiðsögumaður Digital víkurfréttir 2.tölublað - 29. árgangur - fimmtudagurinn 10. janúar 2008 Á stakkstæði í Keflavík. Fischerhús í Keflavík. Meðfram ströndinni lágu stórir fiskreitir, þar stóðu nokkur pakkhús og eitt og eitt íbúðarhús innanum, flest ofursmá. Aðsendar greinar berist Víkurfréttum í síðasta lagi á mánudögum í útgáfuviku. Senda má greinar í tölvupósti á póstfangið postur@vf.is. Víkurfréttir áskilja sér rétt til að hafna birtingu í blaðinu og setja greinina eingöngu á vefinn, vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.