Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 2. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ellert Grétarsson, ljósmynd- ari á Víkurfréttum, opnaði um helgina ljósmyndasýn- ingu í sal Saltfiskseturs Ís- lands í Grindavík. Fjölmenni mætti á opnunina á laugardag þar sem gaf að líta nokkrar af perlum Ellerts sem er óðum að geta sér orð sem einn fremsti náttúruljósmynd- ari landsins. Myndirnar eru víða að, aðallega frá Héraði og Reykjanesskaga, og voru gestir afar hrifnir af myndunum. Styrktaraðilar sýningarinnar eru Víkurfréttir, SpKef, Bláa lónið, Hótel Keflavík og Úti- vist og sport. Sýningin er opin á opnunar- tíma Saltfisksetursins, alla daga frá 11 til 18, og stendur til 22. janúar. Listsýning: Fjölmenni á opnun sýningar Ellerts Gestir virða fyrir sér myndirnar á sýningunni. Ellert ásamt sonum sínum, þeim Guðsteini og Grétari. VF-myndir/Þorgils Nær 60 milljónir til Suðurnesja Suðurnesjamenn voru sann- arlega heppnir á síðasta ári ef marka má tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þar kemur fram að alls hafi 1.732 vinningar fallið í skaut Suðurnesjamanna, samtals að fjárhæð 57.670.000. Munar víst um minna og ekki sakar að allir þessir vinningar eru skattfrjálsir. Í tilkynningunni segir einnig að Happdrætti Háskólans hefur fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands og einnig þann búnað og tæki sem nauðsynleg eru í húsunum. Síðustu tvö húsin sem Happdrættið hefur fjár- magnað að fullu eða hluta eru Askja og Háskólatorgið. Þetta hefði verið happdrætt- inu ómögulegt ef ekki hefði komið til dyggur stuðningur miðaeigenda í happdrættinu. Minnt er á að fyrsti út- dráttur nýs árs fer fram 17. janúar klukkan 18:00. Hratt flýr stund Þrettándafagnaður í Reykja- nesbæ var með nýstárlegum hætti þetta árið þar sem há- tíðarhöld voru færð ofan af Iðavöllum niður á planið við Ný-Ung á Hafnargötu. Mæld- ist framtakið vel fyrir hjá flestum enda ólíkt auðveldari aðkoma og lýsing niðri í bæ. Það sem fór þó fyrir brjóstið á einhverjum var misræmi í auglýstri dagskrá og framkvæmd hennar. Brottför skrúðgöngunnar var auglýst kl. 17.15 en fór af stað stundvíslega kl. 17 þannig að þeir sem mættu á auglýstum tíma hafa mátt spretta úr spori. Söngur og dans við brennuna átti að standa frá 17.30 til 18 og flugeldasýning átti að hefj- ast tíu mínútum síðar. Raunin var hins vegar sú að þegar klukkuna vantaði enn tíu mínútur í sex var allt fjörið búið. Sprengjurnar þagnaðar og fólk á leiðinni heim. Spurningin er því hvort há- tíðarstjóri hafi lesið vitlaust á klukku sína eða hvort gleymst hafi að taka tillit til þess fornkveðna „hratt flýr stund“ og haga tímasetn- ingum í samræmi við það. SVART OG SYKURLAUST Það var hátíðlegt, friðsælt og gott að koma í „litlu“ kirkjuna í Innri-Njarðvík um hátíðarnar, umhverfið svo fábrotið, lítið og þægi- legt og einfaldleikinn og kyrrðin minnti enn á „sveit- ina“, svo nærandi og gefandi, hátíðleikinn í kirkjunni var í fyrirrúmi og Kirkjan að sjálfsögðu oftast fullsetin. Áhugasamir ungir sem gamlir nemendur tónlistarskólans í Reykjanesbæ hámörkuðu hátíðleikann með fallega rödduðum söng sínum, leik og spili undir leiðsögn og stjórn Dagmars Kunakova, o r g a n i s t a k i r k j u n n a r. Þökkum við þeim sem og öðrum kærlega fyrir frábært framtak. Um le ið og v ið þ ök kum gest um góða mætingu, þá hvetjum við fjölskyldur og yngri kynslóðina t i l enn frekari þátttöku; við munum gera okkar besta til að skapa umhverfið, styrkja ykkur og hvetja í tónlist og kirkjulegu starfi. Óskum ykkur farsældar og friðar á nýju ári. Sóknarnefnd Innri Njarðvíkur. Hátíðleikinn og kyrrðin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.