Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Page 8

Víkurfréttir - 12.06.2008, Page 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Fyrsta skóflustungan í endurnýjun raflagna- kerfis á Keflavíkurflugvelli var tekin á föstu- dag. Það var Hitaveita Suðurnesja sem sá um það í kjölfar kynningarfundar um verkið, en skv. lögum sem sett voru á síðasta ári skal rafkerfi á umráðasvæði Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar vera samræmt íslenskum kröfum ekki síðar en 1. október 2010. Fyrsti áfangi verksins er endurnýjun rafdreifi- kerfis á iðnaðarhluta svæðisins, en einnig er áætlað að taka hluta íbúðarsvæðis í þeim áfanga. Fyrsta áfanga verksins mun vera lokið í september og er ráðgert að eldra rafdreifikerfi iðnaðarsvæðisins verði aftengt þann 14. nóvem- ber þessa árs. Í beinu framhaldi verður farið í vinnu við aðra hluta svæðisins og verður verkið unnið samfellt til verkloka. Í fréttatilkynningu kemur fram að undirbún- ingsvinna hafi staðið yfir undanfarna mánuði, en Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar, í sam- starfi við Hitaveitu Suðurnesja og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hefur séð um hönnun nýja rafdreifikerfisins. Framkvæmd verksins mun vera í höndum Íslenskra Aðalverktaka. Vallarheiði: Framkvæmdir hafnar við umbætur raflagnakerfis Frá kynningarfundinum. Frá skóflustungunni. VF-myndir/Þorgils

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.