Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ������������� ���������� �������� ������ Bréfið sem loksins var sent „Ég byrjaði upp úr 1980 að safna gömlu dóti. Þetta var svona blanda af áhugamáli og hugsjón. Lengi vel hafði ég ætlað mér að senda hreppsnefnd bréf um það hvort það væri sniðug hugmynd að koma upp byggða- safni í Garði. Var fyrir löngu bú- inn að skrifa bréfið en sendi það aldrei frá mér. Síðan er það 1992 á 100 ára af- mæli Gerðaskóla að fram kom hugmynd að halda sögusýn- ingu í skólanum. Ég var beð- inn um að koma með eitthvað af því dóti sem ég var búinn að safna sem ég og gerði. Fólk sýndi þessum gömlu munum mikinn áhuga og hvatti mig til að halda þessu áfram. Þá tók ég ákvörðun um að senda bréfið góða. Hreppsnefndin tók mjög vel í erindið og skipaði nefnd til að vinna í málinu, “ segir Ás- geir þegar hann er spurður að því hver hafi verið kveikjan að stofnun byggðasafnsins. Sívaxandi aðsókn Ásgeir er inntur eftir því hvort hann eigi einhverja uppáhalds muni á safninu. „Gamall trérennibekkur var með fyrstu mununum sem ég fékk, merkisgripur sem var í notkun hér Garðinum í áratugi. Þegar við stækk- uðum safnið 2005 fengum við hingað sexæring frá árinu 1887 og sem gamall sjómaður fannst mér mikill fengur í þess um báti enda einn af merkilegri gripum safnsins,“ svarar Ásgeir. Hann seg ir sérstöðu safnins þó felast í vélasafni Guðna Ingimundar- sonar. Yfir 60 vélar af ýmsum gerðum eru í safninu, nær allar gangfærar. Sú elsta er frá árinu 1920. Ásgeir segir muni stöðugt ber- ast til safnsins sem gerir það að verkum að húsakostur er orðinn þröngur. Samt sé ekki mikið af munum í geymslum utan safnins eins og er. „Það er í raun stórmerkilegt að ekki stærra byggðarlag en þetta skuli búa yfir svona veg- legu byggðasafni. Ég neita því ekki að ég er afar stoltur og montinn yfir því að þetta skuli hafa verið gert. Safnið nýtur sí- vaxandi vinsælda og aðsóknin hefur margfaldast á þessum árum.“ Minnisvarðar um forna atvinnuhætti Meðfram allri strandlengjunni á Garðskaga má hvarvetna sjá ummerki um horfna atvinnu- hætti. Útræði var mikið frá Garði og víða voru varir og lendingar sem margar hverjar hafa verkið merktar. Guð- mundur Garðarsson, skipstjóri á heiðurinn að því verki. Þá er eru einhver af gömlu sjóhús- unum enn uppistandandi. Að sögn Ásgeirs eru þessar varir og lendingar eigi færri en 29 talsins meðfram strandlengj- unni frá Lambastöðum inn að Hólmsbergi og hefur hann verið að taka saman heimildir um þetta. „Ég tel mikilvægt að koma þessari sögu af strandmenn- ingunni hérna vel á kortið og gera hana vel sýnilega og að- gengilega fyrir ferðamenn. Í því skyni væri t.d. alveg upp- lagt að gera göngustíg með- fram ströndinni. Menningar- og sögutengd ferðamennska er mjög að ryðja sér til rúms og þar liggja tækifæri fyrir okkur því hér í Garði er saga við hvert fótmál,“ sagði Ásgeir Hjálmarsson. Saga við hvert fótmál Ásgeir Hjálmarsson, forstöðu- maður Byggðasafnins: Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað almenningi í nóvember 1995 í gömlum útihúsum á Garðskaga. Á tíu ára afmæli safnsins var tekið í notkun nýtt 700 fermetra safnahús með kaffiteríu á efri hæð. Margt merkilegra muna úr byggðasögu Garðs- ins er að finna á safninu sem nýtur sívaxandi vinsælda, segir Ásgeir Hjálmarsson, forstöðumaður safnins frá upphafi og eini starfsmaður þess. Ásgeir var á sínum tíma helsti hvatamaðurinn að því að koma safninu á legg. HEIÐURSBORG- ARAR GARÐS Fyrsti heiðursborgari var Björn Finnbogason, f. 3. apríl 1903, d. 13. september 1989. Björn sat í hreppsnefnd Gerðahrepps 1934-1974 og var oddviti Gerðahrepps 1938-1974. Hann sat einnig í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Björn rak verslun í Gerðum, Garði 1937-1979. Björn Finnbogason var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1963 og gerður að heiðursborgara Gerðahrepps 1974. Núlifandi heiðursborgari Garðs er Sólveig Sigrún Odds- dóttir, f. 11. október 1916. Sigrún sat í hreppsnefnd Gerðahrepps 1962-1966 og 1970- 1978. Hún var gæslumaður Barnastúkunnar Siðsemdar í 30 ár, formaður Kvenfélagsins Gefnar í 21 ár og söng með kirkjukór Útskálakirkju í 40 ár. Sigrún Oddsdóttir var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2002 og gerð að heiðursborgara Gerða- hrepps 2001. Þessi ungi gestur byggðasafnins hafði meiri áhuga á snúningseiginleikum póstkortarekkans fremur en safngripunum. Á bak við hann er sexæringur, einn af merkilegri gripum safnins. VF-mynd: elg. Ásgeir Hjálmarsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.