Víkurfréttir - 12.06.2008, Blaðsíða 22
22 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR
Það er alltaf gaman að fylgj-
ast með ungu fólki sem lætur
sig málin varða og gefur af
sér til samfélagsins. Laufey
Erlendsdóttir er ung kona
með ábyrgðarhlutverk sem
forseti bæjarstjórnar í Garð-
inum, grunnskólakennari og
fjögurra barna móðir. Hún
hefur búið í Garðinum með
eiginmanni sínum Birni Vil-
helmssyni síðan 1999.
Reykjavíkurmær sæl í
Garðinum
Við hittumst á glæsilegum
bæjarskrifstofum Garðs og
komum okkur vel fyrir í fund-
arherberginu þar sem Laufey
ræður ríkjum á fundum sem
forseti bæjarstjórnar.
Laufey er fædd 1972, hún ólst
upp í Breiðholtinu og gekk
í skóla með yfir 1500 nem-
endum. Hún á einn bróður
sem er 3 árum yngri en hún.
„Það var mjög gott að alast
upp í Reykjavík og það er tölu-
verður munur á skólanum
sem við systkinin gengum í og
þeim sem börnin mín ganga
í. Hér þekkja allir alla og nem-
endafjöldinn er um 250.“
Áður en Laufey flutti í Garð-
inn var hún byrjuð að kenna
við Gerðaskóla og bauð upp
á leikfimi fyrir konur í íþrótta-
miðstöðinni. Hún var því búin
að kynnast mörgum bæjar-
búum áður en hún flutti í Garð-
inn, heimabæ eiginmannsins.
Laufey segir að það hafi verið
mjög notalegt að flytja í bæj-
arfélagið vel hafi verið tekið
á móti sér og hún hafi verið
fljót að aðlagast. „Það er gott
að búa í Garðinum og ég gæti
ekki hugsað mér annað í dag.“
Það hlýtur að þurfa skipulag
við að reka heimili með sex
manna fjölskyldu, vinna fulla
vinnu og vera í pólítik og nefnd-
arstörfum?
„Jú, við hjónin þurfum að
vera skipulögð og skiptumst
á að gæta bús og barna þegar
mikið er um fundarsetur og
önnur störf. Við erum bæði
í nefndarstörfum.“ Björn er
meðal annars núverandi for-
maður íþrótta- og æskulýðs-
nefndar og gjaldkeri unglinga-
ráðs Knattspyrnudeildar Víðis.
Það er kostur að vinna í svona
litlu bæjarfélagi hvort sem
það er í skólanum eða á bæjar-
skrifstofunum. „Það tekur svo
stuttan tíma að skjótast á milli
staða. Ég þarf bara fimm mín-
útur í að skjótast heiman frá
mér til að sækja fundi á bæjar-
skrifstofunum. Börnin stunda
íþróttir og eru í tónlistarnámi
og við sækjum flestalla þjón-
ustu hér. Dóttir mín er í tónlist-
arskólanum í Garði en þarf að
sækja tíma í Reykjanesbæ eins
og er og æfir fimleika með
Keflavík. Elsti sonurinn spilar
með lúðrasveit í Reykjanesbæ
sem er hluti af samstarfi milli
tónlistarskólanna. Tómstund-
unum fylgir auka akstur sem
krefst skipulagningar.“
Pólitískur bakgrunnur
Margir stjórnmálamenn hafa
á menntaskólaárum verið for-
menn nemendafélaga skóla
sinna. Laufey er einn af þeim
en hún var formaður nem-
endafélags Kvennaskólans í
Reykjavík. Í Kvennaskólanum
öðlaðist hún dýrmæta reynslu
og áhuga á fé lagsstörfum.
„Pólitískur áhugi minn hefur
verið til staðar en aukist með
árunum eftir að ég flutti í Garð-
inn. Ég hef unnið að bæjar-
málum frá kosningunum 2002
þá var ég í 6. sæti fyrir H-list-
ann og sat í æskulýðsnefnd
það kjörtímabil.“
Í Bæjarstjórnarkosningunum
2006 urðu stjórnarskipti í
Garðinum, nýr listi tók við.
Auk Laufeyjar sitja nú í bæj-
arstjórn frá N-listanum þær
Oddný Harðardóttir, Brynja
Kristjánsdóttir og Særún Rósa
Ástþórsdóttir.
„Það er gaman að segja frá
því að á mínum fyrsta bæjar-
stjórnafundi var ég forseti bæj-
arstjórnar.“ Laufey byrjaði bæj-
arstjórnaferil sinn með stæl.
Hún var ekki með mikla póli-
tíska reynslu þegar hún var
komin í bæjarstjórn og orðin
forseti bæjarstjórnar. Laufey
situr nú í sameinaðri nefnd
bygginga- og skipulagsnefndar
og húsanefndar íþróttamið-
stöðvarinnar, sem hún gegndi
áður formennsku í. Hún er
einnig í stjórn Dvalarheimila
aldraðra á Suðurnesjum.
Fjölskylduvænn bær
Hvað finnst Lauf eyju hafa
staðið upp úr eftir að nýr meiri-
hluti tók við?
„Það hefur verið ánægjulegt að
vera þátttakandi í þeirri upp-
byggingu sem á sér stað hér í
Garðinum. Við höfum fegrað
og bætt umhverfi okkar, bætt
þjónustu við einstæða for-
eldra með lækkun á leikskóla-
gjöldum, veitt 50% systkinaaf-
slátt í tónlistarskólanum svo
eitthvað sé nefnt.“
Skólastefna Sveitarfélagsins
Garðs nær yfir grunn-, leik-
og tónlistarskólann sem og
æskulýðsstarf. Hún var gefin
út í mars 2008. Laufey er mjög
ánægð með hvernig til tókst
með skólastefnu sveitarfélags-
ins.
Í Garðinum er glæsilegt íþrótta-
hús, sundlaug og lyftingasalur.
Vel er stutt við Knattspyrnu-
deild Víðis sem og aðrar tóm-
stundir. Knattspyrnudeildin
hefur fínan knattspyrnuvöll,
vallarhús og gott æfingasvæði.
Bæjarstjórnin úthlutaði Skáta-
félaginu aðstöðu í samkomu-
húsinu og eru þeir að vinna
gott starf.
„Bæjarstjórnin hefur nýlega
samþykkt að gera stórkost-
legar endurbætur á aðstöðu
við sundlaugina. Við erum að
kaupa sundlaugarrennibraut
ásamt því að fegra og bæta
umhverfið við miðstöðina. Ég
sem íþróttakennari og áhuga-
manneskja um íþrótta- og tóm-
stundamál, er rosalega ánægð
með þjónustuna í íþrótta- og
æskulýðsmálum. Það hefur
verið aukið framboð íþrótta
og tómstunda fyrir börn og
unglinga. Það voru t.d. haldin
körfuboltanámskeið, boðið
uppá frjálsar íþróttir og kofa-
byggð í samvinnu við skátana.
Minn persónulegi draumur
er að stofnuð verði frjáls-
íþróttadeild hér í Garði,“ segir
Laufey.
Álverið
Umhverfið hér á Suðurnesj-
unum er að breytast mjög
mikið með tilkomu háskóla-
svæðisins á vallarsvæðinu og
fjölgun íbúa á Suðurnesjum.
Nú eru framkvæmdir hafnar
við álver í Helguvík og hvað
finnst Laufeyju um þær fram-
kvæmdir?
„Með til komu ál vers ins í
Helguvík höfum við skynjað
mikinn áhuga bæjarbúa. Ég
persónulega fagna því að ál-
verið sé að verða að veruleika.
Það eykur fjölbreytni starfa á
svæðinu bæði fyrir menntað
og ómenntað fólk. Það eru
enn margir einstaklingar í
tímabundnum störfum eftir
að herinn fór. Það verða mörg
störf við álverið sem krefjast
menntunar sem er námshvetj-
andi fyrir íbúa svæðisins.“
Afmælishátíðin
Í júní eru mikil hátíðarhöld í
Garðinum, bæjarfélagið fagnar
100 ára afmæli og verður af-
mælisdagurinn haldinn hátíð-
legur 15. júní með formlegri
dagskrá í íþróttamiðstöðinni
og sýningum um allan bæ.
17. júní fara Garðbúar aftur í
spariföt og fagna þjóðhátíðar-
deginum með hefðbundnum
hætti. Sólseturshátíðin verður
25.-27. júní en hún er farin
að skipa fastan sess í bæjarlíf-
inu. Heimamenn og gestir fjöl-
menna við Garðskagavitann
og taka þátt í skemmtidagskrá
og eiga góðar stundir í fögru
umhverfi.
„Við höfum verið að halda upp
á afmælið allt árið með uppá-
komum í hverjum mánuði en
15. júní verður glæsileg hátíð-
ardagskrá í íþróttamiðstöðinni
sem við erum mjög stolt af og
hvet ég brottflutta Garðbúa og
aðra til að heimsækja okkur á
afmælisdaginn og samfagna
þessum merku tímamótum.“
segir Laufey Erlendsdóttir að
lokum.
Aldrei
lognmolla
Laufey Erlendsdóttir er fjögurra barna
móðir og forseti bæjarstjórnar í Garði.
Laufey ásamt
Oddnýju
Harðardóttur
bæjarstjóra.
VF-mynd/IngaSæm
Vilhelm Bergmann 11
ára, Atli Viktor 4, Aðal-
heiður Lind 9 ára og
Björn Aron 7 ára með
mömmu sinni á góðum
degi við Garðskagavita.
VF-mynd/IngaSæm
Laufey við ræðupúlt
bæjarstjórnar.
VF-mynd/IngaSæm