Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ljósahús Reykjanesbæjar Tilnefningar Reykjanesbær óskar eftir tilnefningum frá bæjarbúum um Ljósahús Reykjanesbæjar 2008. Veittar eru viðurkenningar í eftirfarandi flokkum: Ljósahús 1. - 3. sæti Fallegasta skreytta raðhúsið Fallegasta skreytta fjölbýlishúsið Fallegasta heildarmynd götu Fallegasti jólaglugginn Einnig hafa verið veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús. Íbúar geta komið tilnefningum til skila á netfangið ljosahus@reykjanesbaer.is eða í síma 421 6700, en sérstakar dómnefndir taka afstöðu til þeirra. Viðurkenningar verða afhentar í Poppminjasal Duushúsa þriðjudaginn 9. desember kl. 18:00. Hægt verður að nálgast kort af tilnefndum ljósahúsum á vef Reykjanesbæjar: reykjanesbaer.is. Sterk hefð er fyrir því hjá Samkaup í Njarðvík að bjóða upp á risa-rjómatertu á af- mælisdegi verslunarinnar. Jafnframt hefur það verið ófrávíkjanleg regla að hún Nanna (Jóhanna Hallgríms- dóttir) skeri tertuna. Nú bar hins vegar svo við að Nanna forfallaðist þannig að víkja varð út af þessari reglu í fyrsta skipti í 26 ár! Eins og gefur að skilja var úr vöndu að ráða að finna stað- gengil Nönnu en það kom í hlut Ágústínu Albertsdóttur. Við- skiptavinum Samkaupa var hálf brugðið að sjá aðra en Nönnu með kökuhnífinn en Ágústína stóð sig í hlutverkinu með stakri prýði og reddaði deginum. Afmælisterta Samkaupa: 26 ÁRA HEFÐ ROFIN! Eins og sjá má var rjómatertan engin smá- smíði en hún kom frá Sigurjónsbakaríi. „Gjörðu svo vel og verði þér að góðu.“ Ágústína stóð sig vel í hlutverki kökuskerans. Gjafajólatré hefur verið sett upp í sal Flug- hótels (þar sem áður var húsgagnaverslunin Smart). Börnin frá leikskólanum Akri létu ekki sitt eftir liggja og skreyttu gjafapoka sem notaðir verða undir smákökur og gjafir en þau tóku einnig að sér að skreyta jólatréð. Starfsfólk Flughótels gaf fjörutíu þúsund krónur úr starfsmannasjóði sínum en féð var notað til jólagjafa sem fóru undir tréð. Einnig bakaði starfsfólkið smákökur sem fara í söfn- unina. Í sama húsnæði hefur verið opnaður listamark- aður tíu handverkskvenna og verður hann op- inn fram að jólum. Starfshópur á vegum Reykjanesbæjar og kirkj- unnar mun sjá um að dreifa pökkunum. Akursbörn skreyttu gjafajólatré Börnin á Akri stilltu sér upp fyrir ljósmynd- ara á meðan þau biðu eftir því að starfs- menn Flughótels settu upp jólatréð. Fyrir framan eru gjafapokarnir sem þau gerðu. VFmynd/elg Báru Guðmundsdóttur Kirkjuvegi 5 Keflavík Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar, hvíldar innlagnarinn- lagnardeild og D-álmu Heilbrigðisstofununar Suðurnesja. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndi okkur samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.