Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 39
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 4. DESEMBER 2008 41STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Grunn skóli Grinda vík ur efndi til veislu síðastliðinn laugardag og bauð öllum bæj- arbúum til sýningar á verkum sem nemendur höfðu unnið á þemadögum um skólahald ásamt at burð um úr sögu Grindavíkur. Tilefnið var að 60 ár eru liðin frá stofnun barnaskólans í Grindavík. Nemendur fjölluðu m.a. um Grunnskóli Grindavíkur: Mikið um að vera á þemadögum Tyrkjaránið, þróun byggðar og skólahalds til hátíðarhalda eins og Sjóarans Síkáta. Nemendur höfðu dagana á undan unnið við ýmis fjölbreytt þemaverk- efni og gáfu meðal annars út dagblað, bjuggu til myndbönd, hönnuðu spil, gerðu líkön af merkisbyggingum og settu upp líkan af Grindavíkurbæ o.fl. Ásamt þessu var yfirgripsmikil sýning á gömlum námsbókum allt frá stofnun barnaskólans. Á sama tíma var hinn árlegi jólaföndurdagur Foreldrafélags- ins. Mjög gestkvæmt allan tím- ann sem hátíðin stóð yfir og var það mál manna að sýningin og dagurinn í heild sinni tókst með afbrigðum vel enda lögðu nemendur og starfsfólk hug og hjörtu í verk sín.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.