Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 28
30 AÐVENTUBLAÐ VÍKURFRÉTTAVÍKURFRÉTTIR I 49. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Forréttur Bleikja með wasabi kryddhjúp og appelsínusalati fyrir 4 Kryddhjúpur 2 bollar hreint Kötlu brauðrasp. 2 tsk wasabi (japönsk piparrót) 50 grömm heslihnetur 50 grömm smjör Knippi steinselja 4 stk. stórir hvítlauksgeirar Allt þetta er sett í matvinnsluvél og maukað þar til það er iðagrænt og þétt. Fiskur: Reiknið með 80 -100 grömmum af fiski á mann Raðið fiskibitunum á vel smurðan ofnbakka, stráið því næst wasabi maukinu yfir. Örlítið af grófu náttúrusalti og pipar. Hitið ofninn upp í 200 gráður bakið því næst fiskinn í 8 mínútur. Kristján Gunnarsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Vocal í Keflavík, er mikill reynslubolti í faginu. Hann sýndi snemma að hann ætlaði að hasla sér völl á þessu sviði og varð m.a. Norðurlandameistari nema á sínum tíma. Hann hefur starfað erlendis og hér heima m.a. á Lækjarbrekku og nú síðast í Bláa lóninu í nokkur ár. Vocal á Flughóteli opnaði síðastliðið vor og vísar nafnið til gróskunnar sem ætíð hefur einkennt tónlistarlíf svæðisins. Staðurinn er með áherslur í alþjóðlegri matargerð því gestir hótelsins koma víða að. Staðurinn er vitaskuld opinn öllum, ekki eingöngu hótelgestum, og nú í desember er boðið upp á ljúfa aðventustemmningu og glæsilegt jólahlaðborð. Við fengum Kristján til að „rigga upp“ nokkrum léttum hátíðarréttum sem gæti verið gott að nota sem tilbreytingu frá hefðbundnum kjötmáltíðum hátíðanna. Innbökuð reykt ýsa í laufabrauði Ýsan er tekin og velt uppúr rúgmjöli og léttsteikt á pönnu. Söxuðum blaðlauk, tómatbitum, söxuðum rauðum chilli og hvítlauk komið fyrir á miðju deiginu, fiskurinn settur ofaná deigið, penslað með eggjum sem þynnt hafa verið út með smá vatni og þetta síðan bakað í 8 mínútur við 180° Sósan: Laukur, ferskir tómatar, zuccini og eggaldin er brytjað í smáa teninga og svitað létt, síðan er 200 ml af hvítvíni hellt yfir. Að síðustu er fersku basil bætt í rétt áður en rétturinn er borinn fram. Þetta fer sérstaklega vel með klettasalati vættu í eðal balsamic ediki. L -með Stjána Gunnars hátíðarréttir éttir Innbökuð reykt ýsa B lei kj a me ð w as ab i Víkurfréttamyndir: Ellert Grétarsson - elg@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.