Víkurfréttir - 21.06.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGURINN 21. júNí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Sendum frítt
hvert á land sem er
Mægðurnar Kristín Hrönn Ragnarsdóttir
og Ragnheiður Kristín Benónýsdóttir
MINNING
Kristín Hrönn, eða Hrönn eins og hún var oftast kölluð, lést
í Bandaríkjunum þar sem hún hefur búið í rúm 40 ár, þann
29. maí sl . Við Hrönn vorum bekkjarsystkini al lt okkar
skyldunám í Keflavík og einmitt á þeim tímapunkti sem hún
kvaddi þetta líf voru liðin 50 ár frá því að við lukum námi í
Barnaskólanum í Keflavík.
Frá því að hún fullorðnaðist fylgdist ég lítið með lífi hennar
eða þar til ég kynntist dóttur hennar Ragnheiði Kristínu, sem
kölluð var Heiða. Kynni okkar Heiðu voru mjög góð og frá því
að þau hófust fyrir um þremur árum vorum við bestu vinir.
Þann tíma fylgdist ég í gegnum Heiðu með veikindastríði
Hrannar í Bandaríkjunum, en hún var mikill sjúklingur hin
síðari ár.
Heiða varð bráðkvödd á heimili sínu í Keflavík 10. febrúar
sl. og nokkrum mínútum áður vorum við þrír, ég, barnsfaðir
hennar Fr iðr ik Fr iðr iksson og sonur þeirra Stefán Jón
Friðriksson heima hjá henni. Þar sem hún var þreytt og vildi
leggja sig fórum við þrír í sendiferð fyrir hana og er við
komum til baka 10-15 mínútum síðar var hún öll.
Báðar voru þær mæðgur fæddar í Keflavík, móðirin þann 7.
júní 1949 og dóttirin 1. maí 1968 og þær voru jarðsettar í
Hólmsbergskirkjugarði í Keflavík. Ragnheiður Kristín, þann
24. febrúar sl. og Kristín Hrönn, þann 18. júní sl.
Blessuð sé minning þeirra
Emil Páll Jónsson
Birgir Guðbergsson, Sike Quan,
Jóna Kristín Birgisdóttir, Jóhannes Stefánsson,
Hjálmtýr Birgisson, Tinna Rósantsdóttir,
Gunnar Birgisson.
Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 26. júní frá Keflavíkurkirkju kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er
bent á styrktarsjóð sem stofnaður hefur verið til minningar um Eirík
sem nýttur verður til góðgerðarmála tengt barnastarfi Sameinuðu þjóðanna.
Reikningsnr. 0542 14 402626, kt. 120769-3679.
Eiríkur Mussima Quan Birgisson,
f. 4. janúar 2003 - d. 16. júní 2012,
lést eftir stutt veikindi.
Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur,
Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu
John Richard Brantley
Kristín Hrönn Ragnarsdóttir Brantley,
Savannah, Missouri
(áður Smáratúni 44, Keflavík)
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
lést á heimili sínu 29. maí sl. eftir langvarandi veikindi.
Minningarathöfn hefur farið fram.
AFMÆLISFUNDUR
Í tilefni af 40 ára afmæli AA samtakanna í Keavík verður
haldinn hátíðarfundur þar sem allir eru velkomnir.
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 22. júní kl. 20:00
í KK salnum að Vesturbraut 17, Reykjanesbæ.
Kaveitingar verða í boði á eftir.
Suðurflug fagnaði í síðustu viku 40 ára afmæli sínu.
Slegið var upp heljarinnar veislu
og komu fjölmargir nágrannar
flugfélagsins af Keflavíkurflugvelli
í heimsókn og fengu sér kaffisopa
og góðgæti sem var á boðstólum.
Ýmis skemmtiatriði voru í boði
en Guðmundur Hermannsson sá
að mestu leyti um að skemmta
fólkinu. Hljómsveitirnar Klassart
og Eldar litu líka við og tóku
nokkur lög.
Í dag starfa 16 manns hjá Suðurflugi
en félagið hefur verið starfandi í
40 ár eins og áður segir. Suðurflug
var stofnað á grunni flugfélagsins
Þórs þann 12. júní árið 1972. Fyrst
í stað var starfsemin útsýnis- og
leiguflug en síðan var hafinn rekstur
flugskóla. Nú fæst félagið aðallega
við afgreiðslu á öllu öðru flugi en
áætlunar- og leiguflugi.
Suðurflug hélt upp á
40 árin með glæsibrag
Starfsmenn Suðurflugs í
nýjum afmælisfatnaði.
Valdimar og Björgvin Ívar í Eldum.
Fjölmargir gestir
litu við.
Fornbílar á Fitjum
Fornbílaáhugi á Íslandi er mikill og margir Suðurnesjamenn eru í hópi fornbílaeigenda. Þessi mynd var tekin af fornbílum sem var raðað upp á Fitjum
í Njarðvík um síðustu helgi. Þarna mátti sjá marga glæsivagna.