Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 Páll Ketilsson, ritstjórivf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamaður: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Flutningur innanlandsFlugs Það er svolítið sérstakt að lesa niðurstöður í skýrslu KPMG um áhrif flutnings á innan- landsflugi frá Reykjavík til Keflavíkur. Nánast engir já- kvæðir þættir koma fram um að hagkvæmt væri að flytja flugið til Keflavíkurflugvallar þegar Reykjavíkurflugvöllur lokar á núverandi stað. Samkvæmt niðurstöðum KPMG þá er alveg sama hvort það sé vegna flutninga með sjúklinga, sókn í menntun, menningu eða vinnu, allt verður erfiðara ef flugið verður flutt til Keflavíkur. Og í þokkabót þá mun innanlandsflug minnka til muna því kúnnunum mun fækka svo mikið. Já, slæmt ef rétt er en skoðum þetta aðeins í örfáum atriðum sem hefði mátt leggja til viðmiðunar sem hefði gert niður- stöður þessarar könnunar líklega eitthvað öðruvísi. Það er vissulega áhyggjuefni ef sjúklingar í bráðri hættu myndu deyja á Reykjanes- brautinni á leið á sjúkrahús. Í Keflavík er gott sjúkrahús og heilbrigðisstofnun sem hefur mátt þola mikinn niðurskurð á undanförnum árum. Af þeim sökum eru veikir Suður- nesjamenn í meiri lífshættu því mjög oft þarf að rjúka með þá eftir Reykjanesbrautinni á öðru hundraðinu í sjúkrabíl til að fá læknishjálp í Reykjavík. Sennilega fleiri dæmi en tvö sem nefnd eru í könnun KPMG þar sem sagt er að sjúklingar af landsbyggðinni hefðu ekki lifað af ferð frá Keflavík á sjúkrahús í Reykjavík. Mjög margir Suðurnesjamenn þurfa að fara á sjúkrahús í Reykjavík í aðgerðir sem ekki er hægt að framkvæma í Keflavík því skurðstofan er lokuð og þjónustan svo mikið skert. Hér væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Stórbæta Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og koma henni til vegs og virðingar. Þannig væru sjúklingar í sjúkraflugi sem lentu í Keflavík komnir fyrr undir læknishendur en að lenda í Reykjavík. Þá fengju heimamenn hér líka þjónustu eins og þeir ættu að fá. Það kostar gríðarmikla peninga að byggja nýjan flugvöll sem þarf að gera því Reyk- víkingar hafa ákveðið í borgarstjórn að hann víki úr Vatnsmýrinni. Varla er hægt að sjá að hægt verði að byggja nýjan flug- völl nema í fjarska frá miðju borgarinnar sem landsbyggðarfólk sækir í og leggur til grundvallar að sé mikilvægt þegar þeir fljúga til höfuðborgarinnar. Með flutningi flugs til Keflavíkur verður hægt að nota peninga sem annars færu í nýjan flug- völl til að stórbæta samgöngur. Hver segir að lest milli Keflavíkur og höfuðborgar- svæðis sé óraunhæft dæmi. Það myndi eflaust hjálpa ferðaþjónustunni líka. Það tekur um 20-30 mínútur lengri tíma (skv. könnuninni) miðað við núverandi sam- göngur að komast til höfuðborgarinnar frá Keflavík en frá Reykjavíkurflugvelli á helstu staði í Reykjavík. En hvað gerist ef nýr flugvöllur verður í útjaðri borgar- innar? Sá tímamunur sem er frá flugvelli hlýtur að minnka eða að engu verða því nýi völlurinn verður fjær miðborginni þar sem skólarnir, menningin og sjúkrahúsin eru. Þess vegna hlýtur að þurfa að skoða þennan flutning innanlandsflugs með þeim forsendum að samgöngur myndu batna enn frekar. Það hlýtur að verða verk- efni næstu könnunar. Nýr valkostur í hagnýtu námi á háskólastigi Tæknifræðinám Keilis hefur nú verið starfrækt í þrjú ár. Háskóli Íslands kom að stofnun Keilis til að bregðast við kalli at- vinnulífsins um aukið samstarf atvinnulífs og háskóla. Tæknifræðinámið er kjörinn vett- vangur fyrir slíkt samstarf þar sem eðli náms- ins og áhersla er á hagnýtar tæknilausnir. Eðli málsins samkvæmt byggir tæknifræðin á hag- nýtingu þekkingar sem þegar er til staðar, þ.e.a.s. að hanna og búa til aðferðir, nýjar vörur og lausnir sem byggja fyrst og fremst á stöðu þekkingar hverju sinni. Samkvæmt nýlegri könnun Samtaka iðnaðarins kemur í ljós að á næstu árum þarf um 2.000 tækni- og háskólamenntaða starfsmenn á Ís- landi. Könnunin sem gerð var meðal 400 fyrir- tækja innan vébanda SI er í takt við sambærilega könnun gerða af Samtökum atvinnulífsins frá því í vor. Mikil tækifæri felast í þeim hluta at- vinnulífsins sem tengist tæknigreinum, tölvu- og hugbúnaðargreinum, heilbrigðistækni, líf- vísindum, umhverfistækni og upplýsingatækni. Takist skólakerfinu ekki að svara þessari eftir- spurn er hætta á að fyrirtækin muni enn frekar en nú byggjast upp að mestu erlendis en Ísland stendur aftarlega í alþjóðlegum samanburði þegar kemur að tæknimenntun fólks á aldrinum 25-35 ára. Er skólakerfið að bregðast við þörfum atvinnulífsins? Frá iðnbyltingunni hafa aukin lífsgæði fólks haldist í hendur við tækniframfarir í heiminum. Það er því athyglisvert að velta fyrir sér hvernig skólakerfið nýtist samfélaginu í heild. Á Íslandi höfum við því miður mjög ósveigjanlegt kerfi sem skipar fólki í hópa sem oft veldur aðskilnaði milli greina. tæknifræðinám Keilis: Skilin á milli framhaldsskóla og háskóla er gott dæmi um kerfi sem gerir fólki erfitt fyrir. Kerfið beinlínis stýrir ungu fólki frá iðnnámi og í menntaskólanám þar sem stúdentspróf er almennt aðgöngumiðinn í háskólanám. Iðn- nám á Íslandi er botnlanganám sem gerir fólki erfitt um vik að halda áfram námi á háskólastigi seinna á lífsleiðinni. Kerfið hefur mótað við- horf fólks til ólíkra stétta og margir foreldrar hvetja börn sín frekar til að sækja stúdentspróf en iðnmenntun. Samfélagið þarf á afburðafólki að halda í öllum stéttum og fólk þarf að eiga möguleika á áframhaldandi námi eftir reynslu á vinnumarkaðnum. Eitt af markmiðum Keilis er að gera tækni- miðað iðnnám meira aðlaðandi í augum ungs fólks hérlendis. Kjörnemendur í tækni- fræðinám búa yfir verkþekkingu sem þeir hafa fengið í tæknimiðuðu iðnnámi og í störfum sínum á vinnumarkaðnum. Þetta þarf þó að gerast án þess að slá af kröfum um innihald tæknifræðinámsins. Við gerum þetta með því að byggja brú fyrir iðnmenntað fólk og þá sem lokið hafa stúdentsprófi sem ekki byggir á raungreinum, upp á háskólastigið með við- bótar kúrsum sem teknir eru meðfram tækni- fræðináminu í upphafi þess. Með því móti getur fullorðið fólk hafið háskólanám í stað þess að setjast á skólabekk í framhaldsskóla til að ljúka forkröfum. Einstaklingsmiðað námsumhverfi Keilir býður upp á stutt, hagnýtt og nýstárlegt háskólanám í tæknifræði í samstarfi við Háskóla Íslands. Námið er sniðið að þörfum atvinnu- lífsins, byggir á raunverulegum verkefnum og verkviti nemenda. Nemendur ljúka BS gráðu í tæknfræði á þremur árum og komast því fljótt út á vinnumarkaðinn þar sem þeir geta tekið þátt í uppbyggingu og starfsemi áhugaverðustu tækni-, orku- og hugverkafyrirtækja Íslands. Námið fléttar saman bóklegt nám og verkefna- vinnu. Markmið okkar er að útskrifa nemendur með framúrskarandi þekkingu og færni á sínu kjörsviði ásamt því að virkja og efla sköpunar- gleðina. Við menntum og útskrifum nemendur með óhefðbundinn bakgrunn fyrir háskólanám með því að skapa einstaklingsmiðað umhverfi og tækifæri til áframhaldandi náms. Fyrsti árgangurinn í tæknifræðinámi Keilis út- skrifaðist við hátíðlega athöfn þann 22. júní síðastliðinn. Meðal þess sem einkenndi þennan fyrsta hóp var lífsreynsla, hugrekki og þraut- seigja. Hópurinn var ekki stór, aðeins 15 nem- endur, en mjór er mikils vísir. Miðað við að aðsókn hefur meira en tvöfaldast nú í haust er greinilega mikil þörf og aukinn áhugi á vönd- uðu tæknifræðinámi á Íslandi. Nánari upplýsingar um námsframboð tækni- fræðináms Keilis er á www.keilir.net/kit Fré ttir Unglingar veiktust af landadrykkju Þrír unglingar, ein stúlka og tveir piltar, þrettán og fimmtán ára, voru flutt á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja á miðvikudag í síðustu viku, eftir að þau höfðu drukkið landa, orðið ofurölvi og veik. Lögreglan á Suðurnesjum hóf þegar rannsókn og handtók rúmlega tvítugan karlmann sem viðurkenndi sölu landa, en vildi þó ekki kannast við að hafa selt unglingunum brugg. Hann var með tugi þúsunda króna, þegar hann var handtekinn og lagði lögregla hald á þá fjármuni vegna gruns um að þeir séu ágóði af landasölu. Þá var farið í húsleit hjá öðrum karlmanni í umdæminu. Þar fundust um 50 lítrar af gambra, sex 25 kílóa sykurpokar, svo og tæki til eimingar og kolasía. Maðurinn, sem er nær þrítugu, viðurkenndi bruggunina. Ung- lingarnir þrír dvelja ekki lengur á heilbrigðisstofnuninni. Málið er í rannsókn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.