Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 04.10.2012, Qupperneq 13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. október 2012 13 Samhliða Lundakvöldi Kiw-anisklúbbsins Keilis var ákveð- ið að árlega yrði veittur gripur til einstaklings sem að mati nefndar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins, bæjarbúa og/eða bæjarfélagsins Reykjanesbæjar. Verðlaunagripurinn er uppstopp- aður Lundi á steini ásamt verð- launaplötu og skjali. Nefndinni bárust fjölmargar tillögur um ein- staklinga sem allir voru vel að því komnir að fá þessi verðlaun í ár. Nefndin er sammála að Lundann 2012 hljóti Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Þórarinn er fæddur 1971 og uppal- inn í Innri-Njarðvík. Eftir grunn- skólanám fór hann til sjós sem hann stundaði til 28 ára aldurs. Frá sjónum lá leiðin um loftin blá en hann hóf flugnám og útskrifaðist sem flugmaður árið 2002. Þórarinn hóf störf hjá Gæslunni sem flug- maður árið 2004. Eitt af fjölmörgum verkefnum þyrluflugmanna hjá Gæslunni er leit að fólki og sjúkraflug, en Þórar- inn hefur það sem af er ári farið í 30 sjúkraflug. Fyrir stuttu stjórnaði Þórarinn björgunarflugi á Jökulsá á Lóni er þyrlan bjargaði átta hestamönnum sem voru hætt komnir á skeri í ánni. Því miður lést einn mannanna. Að sögn Þórarins var veður ákaflega slæmt, vindur yfir 25 metrar og búið var að gera nokkrar tilraunir að ná til mannanna án árangurs, en það tókst í þriðju tilraun. Hann segir að þessi björgun hafi verið með þeirri erfiðustu sem hann hefur lent í og tók mjög á áhöfnina. Ofvirkur áhættufíkill Saga Lundans n Lundinn var fyrst afhentur árið 2002 og þá hlutu hann þeir Vil- hjálmur Þorleifsson og Óskar Ívarsson starfsmenn áhaldahúss Reykjanesbæjar sem höfðu unnið í áratugi við að fegra bæinn. n Árið 2003 hlaut Lundann Ólafur Oddur Jónsson heitinn, sóknarprestur í Keflavíkursókn sem í mörg ár hélt uppi umræðum og fræðslu gegn sjálfsvígum. n Tómas Knútsson hlaut Lundann árið 2004, en Tómas setti á fót Bláa herinn sem hefur unnið ötullega við að hreinsa strand- lengjuna og þá hefur hann stjór- nað Sportköfunarskóla Íslands. n Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík og bæjarfulltrúi hlaut Lundann fyrir árið 2005. Steinþór hefur látið margt gott af sér leiða og unnið óeigingjarnt starf fyrir bæjarfélagið. Steinþór var upphafsmaður að lýsingu Bergsins og síðan hátíðinni Ljósanótt sem fylgdi í kjölfarið. n Nefndin var sammála um að Lundann 2006 skyldi hljóta Sigfús B. Ingvason prestur í Keflavík. n Nefndin var sammála um að Lundann 2007 skyldi hljóta Erlingur Jónsson. Erlingur hefur látið til sín taka á árinu í forvarnarstarfi í Reykjanesbæ og hefur ritað ófáar greinar um skaðsemi eiturlyfja. n Nefndin var sammála að Lundann árið 2008 skyldi hljóta, Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður í Björginni – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja. n Nefndin var sammála að Lundann árið 2009 skyldi hljóta Karen J. Sturlaugs- son aðstoðarskólastjóri Tón- listarskóla Reykjanesbæjar. n Nefndin var sammála að Lundann 2010 skyldu hljóta Hall- dór Halldórsson og Haraldur Haraldsson úr rústabjörgunar- sveit Landsbjargar og félagar í Björgunarsveit Suðurnesja. n Nefndin var sammála að Lund- ann 2011 skyldi hljóta Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er eitt af óskabörnum Suðurnesjamanna sem varð til við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Þórarinn Ingi fékk Lundann J Þórarinn Ingi Ingason tók við Lundanum frá Birni Kristinssyni Kiwanismanni í síðustu viku. J Þórarinn Ingi Ingason flug- stjóri hjá Landhelgisgæslunni um borð í þyrlunni TF-GNA. FÓLKVIÐTALIÐ árum eldri en allir aðrir þegar ég er á æfingum í fótboltanum og körfunni. Ég bara fatta það ekki, ég er bara ég og ég er ekkert að hugsa um aldur. Sennilega hefur það í för með sér að maður getur haldið lengur áfram. Maður er ekkert gamall, það er bara í hausnum á manni,“ segir Gunnar og hann er hvergi nærri hættur. „Ég var nú búinn að lofa því að hætta þegar ég yrði 65 ára. Ég sagði síðan við strákana sem eru með mér í „old boys“ að ég væri bara orðinn svo góður og hraður eftir aðgerðina að ég yrði bara að halda áfram,“ segir hann að lokum og skellir upp úr. n Kiwanisklúbburinn Keilir í Reykjanesbæ: Læknarnir sögðu að ef ég væri ekki við svona góða heilsu þá væri ég löngu dauður. J Þríþrautin er Gunnari hugfangin en hún á hug hans allan um þessar mundir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.