Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. október 2012 23 einn erlendan leikmann inni á vellinum í einu í vetur. Keflavík kvenna: Komnar: Bryndís Guðmunds- dóttir (KR), Jessica Jenkins (USA), María Ben Jónsdóttir (Byrjuð aftur), Ingunn Embla Kristínardóttir (Danmörk). Farnar: Ingibjörg Jakobsdóttir (Danmörk), Helga Rut Hallgríms- dóttir (Grindavík), Lovísa Falsdóttir (USA), Jaleesa Butler (Puerto Rico), Eboni Mangum (Urugay), Marín Rós Karlsdóttir (Hætt). Lárus Magnússon er aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga: Tökum ekki mark á þessum spám „Þetta er kannski eðlileg spá miðað við þær miklu breytingar sem hafa orðið á kvennadeildinni. Við þurfum samt bara að horfa á spár síðustu ára en þá var okkur spáð 5. og 6. sæti, við urðum Íslandsmeistarar í fyrra og í 2. sæti þar áður. Þannig að við tökum ekk- ert mark á þessu og stefnum ótrauð áfram að okkar markmiðum.“ Lárus og Lele Hardy taka við liði tvö- faldra meistara sem hefur orðið fyrir miklu mannfalli en Lárus telur ekki vera neina sérstaka pressu á liðinu. „Pressan á okkur er ekkert meiri en á öðrum þjálfurum deildarinnar. Ég held að okkar fólk geri sér grein fyrir því að við erum með mikið breytt lið, en við eigum haug af ungum stelpum sem við erum hvergi bangin við að nota.“ Lárus hrósar Lele í hástert og segir mikinn feng fyrir Njarðvík að halda henni. „Hún er ekki bara frábær leikmaður heldur er hún gríðarlegur karakter sem smitar út frá sér.“ Varðandi mark- mið liðsins þá segir Lárus að þau séu að komast inn í úrslitakeppni. Njarðvík kvenna: Komnar: Heiða B. Valdimarsdóttir (Grindavík), Karolina Chudzik (Yngri flokkar), Guðlaug Björt Júlíusdóttir (Yngri flokkar), Guð- björg Ósk Einarsdóttir (Yngri flokkar), Eygló Alexandersdóttir (Yngri flokkar). Farnar: Helga Rut Hallgrímsdóttir (Grindavík), Petrúnella Skúladóttir (Grindavík), Ólöf Helga Pálsdóttir (Grindavík). Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga: Njarðvíkingar vilja gera betur en í fyrra Einar Árni Jóhanns- son þjálfari Njarð- víkinga er með ungt lið í höndunum en miðherjinn reyndi Friðrik Erlendur Stefánsson hefur þó tekið skóna frægu af hillunni og hyggst leika með liðinu í vetur. „Friðrik mun klárlega hjálpa okkur í baráttunni en það hefur verið ágætis gangur á honum eftir árs dvala,“ segir Einar sem vill gera betur en í fyrra, þegar Njarðvíkingar náðu 8. sætinu. „Við horfum þannig inn í haustið að við ætlum okkur að gera betur en í fyrra en við reiknuðum svo sem með því að vera á þessum slóðum í spánni.“ Einar á von á jafnri deild í vetur og finnst persónulega mjög erfitt að spá fyrir um útkomuna. „Ég sé ekki fyrir mér að það verði margir gefins leikir í vetur.“ Einar býst við að Njarðvíkingar verði sterkari í teignum með komu Friðriks en erlendir leikmenn Njarðvíkinga koma einnig með vigt í teiginn. Einar vonast jafnframt eftir því að liðið bæti sig varnarlega. „Þessir ungu leikmenn eru komnir með aukna reynslu og við ætlumst til þess að þeir bæti við sig snúningi og stígi frekar upp. Okkur finnst rök- rétt að taka skref fram á við í vetur, ef það tekst þá erum við ánægðir.“ Njarðvík karla: Komnir: Ágúst Orrason (Breiða- blik), Kristján Rúnar Sigurðsson (Augnablik), Magnús Már Trausta- son (Yngri flokkar), Brynjar Þór Guðnason (Yngri flokkar), Marcus Van (Írland), Jeron Belin (Malta), Friðrik Erlendur Stefánsson (Byrj- aður aftur). Farnir: Rúnar Ingi Erlingsson (Valur), Sigurður Dagur Sturluson (Stjarnan), Styrmir Gauti Fjeldsted (Hættur), Jens Valgeir Óskars- son (Grindavík), Páll Kristinsson (Hættur), Travis Holmes (Ísrael), Cameron Echols (USA). Bragi Magnússon þjálfari kvennaliðs Grindavíkur: Verður áhuga- vert tímabil „Það hefði mátt ganga aðeins betur á undirbúnings- tímabilinu,“ sagði Bragi Magnússon nýráðinn þjálfari kvennaliðs Grind- víkinga í samtali við vefsíðuna Karfan.is. „Ég hef ekki haft eins mikinn tíma með liðið eins og ég almennt myndi vilja og því mun undirbúningstímabilið ná aðeins inn í mót hjá okkur. Tímabilið leggst vel í Braga og telur hann að veturinn komi til með að verða skemmtilegur. „Öll liðin í deildinni standa frammi fyrir öðru- vísi ákvörðunum og vandamálum en í fyrra og breyttar reglur þýða að þetta er ekki bara tækifæri fyrir leik- menn heldur líka fyrir liðin að upp- skera eins og þau hafa sáð síðustu ár í yngri flokkum. Ég tel að komandi tímabil verði mjög áhugavert.“ Grindavík kvenna: Komnar: Harpa Rakel Hallgríms- dóttir (Keflavík), Helga Rut Hall- grímsdóttir (Njarðvík), Petrúnella Skúladóttir (Njarðvík), Ólöf Helga Pálsdóttir (Njarðvík). Farnar: Heiða B. Valdimarsdóttir (Njarðvík), Lilja Ósk Sigmarsdóttir (Valur), Sandra Ýr Grétarsdóttir (Hætt). SPORTIÐ Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í lyfturum, allt frá vöruhúsatækjum til stærri dísel- og rafmagnslyftara. Vertu í sambandi við sölumenn Kraftvéla og fáðu tilboð í tæki sem hentar þínum rekstri. D a l v e g i 6 - 8 • 2 0 1 K ó p a v o g u r • 5 3 5 3 5 0 0 • w w w. k r a f t v e l a r. i s Sverrir Þór Sverrisson þjálfari karlaliðs Grindvíkinga: Ætla í baráttu um titla „Þetta er nýtt verk- efni og skemmtilegt. Ég er bara spenntur yfir því að mótið sé að fara af stað. Við erum vel undir- búnir og erum klárir í hörkumót,“ segir Sverrir sem yfirgaf Íslands- meistara Njarðvíkur í kvennaflokki til þess að taka að sér starfið hjá Íslandsmeisturum karla. „Ég vinn eftir minni línu en það verða kannski einhverjar áherslu- breytingar, en við erum að slípast saman. Það tekur þó tíma en von- andi verður þetta að smella þegar tímabilið fer í gang,“ segir Sverrir sem býst við að deildarkeppnin verði spennandi og hann telur að deildin verði skemmtileg í ár. Grindvíkingar ætla sér að vera í toppbaráttu en þeir eiga titil að verja frá því í vor. „Við teljum okkur vera með lið til þess að keppa um titla og það ætlum við að sjálfsögðu að gera,“ segir Sverrir. Komnir: Jens Valgeir Óskarsson (Njarðvík), Egill Birgisson (Njarð- vík), Jón Ágúst Eyjólfsson (Valur), David Ingi Bustion (Geneva), Sammy Zeglinski (USA), Aaron Brussard (USA). Farnir: Páll Axel Vilbergsson (Skallagrímur), Þorsteinn Finn- bogason (Haukar), Giordan Watson (Finnland), J´Nathan Bullock (Finn- land), Ryan Pettinella (USA). Sigurður Ingimundarson þjálfari karlaliðs Keflavíkur: Sigurður með bæði lið Keflvíkinga Sigurður Ingi- mundarson stýrir bæði karla- og kvennaliðum Keflvíkinga þetta árið. Ekki hefur hann verið við stjórn beggja liða í einu áður en hann segir verk- efnið vissulega krefjandi. „Það fer mikill tími í þetta en það er ekkert vandamál ef maður skipuleggur sig. Þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Sigurður. En er spáin marktæk að hans mati? „Fólki finnst þetta skemmtilegt en þegar mótið byrjar þá eru menn svo sem ekkert að pæla mikið í þessu.“ Sigurður telur að undirbúningstímabilið hafi verið frekar sérstakt þar sem leikmenn hafi verið að koma seint inn og karlalið Keflvíkinga ekki enn full- skipað því enn er einn erlendur leikmaður ókominn til landsins. Keflavík karla: Komnir: Kevin Glitner (USA), Darrel Lewis (Grikkland), Michael Craion (USA), Snorri Hrafnkelsson (Breiðablik), Aron Ingi Albertsson (Yngri flokkar), Aron Freyr Krist- jánsson (Yngri flokkar) Hilmir Gauti Guðjónsson (Yngri flokkar). Farnir: Jarryd Cole (Frakkland), Charles Parker (USA), Halldór Hall- dórsson (Hættur), Arnar Freyr Jóns- son (Danmörk), Guðmundur Gunn- arsson (Hættur), Gunnar Stefánsson (Hættur). Spáin kom Sigurði á óvart Keflavíkurstúlkum er spáð efsta sæti deildarinnar en það kom Sigurði þjálfara nokkuð á óvart. „Það kom töluvert á óvart þar sem það eru meira og minna bara stelpur í stúlknaflokki að spila, en þær eru góðar þannig að kannski er þetta bara málið,“ sagði Sigurður en Pálína Gunnlaugsdóttir sér Keflvíkinga í toppbaráttu og segir hún það sannarlega markmið liðsins. „Við höfum stefnt á alla titla sem í boði eru hingað til, þannig hefur það verið síðan ég man eftir mér,“ segir Pálína. Þrátt fyrir að nokkrar ungar stelpur hafi komið sterkar til leiks í fyrra hjá Keflavík þá telur Pálína að fleiri séu tilbúnar að stíga fram og kveðst hún afar spennt fyrir því að sjá hvað búi í þessum ungu leikmönnum. Hún telur að ungir íslenskir leik- menn og íslenska deildin eigi eftir að njóta góðs af nýjum reglum þess eðlis að einungis megi hafa KaRFaN aF sTað Körfuboltavertíðin hófst formlega í gær þegar Dominos-deild kvenna fór af stað með heilli umferð. Ekki lágu úrslit fyrir þegar blaðið fór í prentun en öll Suðurnesjaliðin léku á útivelli í gær. Íslands- og bikar- meistarar Njarðvíkur heimsóttu Fjölnisstúlkur, Keflvíkingar léku gegn Haukum í Hafnarfirði og nýliðar Grindvíkinga hófu leik gegn KR-ingum. Kunngerðar voru spár sérfræðinga í vikunni en þar var Keflvíkingum spáð efsta sæti deildarinnar. Njarðvíkingum var spáð 5.-6. sæti og Grind- víkingum 7. og næst síðasta sæti. Dominos-deild karla hefst nk. sunnudag en Suðurnesjaliðin hefja leik mánu- daginn 8. október. Stórleikur umferðarinnar fer fram við Sunnubraut en þá taka bikarmeistarar Keflvíkinga á móti Íslandsmeisturunum úr Grindavík. Njarðvíkingar fara á erfiðan útivöll og mæta Þórsurum í Þorlákshöfn. Í spám sérfræðinga komu Suðurnesjaliðin ágætlega út en þau eiga samkvæmt henni öll sæti í úrslitakeppni. Grindvíkingum er spáð 3. sætinu. Keflvíkingar munu lenda í 6. sæti samkvæmt spánni og grannar þeirra í Njarðvík verma 8. sætið. Hér að neðan eru stutt viðtöl við þjálfara og leikmenn Suðurnesjaliðanna en einnig er farið yfir mannabreytingar á liðunum. Sjáið einnig videoviðtöl á vf.is J Magnús Gunnarsson, Þorleifur Ólafsson, Kristján Rúnar Sigurðsson, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.