Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 24
Heiðursborgari heiðraður á tímamótum Laugardaginn 6. október nk. mun Grindavíkurbær halda samkomu til heiðurs Guðbergi Bergssyni rithöfundi og heið- ursborgara Grinda- víkur sem fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir. Undirrituð verður viljayfirlýsing á milli Grindavíkurbæjar og Guð- bergs um opnun Guðbergsstofu, sem verður sýning um líf og feril höfundarins. Guðbergsstofa verður staðsett í Kvikunni, auð- linda- og menningarhúsi Grinda- víkur, og er fyrirhuguð opnun í mars 2013 í tengslum við menn- ingarviku Grindvíkinga. Jafn- framt verður verkum Guðbergs gerð góð skil í nýju bókasafni Grindavíkurbæjar sem opnar í ársbyrjun 2014. Á laugardaginn mun Guðbergur lesa upp óútgefna stuttsögu og jafn- framt mun Hinrik Bergsson, bróðir Guðbergs, segja frá uppvaxtarárum þeirra bræðra í Grindavík. Dagskráin hefst klukkan 14:00 í Kvikunni, auðlinda- og menningar- húsi Grindavíkur að Hafnargötu 12a í Grindavík. Allir hjartanlega velkomnir. vf.is Fimmtudagurinn 4. október 2012 • 39. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting Meira í leiðinni GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI OG FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA WWW.DEKK.IS Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT SÍMI 440 1372 VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS Maður Með MönnuM Hann var karrýgulur og bogadreginn. Hafði safnað fyrir honum undanfarin sumur, ýmist í vinnu hjá Jóa Gauk í saltfiski og skreið eða á golfvellinum í Leiru, undir styrkri stjórn Harðar rakara. Lagði aurana samvisku- samlega inn í Sparisjóðinn hjá Palla, Gústu og Tomma að beiðni foreldranna. Fékk augastað á gripnum nokkrum mánuðum fyrir bílprófið. Maggi Þorgeirs bauð mér hann á kostakjörum. Ekki hægt annað en að ganga að kaupunum. Það var fiðringur í maganum að kaupa fyrsta bílinn. Ítalskur Fiat 127. Draumabílinn minn. Engu síðri en ferkant- aða Ladan, sem var vinsæl hjá öðrum. Það var erfitt að vera desemberbarn þegar kom að þessum áfanga í lífinu. Þar að auki í miðjum prófum. Stærðfræðipróf hjá Gísla Sigurkarls og bílpróf á sama degi reyndi á þolrifin. Manni kallinn hafði blessunarlega kennt mér vel í umferðinni. Stimplaði mig inn með stæl. Það var yndislegt að aka niður Hafnargötuna. Leið eins og kóngi í ríki mínu. Hafði reyndar stolist einu sinni til þess að taka í hann áður en ég fékk prófið. Bara stuttan rúnt á milli húsa til þess að fá til- finninguna fyrir honum. Kúplingin og gírarnir eins og hugur manns. Rúðuþurrkurnar flunkunýjar og útvarpið náði Kananum. Pústið svo gott sem nýtt og ekki riðbóla sjáanleg. Stífbónaður og strokinn, nánast eins og Eyfi pjakkur hefði komist í hann. Tryggður í bak og fyrir hjá Gulla í Brunabót. „Svona gullmoli verður að fara í kaskó, annað ekki í stöðunni,“ sagði hann ábyggilegur og brúnaþungur á svipinn. Ég leit út um gluggann á skrifstofunni og var hjartanlega sammála honum. Jón í Eftirlitinu skoðaði hann líka gaumgæfilega. Taldi að ég hefði fengið úrvalsbíl. „Þú færð hvítan miða í rúðuna, drengurinn minn. Kíktu samt til hans Bjarna á Aðalstöðinni, sjáðu hvort hann eigi ekki betri skó undir hann.“ Ég ók varfærnislega áleiðis í slyddu og krapa. Framhjóladrifið virkaði vel við svona aðstæður. „Áttu þrettán tommu vetrardekk undir hann?“ spurði ég borubrattur en auralítill. „Mega alveg vera lítið notuð, ef þú átt.“ Í húsinu gegnt okkur sátu leigubílstjórarnir á Stöðinni og spiluðu á spil. Ekkert að gera. Lilli tengdó leit upp frá spilaborðinu og sá skólapiltinn harka á dekkjaverkstæðinu. „Láttu hann hafa ný dekk, ég hjálpa honum með mismuninn.“ Þetta var allt annað. Virkaði aðeins hærri og nú kæmist ég allt. Ég var orðinn maður með mönnum. Skrúfaði niður hliðarrúðuna og teygði olnbogann út í hríðina. Vildi pen- ingana strax Lögreglan á Suðurnesjum var fyrir síðustu helgi kvödd á veitingastað í umdæminu, þar sem maður var sagður láta ófriðlega. Þegar lögreglumenn komu á vett- vang var þar fyrir erlendur ferða- maður, ekki sáttur. Hann hafði smellt sér í spilakassa á staðnum og unnið 65 þúsund krónur. Þar sem vinningar hærri en 50 þúsund krónur eru ekki greiddir út á viðkomandi spilastað heldur hjá Happdrætti Háskóla Íslands fékk maðurinn aðeins vinnings- kvittun í hendur. Með það fyrir- komulag var hann afar óánægður og vildi peningana strax. Lögregla tjáði honum að hann fengi vinn- inginn greiddan næsta dag, svo sem reglur HHÍ mæla fyrir um. Við það róaðist hann og hélt sína leið. FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA Í SÍMA 898 2222 vaktsími allan sÓlarHringinn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.