Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR10 SAMFÉLAGIÐ n Framkvæmdum fyrir 122 milljónir króna að ljúka við Grindavíkurhöfn: J Sigríður er mikil hundakona. - SiGríður AðAlSteinSdóttir er nýr verkefnastjóri hjá Virkjun mannauðs á reykjanesi: Sigríður er um þessar mundir að ljúka námi í stjórnun og stefnu- mótun við Háskóla Íslands og sótti um starf verkefnastjóra þegar það var auglýst í sumar. Sigríður er menntuð í tónlist og uppeldis- og kennslufræðum. Meistaraverkefni hennar frá viðskiptafræðideild HÍ er rannsóknarverkefni og fjallar um meðvirkni innan skipulags- heilda. Sigríður er fædd og uppal- in í Reykjavík og í Borgarfirði. Hún þekkir vel til á Suðurnesjum en hún bjó í Keflavík frá 1988 til 2002. Lauk stúdentsprófi af félags- fræðibraut Fjölbrautaskóla Suður- nesja og eignaðist hér tvö af þremur börnum sem öll gengu hér í leik- og grunnskóla. Á námsárunum í Fjöl- brautaskólanum starfaði Sigríður við afgreiðslustörf, fiskvinnslu, hótelstörf í Reykjavík, í Vogum og í Keflavík. Áður hafði hún starfað við tamningar og reiðkennslu í Austur- ríki, við almenn sveitastörf, fram- leiðslustörf, verksmiðjustörf o.fl. Fjölbreytt starf Virkjunar Dagskrá Virkjunar verður eftir sem áður fjölbreytt og sniðin að þörfum og óskum fólksins sem hana sækir. Starfið byrjar rólega en verður komið á fulla skrið á næstu vikum. Að mati Sigríðar er mikil þörf á virkniúrræðum fyrir þá sem eiga við atvinnuleysi að stríða, eru óvinnufærir eða þurfa af einhverj- um ástæðum að virkja sig til at- hafna og koma sér út úr vítahring aðgerðarleysis. Enginn velur sér slíkar aðstæður en því miður getum við lent í sálarlegu svartnætti þegar erfiðleikar steðja að. Afleiðingarnar eru þá oft vonleysi og depurð sem leitt geti til einangrunar. Hlutverk Að koma sér út úr víta- hring aðgerðarleysis Sigríður Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefna- stjóri til Virkjunar mannauðs á Reykjanesi og mun hún veita Virkjun forstöðu. Hún tekur við starfinu af Gunnari Halldóri Gunnarssyni sem hefur haldið til starfa á nýjum en þó ekki ótengdum vettvangi. Virkjunar sem virknimiðstöðvar er að laða að sér alla sem eru í hættu að lenda í þeirri gryfju. Þátttaka í starfsemi Virkjunar getur hjálpað. Jafnvel bara að skreppa og fá sér kaffibolla og kíkja í blöð eða sitja með prjónakonunum og spjalla, smella sér í billiard, hitta strákana á smíðaverkstæðinu, taka smá snún- ing í skrautskrift eða í föndri, læra að sníða eða eiga stund í skemmti- legum tölvutíma getur hjálpað og lyft upp andanum. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en ef ekki þá er ekkert annað en að smella hugmyndum á borð verk- efnastjórans. Sjálfboðaliðar sem gefa af sér Öflugur föndurhópur er kominn í gang og verður starfinu þar, sem og í öðrum hópum stýrt af sjálf- boðaliðum sem gefa af sér reynslu og þekkingu á handverki. Fyrir þá sem farnir eru að brjóta heilann yfir jólunum og hafa áhyggjur af jólagjöfum getur föndurstarfið í Virkjun verið góð lausn. Á smíða- verkstæði Virkjunar er starfsemin einnig að fara í gang. Verkstæðið er opið á þriðjudögum og föstudögum í haust fyrir þá sem vilja virkja sig í smíðaföndri. Sníðanámskeið fyrir byrjendur hófst þann 24. september og námskeið í fatabreytingum og viðgerðum hófst þann 26. septem- ber. Kominn er upp sproti að bóka- kaffi sem mun þróast áfram næstu vikurnar. Sigríður hvetur þá sem luma á bókum sem þeir vilja losna við að koma með þær í Virkjun þar sem þeirra verður notið áfram. Verið er að skipuleggja nýtt barna- horn og eru þeir foreldrar sem vilja koma til að taka þátt í starfi Virkj- unar hvattir til að taka þátt í því ef þeir hafa áhuga. Í göngu með hundinn Það er von Sigríðar að það spretti aftur upp gönguhópar og hún hvetur þá sem vilja mynda göngu- hjóla eða aðra hreyfingarhópa til að koma með hugmyndir að markvissu starfi í Virkjun. Einnig þá sem hafa áhuga á heilsusamlegri og ódýrri eldamennsku. Sjálf vonast Sigríður, sem er mikil hundakona, til að þeir sem eiga hunda hafi áhuga á því að hittast reglulega í Virkjun til að fara í göngu með besta vininn einu sinni til tvisvar í viku. Kíkið við í kaffi Sigríður hvetur alla sem hafa áhuga á því að kynna sér starf Virkj- unar að kíkja við í kaffi á virkum dögum á milli 8:00 og 16:00 nema á föstudögum 8:00-14:00. Dagskrá vikunnar liggur þar frammi, allir eru velkomnir og fólk er hvatt til að nýta sér eigið hugmyndaflug að verkefnum sem getur aukið við flóru námskeiða og hópa í Virkjun. Verkefnastjórinn er alltaf opinn fyrir hugmyndum. Meginmark- miðið er að hugmyndirnar virkji sköpun og fræðslu, séu sjálfbærar og laði að sér fólk. Virkjun er með aðsetur í bygg- ingu 740 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Heimasíða Virkjunar er komin í loftið: www.virkjun.net. Starfið í Virkjun er háð fjárframlögum opinberra aðila og einkaaðila og er þeim þakkað af heilum hug. Bráðlega verður farið af stað með fjár- og efnisöflun fyrir starfsárið 2013. Sigríður vonast til að Virkjun muni eftir sem áður njóta velvildar allra þeirra sem stutt hafa við bakið á Virkjun og þeim sem nýta sér það sem hún hefur upp á að bjóða. N Mikil þörf á virkniúrræðum fyrir þá sem eiga við atvinnu- leysi að stríða. Fré ttir Í sumar hefur Hagtak hf. unnið við dýpkun og breikkun innri rennu í innsiglingunni í Grinda- víkurhöfn. Að sögn Sigurðar A. Kristmundssonar hafnarstjóra hefur dýpkunin gengið sam- kvæmt áætlun og er áætlað að framkvæmdunum og frágangi ljúki á næstunni. Skip verða sífellt stærri og til þess að missa þau ekki frá bænum er þessi dýpkun nauðsynleg. Vefur Grindavíkur- bæjar greinir frá þessu. Þrír aðilar buðu í verkið og átti Hagtak lægsta tilboðið eða 122 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var upp á 132 milljónir. Björgun bauð 198 milljónir og Ístak 154. Dýpka átti í 7,5 metra dýpi og breikka innsiglinguna. Ákveðið var í samráði við verktaka að dýpka í 7 metra í stað 7,5 metra. Við það sparaðist um 1.800m3 sem verða grafnir upp innan hafnar í staðinn, á svokölluðu snúningssvæði. Botn hafnarinnar er á klöpp að mestum hluta og var ekki unnt að grafa upp efnið sem fjarlægja þarf án þess að sundra því fyrst. Til þess voru notaðar kerfisbundnar sprengingar og notað um eitt tonn í hverja sprengingu. Þessar spreng- ingar geta verið óþægilegar fyrir bæjarbúa en þær gengu vel og ekki hafa borist kvartanir vegna þeirra. „Hafnarvigtin er næst sprengi- svæðinu og við urðum lítið varir við sprengingarnar, það hreyfist ekkert á borðum hjá okkur og ég hef ekki haft fregnir af skemmdum ," sagði Sigurður jafnframt. Eftir þessar dýpkunarframkvæmdir verður höfnin enn öruggari en áður. „Við erum jafnframt að undirbúa að ramma betur inn þau svæði sem skipin geta siglt um innan hafnar- innar, með baujum og öðrum merkingum í því skyni að auka öryggið enn frekar," sagði Sigurður að lokum. Dýpkun gekk vel í Grindavík Jarðboranir bora tvær til þrjár holur á Reykjanesi Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku hf., og Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Jarðborana, undirrituðu í síðustu viku samning um borun á tveimur holum á Reykjanesi með möguleika á borun þeirrar þriðju, ásamt viðgerð á einni holu. Samningurinn var gerður að undan- genginni verðkönnun á verkefninu hjá Jarðborunum hf. og Borfélagi Íslands en tilboð beggja aðila voru mjög hagstæð fyrir HS Orku hf. Borun á þessum holum er til að tryggja núverandi rekstur orkuvers- ins með nauðsynlegu varaafli og um leið til að leggja drög að orkuöflun fyrir stækkun orkuversins. Jarðboranir munu flytja til lands- ins frá Danmörku Bentec bor sinn sem er stærsti bor sem hér hefur borað með 350 tonna lyftigetu. Borinn er að því leyti sérstakur að hann verður knúinn með raforku frá orkuverinu í stað hefðbund- inna díselvéla. Borinn mun koma til landsins eftir u.þ.b. mánuð en reiknað er með að borverkið hefj- ist um miðjan nóvember, segir á heimasíðu HS Orku. Tvímenntu á rafmagnsvespu Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í síðustu viku tvo unga pilta sem tvímenntu á raf- magnsvespu. Þeir sögðust ekki hafa vitað að bannað væri að vera með farþega á slíku farar- tæki. Ætlaði annar þeirra fót- gangandi heim, en hinn að aka hjólinu. Haft var samband við foreldra drengjanna og þeim sagt frá atvikinu. Nokkuð hefur verið um að af- skipti hafi verið höfð af ung- lingum að undanförnu, sem hafa verið að reiða félaga sína á raf- magnsvespum. Lögregla hvetur forráðamenn barna og unglinga að brýna fyrir þeim að slíkt sé óheimilt. Auk þess skal öryggis- búnaður vera í lagi. Viðtal

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.