Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. október 2012 19 Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is Gerðu góð kaup á notuðum bíl frá Bílabúð Benna Chevrolet Captiva Leður/Lúga Skráningardagur 6/2009 Sjálfskiptur. Ekinn 121.000 km Verð 3.690.000- Chevrolet Spark LS Skráningardagur 4/2012 Beinskiptur, ekinn 29.000 km Verð 1.690.000- Chevrolet Lacetti Skráningardagur 1/2011 Beinskiptur, ekinn 52.000 km Tilboð 1.550.000- Chevrolet Aveo LS Skráningardagur 5/2011 Beinskiptur, ekinn 62.000 km Tilboð 1.250.000- Chevrolet Aveo LS Skráningardagur 6/2011 Beinskiptur, ekinn 52.000 km Tilboð 1.250.000- VW Golf Trendline Skráningardagur 5/2008 Beinskiptur, ekinn 102.000 km Verð 1.590.000- Möguleiki á allt að 90% láni Subaru Legacy Skráningardagur 9/2008 Sjálfskiptur, ekinn 39.000 km Verð 2.790.000- Möguleiki á allt að 90% láni Hvernig er heilsufar þitt? Það getur verið gott að staldra reglu- lega við og spyrja sig að því hvort maður sé við góða heilsu l í k am l ega og andlega og hvað m a ð u r g e tu r g e r t t i l þ e s s að bæta heilsu sína. Hvernig er t.d. orkan mín yfir daginn? Sef ég vel? Er ég með góða og reglulega meltingu? Gríp ég gjarnan umgang- spestir? Er ég í kjörþyngd? Kannski er kominn tími til að láta yfirfara heilsufar mitt og láta mæla m.a. blóðþrýsting, kólesteról og blóð- sykur, o.s.frv. Er hugsanlega eitt- hvað sem ég er að gera daglega sem hefur áhrif á líðan mína sem ég get breytt til hins betra? Heilsu- og forvarnarvikan er frábært verkefni sem ætti að vera hvatning fyrir okkur öll til þess að setja okkur mark- mið varðandi heilsu okkar og taka skref sem stuðla að bættri heilsu. Það gæti t.d. verið að ákveða að hreyfa sig 3svar sinnum í viku, prófa jógatíma eða hugleiðslu, fara fyrr að sofa, auka neyslu á ávöxtum og grænmeti, drekka meira vatn og margt fleira. Það er markvissara og sniðugt að gera vikuáætlun með gátlista yfir þau atriði sem þú vilt koma inn í daglegu rútínuna þína. Með því að til- einka okkur heilbrigðari venjur skref fyrir skref náum við að koma inn jávæðum lífs- venjum sem gefa okkur meiri vellíðan, hreysti og aukin lífsgæði. Settu heilsuna í forgang! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Ásdís grasalæknir skrifar heIlsUhoRnIð TÍMAMÓT uðum í gagnfræðaskólanum fyrir 60 árum, þá var Myllubakkaskóli barnaskólinn í Keflavík,“ segir Hreinn. Hann var nemandi við skólann í tvo vetur og tók svokallað gagnfræðapróf við skólann. Hreinn rifjar það upp að þegar skólinn hóf starfsemi árið 1952 voru aðeins 99 nemendur skráðir við skólann. „Nú eru kennarar við skólann 70 talsins, þetta er því mikið breytt“ segir hann og skellir upp úr. Hreinn gegndi fyrstur starfi formanns nemendafélagsins og hann segir að félagsstarfið hafi verið þó nokkuð öflugt á þeim tíma og margir öfl- ugir komið að því. Nemendafélagið hafði m.a. veg og vanda að því að gefa út fyrsta skólablaðið en það kallaðist Stakkur. Hreinn kynntist konu sinni, Guð- rúnu Ástu Björnsdóttur í Holta- skóla og samband þeirra er næstum jafn gamalt skólanum sjálfum. „Við höfum verið saman í 59 ár og áttum 57 ára brúðkaupsafmæli í fyrra,“ en þau hjónin voru saman í bekk. Ingvar Guðmundsson starfaði við skólann í 35 ár og þaðan á hann góðar minningar. „Það var alveg sérstaklega gaman að vera hérna, mjög ánægjulegt,“ segir Ingvar. Hann hóf að starfa sem stunda- kennari við skólann þegar skóla- starf hófst og lauk störfum árið 1996 þegar hann var kominn á aldur eins og hann segir sjálfur. Hann hefur ekki heimsótt skólann aftur fyrr en nú og breytingarnar eru óneitanlega miklar bæði á hús- næði og starfsemi. „Það hefur bæst mikið við skólann. Þegar ég hætti var gamli gagnfræðaskólinn enn til og fyrstu bekkirnir voru ekki enn byrjaðir hér. Ingvar minnist upphafsáranna með hlýhug en hann var 34 ára þegar hann hóf að kenna við Holtaskóla, áður hafði hann kennt við litla Myllubakka- skóla. Hann var alla sína starfsævi við kennslu og það segir hann hafa verið ákaflega skemmtilegt starf alla tíð. Fré ttir Með kannabistól að tína sveppi Lögreglan á Suðurnesjum veitti athygli pilti sem var að tína sveppi á túninu framan við lögreglustöðina í Keflavík í vikunni sem leið. Þarna reynd- ist vera á ferðinni tæplega tví- tugur góðkunningi lögreglu. Hann viðurkenndi að vera í sveppaleiðangri. Aðspurður gaf hann lögreglumönnum leyfi til að kíkja í bakpoka sem hann hafði meðferðis. Þar fundust vog og áhald til kannabisreykinga, auk hluta sem grunur leikur á að hafi verið teknir ófrjálsri hendi. Féll úr fiskikari og tvíhandleggs- brotnaði Það óhapp varð í Grindavík, að maður féll úr fiskikari og tvíhandleggsbrotnaði. Verið var að vinna að uppsetn- ingu á flúorljósum í geymslu- húsnæði þegar óhappið varð. Við verkið var notaður lyftari og hafði fiskikari verið komið fyrir á bómu hans til að auðvelda uppsetningu ljósanna. Maðurinn, sem um ræðir, fór ofan í fiskikarið og var hífður upp í um fjögurra metra hæð. Heyrðist þá öðrum, sem stjórnaði lyftaranum, að einhver væri að banka, fór út úr tækinu, en rak sig um leið í stýripinna fyrir bómuna. Við það fóru spaðar lyftarans niður, sturtuðu fiskikarinu af og féll maðurinn í gólfið með karinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og þaðan á Landspítala. J Þessar skólasystur kíktu í kaffi. Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.