Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 22
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR22 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 4.-10. okt. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 5. október nk. Léttur föstudagur kl. 14:00: Reynir Sveinsson segir sögur af mannlífi á Suðurnesjum. Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Flott einbýli til leigu Einbýli Njarðvík til leigu í 6 mán- uði, fyrirframgreiðsla, lág leiga. Sími 898 2265, meðmæli óskast og gaumgæfulega kannaður vænt- anlegur leigjandi. Geymsla/Bílskúr til leigu Til leigu geymsla/bílskúr 30,5 fm í Innri-Njarðvík. Upplýsingar í síma 849-3796 eftir kl. 17 (Guðbjörn). ÓSKAST Óska eftir til leigu Óska eftir sveitabýli til leigu á Suðurnesjum. Uppl. í síma 461 1130. GÆLUDÝR Lubba er enn týnd! Lubba, 11 ára læða, hvarf frá Heiðargarði 11, Keflavík, 2. sept- ember. Þeir sem hafa orðið hennar varir, lífs eða liðinnar, vinsamleg- ast látið Ástu vita í síma 865-1493 eða 421-2616. Fundarlaun. ÞJÓNUSTA Vagnageymslur í vetur hjá Alex ferðaþjónustunni , k r. 7 5 0 0 , - l e ngd ar m e t e r i n n tímabilið. Uppl. alex@alex.is eða 421 2800 á skrifstofutíma. PARKETÞJÓNUSTA Parketslípun, lagnir, viðgerð- ir og almennt viðhald húsnæðis. Látið fagmenn vinna verkin! Parketþjónusta Árna Gunnars, s. 698 1559, arnigunnars@simnet.is Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Kortið prýðir vatnslitamynd eftir Stefán Jónsson Minningarsjóður Vilhjálms Ketilssonar Minningarkortin fást hjá Víkurfréttum, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ. Opið alla virka daga kl. 09-17 UNG Umsjón: Páll Orri PálssOn POP@vf.is Myndi hlaupa maraþon nakinn Kristján Örn Rúnars-son er 10. bekkingur í Njarðvíkurskóla. Hann æfir körfubolta og draumur hans er að spila í deild þeirra bestu, NBA deildinni í Bandaríkj- unum. Hann hefur gaman af íþróttum og náttúrufræði en danskan er ekki vinsæl hjá honum eins og hjá svo mörgum grunnskólanemum. Hvað gerirðu eftir skóla? Hitti vina mína eða fer í tölvuna. Síðan er yfir- leitt æfing um kvöldið. Hver eru áhugamál þín? Körfubolti og að vera með vinum mínum. Uppáhalds tónlistar- maður/hljómsveit? Earth, Wind and Fire fær þann heiður. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og nátt- úrufræði eru ágæt. En leiðinlegasta? Danskan er hundleiðinleg! Hver er uppáhalds maturinn þinn? Bara svona dæmigerður grill- matur, steikur og svoleiðis. En drykkur? Kók og appelsín, klárlega það besta. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Will Ferrell, hugsanlega fyndnasti maður í heimi. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Geta skotið köngulóarvef úr höndum mínum. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Það að spila í NBA deild- inni væri draumur. Hver er frægastur í símanum þínum? Ekki gott að segja. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Úff, ætli ég verði ekki að segja Páll Óskar. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Hlaupa maraþon, nakinn. SPORTIÐ Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur, heyrn@heyrn.is Tímapantanir - 534 9600 Ellisif Katrín Björnsdóttir Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf Nánari upplýsingar www.heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Kæru Suðurnesjamenn Verið velkomin Verðum á Nesvöllum í Reykjanesbæ föstudaginn 12. október Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG var haldið með pompi og pragt á laugardagskvöld í íþróttahúsinu sem búið var að breyta í fínasta skemmtistað. Hápunktur kvöldsins var valið á leikmönnum ársins sem að þessu sinni kom í hlut Markos Valdi- mars Stefánssonar og Þórkötlu Albertsdóttur. Alex Freyr Hilmarsson og Rebekka Þórisdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir, Daníel Leó Grétars- son besti leikmaður 2. flokks og Nemanja Latimovic sýndi mestu framfarirnar í 2. flokki. Kristín Pálsdóttir stýrði lokahófinu af sinni alkunnu snilld og brá sér í ýmis hlutverk. Sigurður Ingvason smiður og lífskúnstner flutti ljóm- andi skemmtilegar frumsamdar vísur. Ingibjörg Guðmundsdóttir söngkona sem sló í gegn á sínum tíma með BG og Ingibjörgu steig fram á svið í fyrsta skipti í nokkur ár og tók þrjú lög við feikna undir- tektir. Síðan var stiginn dans fram á nótt með Helga Björns og Reið- mönnum vindanna. Jóhann Birnir Guðmundsson og Eydís Ösp Haraldsdóttir voru kjörnir bestu leikmenn árs- ins hjá knattspyrnudeild Kefla- víkur í meistaraflokkum félagsins í lokahófi félagsins sl. laugardag í félagsheimili Keflavíkur. Um 160 manns sóttu lokahófið og heppnaðist það mjög vel. Efnilegasti leikmaður Pepsi- deildarliðs karla var kjörinn Arnór Ingvi Traustason og hjá kvenna- liðinu var Kristrún Ýr Hólm efni- legust. Ýmsar viðurkenningar voru veittar. Guðmundur Steinarsson skoraði mark ársins gegn Fram en Guð- mundur og Jóhann Birnir skor- uðu flest mörk Keflavíkur í ár, sjö hvor. Jóhann fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Guð- mundur. Í meistaraflokki kvenna skoruðu Karitas S. Ingimarsdóttir og Fanney Þ. Kristinsdóttir báðar 3 mörk en Fanney lék færri leiki og fékk gullskóinn, Karitas silfurskóinn. Aðrar viðurkenningar: 2. flokkur karla Besti félaginn: Arnar Már Örlygsson Efnilegasti leikmaðurinn: Elías Már Ómarsson Besti leikmaður: Unnar Már Unnarsson Eldri drengir (Old boys) Besti leikmaður: Gunnar Oddsson Markakóngur: Margeir Vilhjálmsson Meistaraflokkur kvenna Besti félaginn: Karitas S. Ingimarsdóttir 2. flokkur kvenna Besti félaginn: Telma Rún Rúnarsdóttir Efnilegasti leikmaðurinn: Hulda Matthíasdóttir Besti leikmaður: Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir Keflavík hefur á hverju ári afhent fjölmiðlagyðjuna, þeim aðila sem hefur þótt standa sig vel í umfjöllun um knattspyrnu. Núna fékk Guð- mann Kristþórsson gyðjuna en hann hefur staðið vaktina á vefsíðu Keflavíkur, keflavik.is og gert það afar vel. Marko og Þórkatla leikmenn ársins Jóhann Og EydíS lEIkmEnn áRSInS n Lokahóf knattspyrnudeildar Keflavíkur: n Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.