Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 4. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR20 PÓSTKASSINN N1 AÐALSTÖÐIN REYKJANESBÆ SÍMI: 421 4800 FRÁBÆR OG FREISTANDI VEITINGATILBOÐ OSTBORGARI Franskar kartöflur og ½ l. gos í plasti 1.095 kr. HAMBORGARI Franskar kartöflur á milli 795 kr. Skólar eru ein leið til mennt-unar. Margir menntast sjálfir í skóla lífsins en í flóknum heimi nútímans er menntun á tilteknu sviði, sem fylgir sérþekking og fagkunnátta, mikilvæg til að fóta sig á vinnumarkaði. Hins vegar er hægt að fullyrða að skólakerfi okkar svarar ekki að öllu leyti breyttum tímum í samfélaginu. Skólinn er sumpart staðnaður er varðar náms- framboð, sérstaklega á fram- haldsskólastiginu. Þar er við stjórnvöld að eiga en ekki þann góða mannskap sem mannar skólana. Þetta snýst um að bjóða upp á nýjar námsleiðir, sér- staklega í starfstengdu verknámi. Því var einkar hressandi að heyra góða ræðu Hjálmars Árnasonar framkvæmdastjóra Keilis á aðal- fundi Vinnumálastofnunar á dögunum. Fáir þekkja betur til skólamála en hann sem kenn- ari, skólameistari, þingmaður í menntamálanefnd þingsins og nú sem forystumaður Keilis. Við Hjálmar kynntumst vel í þinginu þegar við sátum saman í mennta- málanefnd og deildum saman áhuga á að stokka upp fram- haldsskólann með nýjum náms- leiðum og styttri starfsbrautum til ýmissa verklegra greina. Keilir og kostir í menntamálum Í ræðu sinni náði Hjálmar að fanga þann kjarna sem mér þykir við þurfa að ná utan um til að breyta kerfinu. Hann sagði m.a. að skólakerfið á Íslandi lyti enn skipulagi iðnbyltingarinnar og upplýsingabyltingin hefði haft tiltölulega lítil áhrif á skipulag þess. Nemendur ættu að mæta í tíma þegar bjallan hringdi og þeir væru að læra meira og minna það sama. Lítið væri tekið tillit til þarfa atvinnulífsins, enda tengsl milli skóla og atvinnulífsins lítil. Annar þáttur í háu brottfalli fram- haldsskólanema væri sú einfalda staðreynd að við hefðum í of miklum mæli haldið atvinnu- lífinu utan við skólakerfið. Segja mætti að skólar annars vegar og atvinnulífið hins vegar hafi gert þegjandi samkomulag um að halda hvoru öðru aðskildu frá hinu. Undir þetta tek ég og tel að Keilir og framgangur hans sem menntastofnunar á liðnum árum sé fágætt dæmi um hvernig á að gera hlutina. Sérstaklega hvað við náum miklum árangri með því að kalla atvinnulífið til leiks við upp- byggingu á framsækinni, fyrsta flokks menntastofnun á borð við Keili sem svarar kalli fólksins um nýjar leiðir til menntunar. Ég er stoltur af því að hafa notið þeirra forréttinda að styðja við upp- byggingu Keilis þó í litlu mæli sé og mun áfram gera af fullu afli. Sérskóli á sviði sjávarútvegs Annað gott dæmi um nýjar leiðir til náms er einnig að finna á Suðurnesjum. Fisktækniskólann í Grindavík, sem náði þeim langþráða áfanga þann 20. júlí að fá formlega viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu, sem skóli á framhaldsskólastigi. Viðurkenning sem markar þáttaskil í uppbyggingu skólans. Þannig hefur margra ára þróunar- starf fræðsluaðila, sveitarfélaga og hagsmunaaðila í sjávarútvegi á Suðurnesjum nú skilað sér í form- legri viðurkenningu menntamála- ráðuneytisins og hefur Fisktækni- skólinn nú sambærilega stöðu og aðrir framhaldsskólar – nema hvað áherslan er á grunnmenntun í sjávarútvegi og tengdum greinum. Markmiðið með skólanum er auk þess að auka veg og virðingu menntunar í sjávarútvegi, að auka framboð á starfstengdu námi. Það er kjarni skólans og að mínu mati er hann langþráð viðbót við framhaldsskólaflóruna og á fullan rétt á sér sem slíkur. Raddir hafa verið uppi um að hann eigi heima sem deild í FS. Því er ég ósammála og hef sem formaður menntamálanefndar Alþingis beitt mér mjög fyrir því að skólinn fái viðurkenningu sem sjálfstæður framhaldsskóli. Frá vorönn 2010 hefur skólinn til- raunakennt hluta námsefnisins sem verið var að þróa og hafa hátt í 50 nemendur tekið þátt í þessu verkefni. Mikil ánægja var með námið. Vinnumálastofnun kostaði námið en verkefnið var síðan fært undir menntamálaráðu- neytið árið 2011 sem liður í átaksverkefni fyrir Suðurnesin. Námið er tveggja ára vinnustaða- tengt grunnnám á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis og lýkur með framhaldsskólaprófi, er hag- nýtt og ljúka nemendur meðal annars réttindanámi til smáskipa, lyftara auk fjölmargra hagnýtra áfanga tengdum sjávarútvegi. Þetta er meginmálið í því sem vantar í miklu meira mæli inni í flóru námsleiða á framhaldsskólastigi. Með þessum hætti fyrst og fremst er unnið gegn þeirri meinsemd sem hátt brottfall er á íslensku framhaldsskólakerfi. Höldum áfram á þessari braut í góðri samvinnu við atvinnulífið og byggjum á sérstöðu og styrk- leikum hvers byggðalags fyrir sig. Þannig náum við góðum árangri. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis. Knattspyrnumaður-inn Frans Elvarsson segist ekki hafa verið hrósað sérstaklega fyrir eldamennsku í gegnum tíðina. Uppskriftin sem hann deilir með lesendum Víkur- frétta er af heimaslóðum hans, Höfn í Hornafirði. Frans fluttist hingað ungur að árum og lék lengi vel með Njarðvíkingum í fótboltanum. Hann færði sig svo um set í fyrra og hefur blómstrað á miðjunni hjá Kefl- víkingum í sumar. „Þessi uppskrift kemur frá henni móður minni, en ég leita oft til hennar þegar ég er uppiskroppa með hugmyndir að kvöldmat en hún er safn af uppskriftum sú gamla. Hún kemur stundum með fisk handa mér frá Hala í Hornafirði, en hala- bleikjan er einmitt einstaklega góð,“ segir Frans. Frans segist ekkert hafa verið sérstaklega duglegur í eldhúsinu að undanförnu. Hann fer reglulega og sækir mat hjá Menu en þar áður var hann nokkuð duglegur að elda sér eitthvað sniðugt. En er Frans góður kokkur? „Ég hef svo sem ekkert fengið nein sérstök hrós fyrir eldamennskuna, hef nú oftast bara eldað fyrir sjálfan mig. En honum Jóhanni Birni í Keflavíkurliðinu finnst ég samt vera listakokkur,“ segir Frans en blaðamaður spyr því næst hvað það sé sem hann sé duglegastur að elda. „Ég hendi oft í ommilettu og beikon, eftir t.d. erfiða æfingu er fátt betra. Ég geri líka svakalega gott kjúklingasalat og svo var ég líka stundum í því að elda grísahnakka,“ en Frans telur að hann þyrfti að fara að fjárfesta í grilli. „Þar kæmi ég hugsanlega sterkur inn.“ Hér á eftir má sjá uppskrift Frans. UppSKRIFTIn 2 bleikjuflök (Hala- bleikjan úr Austur- Skaftafellssýslu helst) Salt og 5 pipra pipar- blanda (einnig hægt að nota bara svartan pipar) Fyrst er sett smá olía í eldfast mót og þar ofan á saltið og piparinn. Þar á eftir er fiskurinn settur í mótið með roðið niður. Síðan er sett dass af salt- og piparblöndunni ofan á fiskinn. Fiskurinn er svo settur inn í ofn á 200 gráður í ca. 15-20 mín. MeðlæTI Nýjar soðnar kartöflur og ferskt grænmetissalat. Einnig er gott að hafa klípu af smjöri með fiskinum. Verði ykkur að góðu! FRANS ELVARSSON Í ELDHÚSINU HaLabLEIkja úr Austur-Skaftafellssýslu n Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis skrifar: Nýjar menntunar- leiðir á Suðurnesjum Lj ós m yn d af b le ik ju : S po rt ve ið ib la ði ð Þarftu að auglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.