Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 04.10.2012, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 4. október 2012 15 Styrktarbrunch til heiðurs og styrktar Íþróttsambandi fatl- aðra sem haldinn var laugardag- inn 29. september í Bláa lóninu var afar vel heppnaður. Fjöldi gesta lagði leið sína í Bláa lónið til að heiðra íþróttafólkið sem náði einstaklega góðum árangri á Ólympíumóti fatlaðra í London. Gestir nutu góðra veitinga og söngkonan Bríet Sunna kom fram. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður stjórnar Íþróttasambands fatlaðra, sagði við þetta tækifæri að það væri ánægjulegt og hvetjandi fyrir sambandið og íþróttafólkið að sjá hversu margir hefðu lagt leið sína í Bláa lónið. „Samstarf við þekkt vörumerki eins og Blue Lagoon er einnig mikilvægt fyrir okkur þar sem það vekur athygli á Íþrótta- sambandi fatlaðra.“ Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, sagði við þetta tækifæri: „Við hjá Bláa lóninu erum mjög stolt af því að vera samstarfsaðili Íþróttasambands fatlaðra. En Bláa lónið og Íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samstarfssamn- ing sem gildir fram yfir Ólympíu- mótið í Ríó, 2016. Þetta unga íþrótta- og afreksfólk er jafnframt mikilvægar fyrirmyndir fyrir okkur öll, hvert og eitt þeirra náði einstökum árangri í sinni grein. Öll settu þau Íslandsmet og Jón Margeir kom heim með gull- verðlaun auk þess að setja heims- met,“ sagði Grímur. Það var mikill kvennafans í Reykjanesbæ um helgina þegar 36. landsþing Kvenfélaga- sambands Íslands fór fram. Þingið var haldið í Kirkjulundi við Keflavíkurkirkju en um 200 konur alls staðar af landinu voru viðstaddar þingið. Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit inn var sálfræðingurinn Jó- hann Ingi Gunnarsson að halda skemmtilegan fyrirlestur sem féll vel í kramið hjá viðstöddum. Með- fylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. MANNLÍFIÐPÓSTKASSINN Fjölmenni á Blue Lagoon brunch til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra Gaman hjá kvenfélaGs- konum um helGina n 36. landsþing Kvenfélagasambands Íslands: Af hverju? Af hverju þurfa sveitarstjórnar-mál að leita í þann farveg sem þingið hefur því miður farið í á undaförnum árum? Hlaðið óvildarorðum í garð persóna í stað efnislegrar umræðu? Mér þykir auð- vitað leitt að maður sem ég sit með í bæjarráði vikulega og hitti á fjölmörgum fundum og ég á ágæt samskipti við á þeim fundum, skuli svo beita persónuníði í blaðagrein þegar rökin brestur. Hann les eina grein eftir mig í VF, þar sem ég leið- rétti rangar fullyrðingar um að ég hafi sagt bæinn „skuldlausan“ og annað viðtal í Reykjanesi, þar sem ég svara mörgum áleitnum spurn- ingum, deili á málefni, en ræðst ekki að persónum, skýri málin af bestu samvisku. Hann segir grein- arnar uppfullar af „sjálfshóli, af- neitunum og sýndarmennsku“. Ég ætla ekki að svara með því að gefa þessum manni einkunn í sama stíl. Eigum við ekki öll að temja okkur að tala af virðingu um einstaklinga en geta greint málefni í þaula og deilt hart um þau ef svo ber undir? Við getum öll misstigið okkur á þeirri leið en ef viljinn er fyrir hendi, ætti okkur að takast það. Árni Sigfússon bæjarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.