Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Side 2

Neytendablaðið - 01.09.2007, Side 2
NEYTENDABLA‹I‹ 3. tbl., 53. árg. - september 2007 Útgefandi: Neytendasamtökin, Síðumúla 13, 108 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Umsjón með gæðakönnunum: Ásmundur R. Richardsson Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon Upplag: 13.000 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Það kostar 4.000 krónur árgjaldið hjá Neytendasamtökunum og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: gsm09 Leiðari ritstjóra 2 Kvörtunarþjónustan 3 Litarefni í mat 4 Matvælafréttir 5 Gæðakönnun á farsímum 6 Áætlun-álestur 10 Eiturgrænir bílar 11 Leikföng innkölluð 12 Frá formanni 13 Fasteignakaup 14 Ógöngur alætunnar 18 Netverslun 20 dýravelferð og sykurskattur 22 Neytandinn svarar 21 Rafrænar greiðslur 23 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir. Áhrif litarefna á börn Asó-litarefni í matvælum hafa verið í umræðunni undanfarið eftir að ný bresk rannsókn leiddi í ljós að neysla þessara efna auk hins algenga rotvarnarefnis E211 geti haft áhrif á hegðun barna og aukið ofvirkni og annan hegðunarvanda. Asó-litarefni hafa lengi verið umdeild og voru bönnuð hér á landi til ársins 1997. Þá voru þau leyfð á grundvelli reglugerðar um aukefni sem byggðist á tilskipun frá Evrópusambandinu. Neytendasamtökin gerðu á sinum tíma athuga-semd við þessa rýmkun laganna og hvöttu til þess að þessi efnin yrðu ekki leyfð en hagsmunir neytenda urðu ekki ofan á í það skiptið. Fyrir sjö árum var gerð könnun í Bretlandi sem benti til þess að samhengi væri á milli neyslu asó-litarefna og ýmissa hegðunarvandamála barna. Niðurstöður könnunarinnar þóttu þó ekki fullnægjandi og ákváðu bresk stjórnvöld að rann- saka málið nánar enda mikið í húfi. Nýlega birtust svo niðurstöður nýrrar könn- unar í læknaritinu Lancet. Þær gefa til kynna að asó-litarefni geti haft áhrif á hegðun barna og ýtt undir ofvirkni, reiðiköst og óróleika. Eins og gefur að skilja hafa fréttirnar vakið upp heilmikil viðbrögð og á heimasíðu bresku matvælastofnunarinnar, www.food.gov.uk, má lesa blogg- færslur foreldra sem eru margir hverjir ævareiðir yfir því að litarefni sem hugsanlega hafa slæm áhrif á börn séu leyfð í matvælum. Bresk yfirvöld hafa vísað málinu til Matvælaöryggistofnunar Evrópu og í millitíðinni ráðlagt foreldrum barna, sem greind eru ofvirk eða með annan hegðunarvanda, að forðast þessi efni. Ef rétt reynist að þessi efni hafa áhrif á hegðun barna, eins og hefur reyndar lengi verið haldið fram, er það mjög alvarlegt og vekur upp margar spurningar varðandi nútíma matvælaframleiðslu og hvort þar ráði ferðinni hagsmunir neyt- enda eða hagsmunir framleiðenda. Athygli vekja einnig máttleysisleg viðbrögð opinberra eftirlitsstofnana. For- eldrum er þannig sagt að kjósi þeir að forðast asó-litarefni geti þeir gert það þar sem matvælaframleiðendum sé skylt að geta efnanna í innihaldslýsingu. Asó- litarefni ganga hins vegar undir mörgum nöfnum og eru svo algeng í matvælum að það má heita óvinnandi vegur fyrir venjulegt fólk ráðast í slíkar aðgerðir. Þá má líka spyrja hvort rétt sé að varpa ábyrgðinni á foreldra enda getur það vart skrifast á þeirra reikning séu matvæli á markaði skaðleg. Þar hljóta eftirlitsstofnanir á vegum hins opinbera, stjórnvöld og matvælaframleiðendur sjálfir að vera í aðalhlutverki.  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.