Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Síða 16

Neytendablaðið - 01.09.2007, Síða 16
Ef fólk fær svo nóg af að eiga og reka eignina sína kemur til álita að selja hana. Að selja fasteign er raunar nokkuð sem við þurfum flest að gera einhvern tíma á lífsleiðinni. Barnafjölskyldur þurfa stærra húsnæði og þegar börnin hleypa svo heimdraganum er algengt að fólk minnki við sig. Breyttar fjárhagsaðstæður geta einnig leitt til þess að fólk skiptir um húsnæði. Flest vitum við að það er ákaf- lega dýrt að flytja en það getur líka verið mjög dýrt að selja. Val á fasteignasölu Fyrsta skrefið í söluferlinu er að finna fasteignasala sem maður vill skipta við. Erfitt er að gefa ráðleggingar í þeim efnum eða að segja fólki að einn fasteignasali sé betri en annar. Um mjög persónuleg og mikilvæg viðskipti er að ræða og því mest um vert að velja aðila sem maður getur treyst og kann vel við. Jafnframt skiptir máli hver söluþóknunin er og þar er þó hægt að gefa ákveðnar leiðbeiningar og ráð. Þá veita sumar fasteignasölur meiri þjónustu en aðrar, t.a.m. við sýningu á eignum og þarf fólk að ákveða hvort það vill nýta sér þá þjónustu og greiða þar með hærri söluþóknun. Þeir sem eru í sölu- hugleiðingum ættu að kynna sér vel hvað er í boði og skoða málin vel áður en fast- eignasali er valinn. Oft er sölukostnaðurinn nefnilega meiri en virðist í fyrstu. Söluþóknun og ógagnsæjar upplýs- ingar Algeng söluþóknun vegna eignar í einka- sölu er á bilinu 1,5 – 2,95% án vsk. Því miður er upphæð söluþóknunar ekki nægjanlega gagnsæ og fólk getur þannig þurft að borga X% + vsk + gagnaöflun + vsk + netskráningu + auglýsingakostnað. Þetta er ekki mjög auðvelt reikningsdæmi og fasteignasalar gera lítið til að einfalda það, en 1,95% er þannig í raun 2,43% eftir að vsk hefur verið bætt við. Jafnvel þegar búið er að semja um sölu eignar kemur endanleg prósenta iðulega ekki fram á samningseyðublaðinu heldur einungis X% auk vsk. Það að upplýsa um verð án virðisaukaskatts er blátt áfram ólöglegt og órökrétt enda varðar það hinn almenna húseiganda litlu hvað fer í virðisaukaskatt, fæstir einstaklingar fá hann endurgreiddan. Auðvitað er erfitt að vita hver endanleg söluþóknun verður áður en kaupverð eignarinnar liggur fyrir en það ætti að vera lágmark að hafa prósentutöluna rétta! Gagnaöflun misdýr Annar kostnaðarliður sem þarf að athuga er kostnaður seljanda vegna gagnaöflunar. Á fasteignasala hvílir sú skylda að afla ýmissa gagna um eignina og því í sjálfu sér eðlilegt að útlagður kostnaður vegna þessa, s.s. vegna afrita af þinglýstum gögnum, sé einhver. Raunar vakna upp spurningar um hvort þessi útlagði kostnaður mætti ekki vera „innifalinn“ í söluþóknuninni en að því slepptu þá vekur athygli hve miklu munar á milli fasteignasala þegar þetta gjald er skoðað. Kostnaður vegna þessa er á bilinu 1.200 til 25 þúsund krónur án vsk.! Er því greinilegt að ekki kaupa allir gögnin sama verði. Auglýsingakostnaður Þá þurfa seljendur að hafa í huga kostnað vegna auglýsinga en sé eign lengi í sölu og mikið auglýst getur sá kostnaður orðið umtalsverður og komið fólki á óvart. Mjög misjafnt er hve margar auglýsingar eru innifaldar í söluþóknuninni og í sumum tilvikum þarf að greiða sérstaklega fyrir Ertu að selja? Helstu gjöld tengd sölu á fasteignum 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.