Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 22
10-11 11-11 Actavis Apótekarinn Apótekið Atlantsolía Bananar Bónus Brimborg Búr Byko Ego Eimskip Elisabet.is Frumherji Glitnir Hagkaup Hekla Húsasmiðjan Iceland Express Icelandair IKEA Íbúðalánasjóður Íslandspóstur Ístak Kaskó Kaupþing Kjarval Krónan Landsbankinn Lyf og heilsa Lyfja Mest MS N1 Nettó Nóatún Orkan Orkuveita Reykjavíkur Penninn Samkaup-Strax Samkaup-Úrval Samskip Securitas Sjóvá Skeljungur Sláturfélag Suðurlands SPARISJÓÐIRNIR Tryggingamiðstöðin Vátryggingafélag Íslands VBS fjárfestingabanki Vísa Ísland Vífilfell Vínbúðin Vodafone Vörður Íslandstrygging Öryggismiðstöðin Neytendastarf er í allra þágu! Sumir telja skynsamlegt að skattleggja ekki hollan mat. Norski heilbrigðismálaráðherrann skoðar nú nýjar tillögur sem miða að því að hækka virðisaukaskatt á matvæli sem innihalda hátt hlutfall af sykri. Að sama skapi myndi virðisaukaskattur á grænmeti og ávexti lækka úr 12,5% í 0%. Virðisaukaskattur á sætindi og gosdrykki myndi aftur á móti hækka úr 25% í 50%. Skemmst er að minnast lækkunar á virðisaukaskatti á matvæli hér á landi en við þær aðgerðir lækkaði verð á ýmsum sætindum og gosi. Íslendingar borða mjög mikinn sykur og gosdrykkjaneysla er með því mesta sem þekkist, einkum hjá unglingsdrengjum. Hátt verð virtist ekki hafa nein áhrif á neysluvenjur íslenskra neytenda hvað þetta varðar enda eru þeir eflaust fyrir löngu orðnir ónæmir fyrir háu vöruverði. Sykurskattur í Noregi Samkvæmt evrópskri könnun eru neytendur tilbúnir að borga hærra verð fyrir matvæli sem eru framleidd við aðstæður þar sem tillit er tekið til velferðar dýra. Neytendum finnst hins vegar skorta á upplýsingar til að geta tekið meðvitaða ákvörðun um kaup. Könnunin tók til neytenda í 27 Evrópulöndum og leiddi í ljós að 62% neytenda segjast tilbúin að breyta neysluhegðun ef það gæti leitt til betra aðgengis að vörum sem framleiddar eru við fyrrnefndar aðstæður. Mikilvægt að dýrunum líði vel Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir og fyrirspurnir frá hand- höfum einkanúmera bifreiða en þeir eru nú rukkaðir um 25.000 króna gjald á átta ára fresti. Jafnan vísar fólk í álit umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 því til stuðnings að gjaldtakan sé óheimil. Hið rétta í málinu er að gjaldtakan óheimil samkvæmt áliti umboðsmanns enda skorti hana á sínum tíma lagastoð. Hins vegar var brugðist skjótt við álitinu og nú í vor gekk í gildi breyting á umferðarlögum sem heimilar töku gjaldsins á átta ára fresti. Þar sem taka gjaldsins er nú lögfest er í raun lítið sem neytendur geta gert til að mótmæla henni – annað en að segja upp einkanúmerinu, en til að halda númerinu þarf samkvæmt lögum að borga! Dýr einkanúmer  NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.