Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 11

Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 11
0 Fjárfestu í endurhlaðanlegum rafhlöðum. Ég hef alltaf keypt þær í útlöndum. Verðið er miklu lægra þar og þær taka ekki mikið pláss í töskunni. Sanyo Eneloop hleðslutæki, sem hleður fjórar AA eða AAA rafhlöður, kostar $22 (2750 kr.) hjá amazon.com. Fjórar AA rafhlöður eru innifaldar. Fyrir fólk sem notar endurhlaðanlegar rafhlöður mikið mæli ég með BC-900 hleðslutæki frá LaCrosse Technology (um það bil €45 hjá amazon.de eða $40 hjá amazon. com). Kauptu notaðan bíl. Það er vissulega skemmtilegt að kaupa nýjan bíl en það borgar sig sjaldan. Við hjónin keyptum fimm ára gamlan Subaru fyrir fimm árum síðan. Við borguðum 500.000 kr. Viðgerðarkostnaður síðan hefur kannski verið 50.000 kr. á ári. Samanlagt hefur bíllinn kostað 150.000 kr. á ári ­ en hann gengur enn. Fáðu þér dælulykil. Fyrirtækin Atlantsolía, Orkan og Ódýrt bensín bjóða öll upp á dælulykil sem veitir 2 króna afslátt á eldsneyti. Í gegnum Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hægt að fá dælulykil frá Atlantsolíu sem býður upp á 4 til 6 króna afslátt. Þeir sem taka 25 lítra á viku á lyklinum spara sem nemur félagsgjaldi FÍB á ári. Nei, það er ekki svo mikið, en það sparar tíma líka. Kvittun kemur til þín í tölvupósti. Lestu ókeypis bækur. Bókasöfn landsins taka mjög vægt gjald fyrir útlánaskírteini og skrá yfir allar bækur má finna á gegnir.is. Auk þess eru margar góðar bækur á ensku gefins í rafrænu formi á vefsíðum eins og archive.org og gutenberg.org. Yfirleitt er um að ræða eldri bækur sem höfundarréttur nær ekki yfir. Notaðu ókeypis hugbúnað. Það er hægt að gera næstum því allt sem þú þarft í tölvunni án þess að borga fyrir hugbúnaðinn. Hér eru nokkur dæmi um forrit sem hægt er að skipta út: Fyrir Microsoft Office: Open Office. Fyrir Internet Explorer: Firefox eða Opera. Fyrir Adobe Photoshop: IrfanView eða Gimp. Fyrir Norton vírusvörn: AVG. Fyrir Real Player eða Windows Media Player: VideoLAN. Fyrir Microsoft Windows stýrikerfið: Ubuntu. Meðal annarra ókeypis forrita eru Thunderbird (tölvupóstur), FileZilla (skráafærsla), Karen’s Replicator (öryggisafrit), Audacity (hljóðvinnsla), Arachnophilia (HTML­ritstjórn), FastStone (ljósmyndaskoðun) og 7­ zip (samanþjöppun). Vefsíðusmíðaforritið Joomla, sem einnig fæst ókeypis, hefur haslað sér völl á Íslandi (joomlis.net) en Drupal er annar svipaður valkostur. Einnig er hægt að nota ókeypis forrit á netinu, t.d. Google Docs. Prófaðu Skype eða önnur sambærileg forrit. Þeir sem hringja oft til útlanda eiga endilega að hlaða niður Skype­forritinu og hvetja vini sína í útlöndum til að gera það sama. Símtöl á milli tveggja tölva sem báðar eru með Skype eru ókeypis (fyrir utan kostnað við það að vera með nettengingu). Það er líka hægt að hringja í fólk í útlöndum á miklu lægra mínútuverði en býðst hjá íslenskum símafyrirtækjum með því að skrá sig í „SkypeOut“ og kaupa inneign með kreditkorti. Þeir sem nota Skype mikið kvarta undan því að þurfa að tengja og aftengja heyrnartól og hljóðnema við fartölvur aftur og aftur. Það sama gildir ef maður kaupir USB­síma sérstaklega fyrir Skype­símtöl. Góð lausn er að kaupa þráðlausan Skype­síma sem tengist inní beinirinn (routerinn) en ekki beint í tölvuna. Það er jafnvel hægt að kaupa síma sem er með tvöfaldar tengingar; annars vegar sem Skype­sími og hins vegar sem venjulegur fastlínusími. DualPhone 3088 (www.dualphone.net) er slíkur sími, framleiddur af dönsku fyrirtæki, og kostar um það bil €120. Ekki er hægt að kaupa þennan síma á Íslandi en hann fæst í flestum Evrópulöndum í gegnum skype.com eða Amazon. Hugsaðu símaþjónustu þína upp á nýtt. Þarftu hröðustu ADSL­ tenginguna í raun og veru? Ég ákvað að vera með þá hægustu og ódýrustu (1 Mbps) og hef aldrei séð eftir því. Ertu að borga fast mánaðarlegt gjald fyrir ákveðinn fjölda mínútna í farsímanum? Ef þú ferð í þrjá mánuði til Spánar á veturna þá er það tapað fé og það er sennilega skynsamlegra að skipta yfir í fyrirkomulag þar sem þú borgar bara fyrir raunverulega notkun. Lækkaðu hitann. Þó að heitt vatn sé frekar ódýrt á Íslandi er samt auðvelt að spara nokkur þúsund króna á ári án þess að skjálfa af kulda. Passaðu sérstaklega upp á að lækka á ofnunum áður en þú ferð í ferðalag. Bakaðu eigið brauð. Brauðvélar eru ekki dýrar og það er frábært að vakna við ferskan ilminn. Sparaðu í kreppunni Ian Watson deilir nokkrum sparnaðarráðum með lesendum Góður bíll þarf ekki að koma beint úr kassanum 11 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.