Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 17

Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 17
Í umræðunni um sjúkdómavæðinguna sitja lyfjafyrirtækin eðlilega undir mestri gagnrýni. Þau eru sökuð um að beita ýmsum brögðum við að markaðssetja sjúkdóma, svo sem að kosta upplýsingaherferðir í tengslum við ákveðna sjúkdóma sem beinast að bæði læknum og almenningi. En fjölmiðlar taka virkan þátt og virðast falla gagnrýnilaust fyrir sögum af áður óþekktum sjúkdómum. Rithöfundarnir Steven Woloshin og Lisa M. Schwartz ákváðu að rannsaka þátt fjölmiðla í sjúkdómsvæðingunni og var niðurstaðan birt í skýrslunni „Giving Legs to Restless Legs“ eða „Er fótur fyrir fótaóeirð?“ Nýr kvilli heldur vöku fyrir fólki Kannað var hvernig fjölmiðlar fjölluðu um tiltölulega nýjan og athyglisverðan kvilla; fótaóeirð, eða Restless legs syndrome (RLS), eins og hann kallast á ensku. Árið 2003 hrinti lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline af stað herferð sem hafði það markmið að auka vitneskju almennings um fótaóeirð. Fyrsta skrefið var tekið á fundi félags taugafræðilækna í Bandaríkjunum þar sem kynntar voru fyrstu tilraunaniðurstöður á lyfinu ropinirol en niðurstöðurnar bentu til þess að það gæti gagnast vel við fótaóeirð. Lyfið hafði áður verið samþykkt til notkunar við Parkinsonveiki. Nokkru síðar sendi fyrirtækið frá sér fréttatilkynningu undir yfirskriftinni „Ný rannsókn leiðir í ljós að algengur en þó lítið þekktur sjúkdómur, fótaóeirð, heldur vöku fyrir Bandaríkjamönnum.“ Matvæla­ og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) samþykkti árið 2005 notkun lyfsins ropinirol við fótaóeirð. Síðan þá hefur verið ráðist í gríðarmikla og dýra herferð sem snýr að því að upplýsa lækna og almenning um tilvist sjúkdómsins. Útbreiðsla kvillans ýkt Þau Woloshin og Schwarz skoðuðu umfjöllun fjölmiðla fyrstu tvö árin eftir að sjúkdómurinn var kynntur opinberlega. Í ljós kom að fjölmiðlar ýktu tilvist sjúkdómsins verulega og aðeins í einni af 33 fréttum var sett spurningarmerki við útbreiðsluna. Höfundar segja engar rannsóknir styðja þær staðhæfingar að allt að 10% fólks þjáist af sjúkdómnum og telja slíkar tölur verulega ýktar. Í flestum fréttagreinum voru líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar kvillans tíundaðar. Í tæplega helmingi tilfella var vitnað í fólk sem hafði veruleg óþægindi af sjúkdómnum en aldrei var talað við einstakling sem taldi einkennin ekki til mikils ama. Fólk hvatt til að fá greiningu Í fjölmiðlum mátti einnig lesa um mikilvægi þess að fleiri sjúklingar yrðu greindir. Í helmingi frétta sem voru skoðaðar var talað um að sjúkdómurinn væri vangreindur af læknum. „Tiltölulega fáir læknar vita um sjúkdóminn. Þetta er algengasti sjúkdómurinn sem læknirinn þinn hefur aldrei heyrt um“ og „Margir þjást í hljóði í mörg ár áður en sjúkdómurinn greinist“ voru meðal tilvitnana. Fólk var einnig hvatt til að spyrja lækninn sinn hvort fótaóeirð gæti útskýrt ýmis önnur vandamál eins og svefnleysi, þreytu, athyglisbrest og þunglyndi. Í sumum greinum var lesendum bent á samtökin Restless legs foundation (Fótaóeirðarsamtökin), en hvergi var minnst á þá staðreynd að lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline, sem kynnti sjúkdóminn til sögunnar, styrkir samtökin með fjárframlögum. Þá var aldrei fjallað um þau vandamál sem ofgreining (overdiagnosis) getur haft í för með sér. Lyfið nefnt á nafn Í um helmingi frétta sem skoðaðar voru var lyfið rópíníról nefnt á nafn og þar af var í um helmingi tilfella vitnað í jákvæða reynslu sjúklinga af lyfinu. Orðið „kraftaverk“ var gjarnan notað. Aðeins fimm af 15 fréttum sem nefndu lyfið fjölluðu um aukaverkanir lyfsins, en þær eru m.a. ógleði, svimi og þreyta, og aðeins í einni frétt var fjallað um tiltölulega stuttan tilraunatíma lyfsins (lengsta Er fótur fyrir fótaóeirð? Nýir sjúkdómar komast á kortið með aðstoð fjölmiðla 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.