Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 20

Neytendablaðið - 01.10.2009, Page 20
Í ágúst 2008 fengu Neytendasamtökin nokkur mál inn á borð til sín sem varða myntkörfulán Kaupþings. Töldu lántakendur að skilmálarnir væru villandi og að bankinn hefði brotið lög um neytendalán þar sem hann hefði ekki upplýst um mikilvæg atriði er varða vaxtakjörin. Neytendasamtökin skoðuðu málið og tóku undir athugasemdir lántakenda. Í framhaldinu var mál eins félagsmanns, sem tekið hafði myntkörfulán hjá Kaupþingi, sent til Neytendastofu sem fer með eftirlit með lögum um neytendalán nr. 121/1994. Ólögmætir skilmálar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Kaupþing hefði brotið gegn 6. og 9. grein laga um neytendalán þar sem bankinn tilgreindi ekki í skilmálum lánasamnings með hvaða hætti vextirnir væru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breyttust. Kaupþing áfrýjaði niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar neytendamála sem hefur haft málið til meðferðar frá því í apríl og hefði niðurstaðan því átt að vera löngu komin.. Niðurstaða hafði þó ekki borist þegar blaðið fór í prentun en henni verður gerð skil á heimasíðu Neytendasamtak­ anna. Um hvað stendur styrinn? Vextir á myntkörfulánum Kaupþings kallast kjörvextir og eru samsettir úr millibankavöxtum (LIBOR) og sérstöku álagi sem Kaupþing ákveður einhliða og við höfum ákveðið að kalla kjörvaxta­ álag. Ekki fer neinum sögum af því hvað Kaupþing kallar þetta álag enda er það hvergi nefnt á nafn, hvorki í skilmálum né á heimasíðu bankans. Kaupþing hefur hækkað þetta álag á undanförnum árum og 1. júlí 2008 hækkaði það um 0.8 prósentustig. Hafði þetta álag þá hækkað alls um 2 prósentustig á tveimur árum. Þegar hér var komið sögu fannst mörgum lántakendum vaxtastigið á erlendri mynt orðið ansi hátt. Þegar farið var að grafast fyrir um málið kom í ljós að það voru ekki millibankavextir á jenum, evrum, svissneskum frönkum og bandaríkjadal sem höfðu hækkað svo mikið heldur hafði Kaupþing hækkað kjörvaxtaálagið jafnt og þétt. Allar upplýsingar verða að liggja fyrir Þegar neytendur taka lán verða allar upplýsingar sem máli skipta að liggja fyrir. Ef vextir eru breytilegir, eins og er tilfellið í myntkörfu­ lánum, á bankinn að veita upplýsingar um það með hvaða hætti vextirnir geta breyst. Ekki er nóg að segja í skilmálum að bankanum sé heimilt að breyta vöxtum á 3ja mánaða fresti til samræmis við þá vexti sem gilda á nýjum lánum. Þá ber bankanum að upplýsa lántakendur um alla þá þætti sem hafa áhrif á vaxtakjörin og er kjörvaxtaálagið þar ekki undanskilið. Lántakendur gátu ekki vitað að kjörvextir Kaupþings væru samsettir úr millibankavöxtum og sérstöku álagi því það kemur hvorki fram í skilmálum lánsins né á heimasíðu bankans. Þá gátu lántakendur ekki vitað hvort og hversu mikið þetta álag gat hækkað og hvaða ástæður lægju að baki hækkuninni. Skilmálar Kaupþings sér á báti Félagsmaðurinn sem sendi mál sitt til Neytendastofu benti m.a. á að villandi skilmálar Kaupþings hefðu gert það að verkum að erfitt ef ekki ómögulegt væri að bera saman tilboð bankanna á myntkörfu­ lánum enda eru skilmálar Kaupþings ólíkir skilmálum annarra lána­ stofnana sem nota einungis millibankavexti plús fast vaxtaálag. Í ákvörðun Neytendastofu segir: „Að mati Neytendastofu bindur framkvæmd annarra lánastofnana ekki Kaupþing í skilmálum sínum. Stofnunin telur þó ríka skyldu hvíla á Kaupþingi að skýra þær aðstæður sem leiða til breytinga á vöxtum sér í lagi þar sem framkvæmd Kaupþings er ekki í samræmi við framkvæmd annarra lánastofnana eða þá framkvæmd sem almennt tíðkast á lánamarkaði.“ Hvert er næsta skref? Ljóst er að lántakendur eiga rétt á leiðréttingu vegna hinna villandi skilmála enda getur bankinn bakað sér skaðabótaskyldu með því að brjóta lög um neytendalán. Næsta víst er að lántakendur eiga allavega rétt á leiðréttingu sem nemur hækkun kjörvaxtaálags frá þeim degi sem lánið var tekið auk dráttarvaxta. Neytendasamtökin munu fylgja máli fyrrnefnds félagsmanns eftir og setja nýjustu fréttir á heimasíðuna. Villandi skilmálar á myntkörfulánum Kaupþings 0 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.