Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 21

Neytendablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 21
Það hlýtur að vera draumur allra neytenda að geta keypt vöru sem aldrei þarf að skipta út; vöru sem bilar aldrei, eyðist ekki og virkar alltaf eins. En um leið er það martröð framleiðandans. Það er ekkert viðskiptavit í því að framleiða eitthvað sem ekki þarfnast viðhalds eða endurnýjunar. Þegar markaðurinn er mettur er ekkert eftir annað en að slökkva á færibandinu og loka verksmiðjunni! Það eru nokkrar vörutegundir sem vekja nostalgíu hjá neytendum einmitt vegna gæða og langs endingartíma vörunnar: Klossar úr plasti Crocs­skórnir vinsælu slógu í gegn þvert gegn vilja þeirra sem telja sig vera sjálfskipaðar tískulöggur. Fyrir utan það að skórnir eru óslítandi, er notagildi Crocs þeirra sterkasta hlið en þeir nýtast sem vaðskór, strandskór, götuskór, inniskór og allt þar á milli. Þeir eru þægilegir fyrir alla aldursflokka og bæði kynin þó það megi kannski deila um fagurfræðilegt gildi þeirra. Skórnir komu fyrst á markað árið 2002 og eru uppgötvun þriggja vina frá Boulder í Colorado. Fyrirtækið þandist út til að koma til móts við hina gífurlegu eftirspurn en nú er Crocs í miklum vandræðum. 2000 starfsmönnum var sagt upp störfum nýlega og verðmæti fyrirtækisins hefur fallið um 76% milli ára. Framleiðandinn situr nú uppi með stórar birgðar af skónum sem sumir elska að hata. Kubbarnir góðu Hver á ekki kassa af LEGO­kubbum í geymslunni? Kubbar þessir ganga milli kynslóða en það er þó aldrei svo að ekki sé hægt að bæta í safnið. LEGO­kubbar teljast kannski ekki ódýrir en gæðin eru líka eftir því. Þetta danska fyrirtæki var stofnað árið 1932 og varð fljótt stórveldi á leikfangamarkaðinum. LEGO­kubbar eru vinsælasta leikfang allra tíma og var kosið besta leikfang tuttugustu aldarinnar. LEGO hefur þó mætt alvarlegum fjárhagserfiðleikum og rambað á barmi gjaldþrots. Ódýrar eftirlíkingar og slæmar ákvarðanir í uppbyggingu fyrirtækisins voru LEGO erfiðar. Með nýjum afurðum og endurskipulagningu í rekstri hefur fyrirtækinu tekist að snúa aftur við blaðinu undir forystu barnabarns stofnandans, Ole Kirk Christiansen. Öruggasti bíllinn Sænski bílaframleiðandi Volvo haslaði sér völl sem framleiðandi sterkra og endingargóðra bíla úr sænsku gæðastáli. Samkvæmt staðalímyndinni er það yfirleitt ekki fólk sem tekur mikla áhættu sem velur Volvo heldur vel upplýstar millistéttaffjölskyldur sem setja öryggið á oddinn. Þriggja punkta bílbeltið kom fyrst fram í Volvo árið 1959 og er nú staðalbúnaður í öllum bifreiðum sem framleiddar eru í heiminum. Fyrsti Volvoinn kom á markað árið 1927 og fyrirtækið átti mjög mikilli velgengni að fagna í hálfa öld. Um og upp úr aldamótum lenti Volvo hins vegar í miklum rekstrarerfiðleikum eins og margir aðrir bílaframleiðendur. Volvo er nú ekki lengur í höndum sænskra eigenda og eldri tegundir hafa orð á sér fyrir að hafa verið endingarbetri og sterkari en þær nýrri. Heimagerður gosdrykkur Að setja kolsýru í vatn er einföld aðgerð, ef þú átt Soda Stream. Soda Stream á sér sögu allt frá 1903 en fyrir 25 árum hélt tækið innreið sína á íslensk heimili og sló rækilega í gegn. Skyndilega minnkaði þó eftirspurnin eftir tækjunum, svona um það leyti sem gosdrykkir urðu ódýrari en mjólkin. En Soda Stream hefur aldrei horfið af markaði og á sína föstu aðdáendur. Margir hafa tekið tækin fram aftur eða fjárfest í nýjum enda þó nokkuð hægt að spara á heimilum þar sem mikið er drukkið af kolsýrðu vatni. Tækin sjálf eru svo einstaklega endingargóð og í öll þau ár sem þau hafa verið á markaði hafa Neytendasamtökin ekki fengið eitt einasta mál sem snýr að lélegum gæðum þeirra. Tækin hafa þróast og gömlu tækin nota aðra gerðir af flöskum og kolsýruhylkjum en þau nýju. Svo framarlega sem tækin eru notuð mikið og hægt er að fá flöskur og hylki er gosframleiðsla í heimahúsum ágætis búbót. Eins og fram kemur á bls. 3 verða fylgihlutir í gömlu tækin áfram fáanleg. ÞH Hlutir sem endast og endast 1 NEYTENDABLA‹I‹ 3. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.