Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 3
Frá leiðbeininga- og kvörtunarfljónustunni Gölluð vara keypt á útsölu Nokkuð hefur borið á því að seljendur sem selja vöru á útsölu telja sig ekki hafa sömu skyldur til úrbóta komi upp galli í vörunni eins og ef varan hefði verið keypt fullu verði. Þetta er ekki rétt. Þó vara sé seld á útsölu á neytandi samt rétt á úrbótum ef varan er gölluð. Þetta gildir þó ekki ef t.d. ísskápur eða þvottavél er seld á lægra verði vegna rispna eða dælda. Þá þýðir ekki fyrir neytandann að koma seinna og krefjast bóta. Sé hins vegar móðurborð eða kælielement gallað á neytandinn sama úrbótarétt og hann ætti hefði varan verið keypt fullu verði. Það er svo seljenda að vekja athygli á því ef sérstakar ástæður, eins og t.d. útlitsgalli, eru fyrir lækkuðu verði. Góð þjónusta hjá Símabæ Maður hafði samband og vildi hrósa fyrirtækinu Símabæ í Mjódd. Maðurinn hafði farið þangað með gamlan farsíma í viðgerð og átti ekki orð yfir hvað hann fékk góða þjónustu og hversu hagstætt verð var á viðgerðinni. Þá fannst manninum ástæða til að benda fólki á að hugsanlega er hægt að gera við gamla farsíma og spara sér þannig dágóðan skilding. Rangar upplýsingar í verslun 3G lykill virkar ekki Maður nokkur keypti 3G lykil við tölvuna sína í þeim tilgangi að komast á netið uppi í sveit. Seljandinn lofaði því að lykillinn mundi virka á viðkomandi svæði en þegar á reyndi kom í ljós að hann virkaði ekki og neytandinn komst því ekki á netið. Í ljósi þess að hann fékk rangar upplýsingar um notkunarmöguleika vörunnar ákvað hann að skila henni. Seljandinn neitaði hins vegar að taka lykilinn til baka þar sem umbúðunum hefði verið hent. Maðurinn leitaði þá til leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna og eftir að starfsmaður þar skarst í leikinn féllst seljandi strax á að endurgreiða lykilinn. Málið leystist því fljótt og vel. Vert er þó að minna seljendur á að þegar um er að ræða gallaða vöru (galli getur t.a.m. falist í því að rangar upplýsingar eru gefnar) á neytandi úrbótarétt óháð því hvort varan er í upprunalegum umbúðum eður ei. Góð þjónusta hjá Íslofti Félagsmaður hafði samband og vildi hrósa fyrirtækinu Íslofti blikk- og stálsmiðju ehf. Þau hjónin voru að klára að setja upp nýtt eldhús og áttu einungis eftir að setja upp vaskinn. Fyrst þurfti þó að bora lítið gat á hann. Hjónin þræddu blikk- og stálsmiðjur uppi á Höfða en enginn vildi taka verkið að sér með svo stuttum fyrirvara. Á einum stað höfðu hjónin á tilfinningunni að þau væru að stöðva billiardleik og á öðrum stöðum var þeim sagt að panta tíma daginn eftir. Orðin úrkula vonar knúðu hjónin dyra hjá Íslofti en þá var klukkan orðin fimm og starfsmenn á leið heim. Þar var hins vegar tekið vel á móti fólkinu, hola var boruð á vaskinn án mikillar fyrirhafnar og ekki þótti taka því að rukka fyrir viðvikið. Hjónin áttu ekki orð yfir þessa góðu þjónustu og vildu koma á framfæri þakklæti til starfsmanna Íslofts blikk- og stálsmiðju. Neytendur eiga sama rétt til úrbóta ef vara er gölluð hvort sem hún er keypt á útsölu eða ekki.  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.