Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 21
Neytendasamtökin könnuðu framboð og verð á uppþvottavélum í nóvembermánuði sl. og náði könnunin til 14 seljenda. Í ljós kom að úrvalið er mikið og hægt að velja á milli 153 véla sem eru misjafnar af stærð. Til voru 112 mismunandi vélar sem eru af hefðbundinni gerð (u.þ.b. 60 sm breiðar), en þær eru yfirleitt gefnar upp sem 12-14 manna vélar. Sú ódýrasta kostaði 69.900 kr. en sú dýrasta 392.550 kr. Af minni vélum (u.þ.b. 45 sm breiðar, 6-11 manna) voru til 19 mismun- andi tegundir. Sú ódýrasta kostaði 89.900 kr. og sú dýrasta 199.900 kr. Lokst voru 4 borðvélar til en þær eru gefnar upp 5-6 manna vélar og kostaði sú ódýrasta 59.995 kr. en sú dýrasta 199.995 kr. Algengustu uppþvottavélarnar eru þær sem ætlað er að falla inn í innréttingu. Allar vélarnar í tveimur fyrrnefndu flokkunum (60 sm og 45 sm breiðar) eru til að setja inn í innréttingu en sumar þeirra má einnig kaupa sem frístandandi. Þess má geta að fyrr á þessu ári var gerð gæðakönnun á litlum uppþvottavélum, svokölluðum borðvélum. Niðurstöður voru sláandi; þær þvo illa og eru hávaðasamar. Það var því frekar mælt með gamla góða uppþvottaburstanum fremur en að kaupa slíka vél. Við skulum þó vona að framleiðendur hafi gert eitthvað í því að bæta gæði þessara véla. Hvað á hafa í huga við val á uppþvottavél: Hve mikið tekur vélin? Hve mikið pláss er í vélinni? Framleiðendur gefa upp hve mikið leirtau vélin tekur miðað við fjölda einstaklinga sem borða. Stærð vélanna er frá fjögurra manna og allt upp í 14 manna. Innrétting vélar Notar þú oft litla bolla eða bara stórar kaffikrúsir? Reyndu að sjá fyrir þér hvernig það sem þú þværð upp passar í vélina. Kannski voru í gömlu uppþvottavélinni lausnir sem þú varst ánægður með og þú vilt að nýja vélin bjóði einnig uppá. Stærð Til eru þrjár mismunandi stærðir uppþvottavéla til heimilisnota. Algengasta stærðin er 60 cm á breidd og er hægt að setja þær vélar inn í innréttingu undir borðplötu. Einnig eru seldar vélar sem eru 45 cm breiðar og falla einnig undir borðplötuna, og litlar borðvélar. Hávaði Kannaðu hve mikill hávaði (í desíbelum) er í vélinni. Þetta á raunar að koma fram í upplýsingum sem áfestar eru við vélarnar hjá seljanda. Það getur skipt máli hversu mikinn hávaða vélin gefur frá sér, t.d. í „opnu” eldhúsi eða ef hljóðbært er úr eldhúsinu. Hávaði í nýrri vélum er þó minni en í þeim eldri. Tími Hve langan tíma tekur að þvo á því kerfi sem þú kemur til með að nota mest? Sumar vélar eru líka með tímastilli þannig að hægt er að ákveða hvenær vélin á að hefja þvott (t.d. að nóttu til). Öryggi Er vélin með útbúnað til að tryggja að vélin leki ekki? Algengasta og viðurkenndasta kerfið hvað þetta varðar kallast Aquastop. Einföld í notkun Hikaðu ekki við að fá frekari upplýsingar hjá seljanda ef þú skilur ekki leiðbeiningabæklinginn en slíkir bæklingar eru misvel unnir. Mikið úrval til af uppþvottavélum Markaðs- og gæðakönnun á netinu Markaðskönnun á uppþvottavélum má sjá í heild á ns. is en þar má sjá hvaða tegundir fast hér á markaði, hvar þær eru seldar og hvað þær kosta. Gæðakönnun á uppvþottavélunum birtist einnig á heimasíðunni í desember. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.