Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 10

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 10
Við skildum við Pietru Rivoli, höfund bókarinnar Ferðalag stutt­ ermabolsins um hagkerfi heimsins, á bómullarakri í Texas. Kína er stærsti kaupandi bandarískrar bómullar svo það kemur ekki á óvart að næsti áfangastaður Rivoli er Kína, nánar tiltekið Shanghai. Félagsleg undirboð Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað verkafólks í fátækum löndum, sérstaklega í Kína. Gagnrýnendur alþjóðavæðingarinnar segja að ódýru stuttermabolirnir séu í raun dýru verði keyptir. Fátækt fólk, sem á í raun engra annarra kosta völ, neyðist til að vinna við óásættanlegar aðstæður fyrir lúsarlaun. Rivoli bendir á að félagsleg undirboð (race to the bottom) hafi verið við lýði í árhundruð eða síðan vefnaðarvöruframleiðsla hófst að einhverju marki. Það sé með öðrum orðum ekkert nýtt að láglaunalönd nái forskoti í geirum sem byggja á mannfrekum iðnaði. Í dag geta fá lönd keppt við Kína þegar kemur að lágum framleiðslukostnaði en þannig hefur það ekki alltaf verið. Upphaf iðnbyltingar Það var nýsköpun í framleiðslu bómullarefna og garns sem ýtti iðnbyltingunni úr vör í Bretlandi. Tækniframfarir leiddu til fjölda- framleiðslu á fatnaði og Bretland var mesti útflytjandi bómullarefna allt til ársins1930. Verksmiðjufólk á tímum iðnbyltingarinnar var fyrst og fremst konur og börn sem fluttust frá sveitum landsins í þéttbýlið. Aðstæður voru slæmar og launin lág. Í heimildum má sjá að atvinnurekendur töldu konur ákjósanlegt vinnuafl því þær væru auðsveipar og tilbúnar að leggja mikið á sig. Giftar konur með marga munna að metta voru eftirsóttustu starfskraftarnir. Tæknin breiðist út Tækninýjungarnar bárust fljótt til Bandaríkjanna og í lok 18. aldar voru stærstu vefnaðarverksmiðjur veraldar staðsettar í New England í norðausturhluta landsins. Líkt og í Bretlandi fluttust ungar konur sem höfðu fáa aðra valkosti í þéttbýlið og unnu 12 tíma vinnudag við aðstæður sem þóttu jafnvel verri en í fangelsum landsins á þeim tíma. Síðar urðu stúlkur frá franska hluta Kanada eftirsóttir starfskraftar en verksmiðjueigendur töldu þær „auðsveipar og vinnusamar“. Ekki þótti spilla fyrir að þær komu frá stórum fjölskyldum og höfðu verið aldar upp að ströngum kaþólskum sið. Japan tekur forystuna Upp úr 1930 voru Japanir komnir með 40% hlutdeild í heims- útflutningi á bómullarvörum og meira en helmingur allra verka- manna í landinu vann við framleiðslu á vefnaðarvörum. Góð samkeppnisstaða Japana var sem fyrr lágum launakostnaði og lélegum vinnuaðstæðum að þakka. Þar vóg ekki síst mikil nætur- vinna sem tvöfaldaði framleiðslugetuna. Um aldamótin voru laun í japönskum bómullarverksmiðjum 20-47% lægri en í Banda- ríkjunum. Eins og víðast hvar annars staðar voru eftirsóttustu starfs- kraftarnir auðsveipar ungar konur sem flýðu fátæktina í sveitum landsins. Enginn getur keppt við Kína Japanir héldu forystunni lengi vel, jafnvel þótt flestar vefnaðar- vöruverksmiðjur hefðu verið eyðilagðar í seinni heimstyrjöldinni. Upp úr 1970 höfðu þó Hong Kong, Suður-Kórea og Taiwan tekið forystuna en árið 1993 var Kína orðið stærsti fataútflytjandi í heimi. Kína hefur enn í dag yfirburðastöðu enda er þar ótakmarkað framboð af ungum konum sem eru reiðubúnar að yfirgefa sveit- irnar. Hukou-kerfið Í Kína hefur verið byggt upp búsetuskráningarkerfi, hukou, sem tryggir endalaust framboð af ódýru vinnuafli. Kommúnistaflokkurinn kom kerfinu á eftir að hann komst til valda árið 1949 og var markmiðið meðal annars að tryggja öruggt fæðuframboð. Fólki í sveitum landsins var gert að dvelja á sínu búsetusvæði og var jafnvel meinað að ferðast til þéttbýlisstaða. Ein afleiðing þessa var sú að í sveitunum myndaðist offramboð á fólki sem naut ekki góðs af uppbyggingunni í þéttbýlinu. Aðskilnaðarstefna í anda Apartheid Í kringum 1980 var byrjað að losa um hukou-kerfið og fólki leyft að flytja í þéttbýlið. Farandverkafólkinu er þó gert mjög erfitt fyrir og það nýtur ekki sömu réttinda og þeir sem búsettir eru í borgunum. Í Shanghai er 40% af vinnuaflinu farandverkafólk. Það vinnur 25% Ferðalag stuttermabolsins -seinni hluti 10 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.