Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 8
Markmið Neytendasamtakanna Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna neytenda í þjóðfélaginu og er það gert með margvíslegum hætti. • Þjónusta Stærsti þáttur starfseminnar er rekstur leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu. Samtökin fá fjölda fyrirspurna og ábendinga á degi hverjum og starfsmenn leiðbeina neytendum um lagalegan rétt þeirra eða hafa milligöngu um að leysa úr málum reynist það nauðsynlegt. • Hagsmunagæsla Samtökin vinna að því með öllum ráðum að bæta hag neytenda. Það er gert m.a. með því að knýja á um úrbætur á neytendasviði, svo sem með nýjum lögum eða með þrýstingi á framleiðendur og seljendur. Neytendasamtökin senda umsagnir um lagafrumvörp og reglugerðir auk þess sem fulltrúar samtakanna eiga sæti í nefndum og ráðum um neytendamál. Samtökin nota einnig margar leiðir til að upplýsa neytendur um rétt sinn og gæði vöru. • Fræðsla Á heimasíðu samtakanna má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir neytendur, svo sem um réttindi neytenda, einstaklingsfjármál, sjálfbæra neyslu og matvæli, auk gæða- og verðkannana. Félagsmönnum býðst aðgangur að rafrænu heimilisbókhaldi auk þess sem samtökin halda námskeið í einstaklingsfjármálum. Nýjar fréttir um það sem efst er á baugi hverju sinni í neytendamálum eru reglulega settar inn á heimasíðuna auk þess sem samtökin gefa út fjögur tölublöð af Neytendablaðinu á ári hverju. Hverjir starfa hjá Neytendasamtökunum? Í dag starfa átta manns hjá samtökunum, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi. · Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna. · Þuríður Hjartardóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. · Hildigunnur Hafsteinsdóttir er lögfræðingur samtakanna og yfir- maður leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar. · Ingibjörg Magnúsdóttir starfar við kvörtunarþjónustuna og sér m.a. um mál tengd raftækjum, fjarskiptum og bílum. · Kristín H. Einarsdóttir starfar við kvörtunarþjónustuna og sér m.a. um ferðamál og erindi sem tengjast húsgögnum og efnalaugum. · Guðmundur Bjarni Ragnarsson laganemi er í hlutastarfi við kvört- unarþjónustuna. · Ásta Vigdís Bjarnadóttir starfar við móttöku og símavörslu. · Brynhildur Pétursdóttir starfar á skrifstofu samtakanna á Akureyri og er jafnframt ritstjóri Neytendablaðsins. Hvað eru margir félagar í Neytendasamtökunum? Félagsmenn eru tæplega 11.400 og hefur fækkað nokkuð á undanförnum mánuðum. Neytendasamtökin finna alltaf fyrir því þegar kreppir að í þjóðfélaginu enda leita fjölmargir neytendur þá leiða til að spara og ein leiðin er að segja sig úr félögum, þar á meðal Neytendasamtökunum. Það er hins vegar ekki hægt að kvarta undan skilningi íslenskra neytenda á mikilvægi neytendastarfs. Þannig eru Neytendasamtökin, ásamt hollensku neytendasamtökunum, þau stærstu í heimi þegar miðað er við íbúafjölda. Neytendasamtökin vinna fyrir þig Fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna, Reynir Ármannsson, komst eitt sinn þannig að orði að ekkert mannlegt væri Neytenda- samtökunum óviðkomandi. Kannski var hér fullmikið sagt en þetta er samt nærri lagi enda eru neytendamálin mjög víðfeðmur mála- flokkur. Þótt Neytendasamtökin séu fjölmenn miðað við höfðatölu háir það starfseminni hversu lítið fjármagn samtökin hafa. Því hafa Neytendasamtökin orðið að forgangsraða verkefnum og stundum þarf að víkja til hliðar sumum sem full ástæða hefði verið til sinna, einfaldlega vegna þess að ekki hefur verið neinn til vinna viðkom- andi verkefni. Margir halda að Neytendasamtökin séu opinber stofnun eða að tekjur samtakanna komi að meginhluta frá stjórn- völdum. Raunin er hins vegar sú að stærsti hluti teknanna kemur frá félagsmönnum, þ.e. neytendum sjálfum, í formi félagsgjalda. Því má segja að það séu fyrst og fremst neytendur sem ákveða styrkleika Neytendasamtakanna. Hér á eftir verður farið nánar yfir starfsemi Neytendasamtakanna og áherslur í starfi þeirra. Kristín Einarsdóttir svarar fyrirspurn neytanda  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.