Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 23
Varasöm efni í plastskóm Dönsk rannsókn, sem birt var fyrr á árinu í ritinu European Journal of Clinical Nutrition, leiddi í ljós að unnin matvæli eru ábyrg fyrir stærstum hluta saltneyslunnar. Í rannsókninni kom í ljós að bæði karlar og konur í Danmörku borðuðu of mikið salt. Meðalneysla karla á dag var 10,3 g og kvenna 7,1 g, sem er mun hærra en þau 5 g sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með. Saltið kemur að langstærstum hluta úr unnum matvælum, þ.e. mat sem keyptur er tilbúinn úti í búð, s.s brauð, kex, kökur, morgunkorn, kjötmeti, tilbúnir réttir, ostar og snakk. Það dugar því skammt að hvetja fólk til draga úr notkun salts við matreiðsluna heima. Ef takast á að draga úr saltneyslu þarf matvælaiðnaðurinn að bregðast við og breyta framleiðsluháttum. Bretland í fararbroddi Í Bretlandi var farið í átak fyrir nokkrum árum til að draga úr saltneyslu. Neytendur eru nú betur meðvitaðir en áður um þau heilsufarsvandamál sem of mikil saltneysla hefur í för með sér og framleiðendur hafa jafnt og þétt minnkað salt í vörum sínum. Saltneysla í Bretlandi dróst saman um 10% frá árinu 2001 til 2008, sem gera um 20.000 tonn af salti á ári. Á sama tíma fór meðalneyslan úr 9,5 g á dag í 8,6 g. Sérfræðingar telja að þessi árangur hafi bjargað mannslífum og sé gríðarlega mikilvægt skref í átt að bættri lýðheilsu. Nú hafa yfirvöld sett ný og metnaðarfull markmið sem miða að því að meðalneyslan verði komin í 6 g á dag árið 2012. Á það má benda að Íslendingar borða að meðaltali 9 g á dag. Saltsamtök verjast Það kemur kannski ekki á óvart að talsmaður saltsamtakanna í Bretlandi, Peter Sheratt, lét hafa eftir sér í viðtali við BBC að það hefði aldrei verið sannað að salt yki hættuna á háum blóðþrýstingi né að minni saltneysla lækkaði blóðþrýsting hjá öllum. Þvert á móti væru vaxandi líkur á að einstaka hópar, svo sem eldra fólk, þungaðar konur og fólk sem svitnar mikið, gætu farið illa út úr því að fylgja þessum ráðleggingum. Flestum sérfræðingum ber þó saman um að það sé til mikils að vinna að minnka saltneysluna. Of mikið salt í matnum Matreiðslunni heima fyrir ekki um að kenna Nokkuð hefur verið fjallað um svokölluð þalöt, en það eru varasöm efni sem notuð eru sem mýkingarefni í plast og má þannig m.a. finna í ýmsum gerðum plastskóa sem eru vinsælir nú um stundir. Sumar tegundir þalata hafa hormónaraskandi áhrif og hafa verið bannaðar eða takmarkaðar í leikföngum. Danska Neytendablaðið Tænk kannaði níu tegundir af skóm og komst að því að fjórar þeirra innhéldu þalöt. Bestu útkomuna fengu skór frá verslunarkeðjunni Bilka, en þeir voru bæði ódýrir og lausir við þalöt, og Crocs-skór sem voru fyrstu plastskórnir sem slógu í gegn. skoða þarf sérstaklega.“ Viktor segir Matvælastofnun nú kortleggja umfang og eðli þessara vara og að niðurstaðna og hugsanlegra viðbragða sé að vænta á næstu vikum. Orkuskot bönnuð í Ástralíu? Það er víðar en á Íslandi sem orkuskotin hafa náð að lauma sér í hillur verslana undir því yfirskini að vera fæðubótarefni. Í Ástralíu hafa menn áhyggjur af orkuskotum sem innihalda margfalt leyfilegt magn koffíns. Í fjölmennasta ríki Ástralíu, Nýja Suður-Wales, er hámark leyfilegs koffíns í drykkjum 320mg í lítra. Seljendur hafa þó fundið leið til að selja margfalt sterkari drykki með því að flokka orkuskotin sem fæðubótarefni en þá falla þau ekki undir matvæla- löggjöfina. Unnið er í því að færa orkuskotin af lista yfir fæðu- bótarefni og yfir í matvælaflokkinn. Athugull starfsmaður Neytendablaðinu barst til eyrna að starfsmaður í verslun 10-11 hefði spurt 12 ára gamlan dreng um aldur þegar hann hugðist kaupa sér orkudrykk. Starfsfólki ber í sjálfu sér engin skylda til hafa eftirlit með því hvort börn kaupi slíka drykki þótt vissulega megi halda því fram að verslun beri ákveðna ábyrgð ákveði hún að selja vörur sem ekki eru ætlaðar börnum. Í þessu tilfelli kom starfsmaðurinn í veg fyrir að drengurinn gæti svalað þorstanum með orkudrykk og voru foreldrarnir ánægðir með það enda hefðu kaupin ekki farið fram með þeirra leyfi.  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.