Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 11

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 11
meira en íbúar Shanghai en fær 40% lægri laun. Farandverkafólkið þarf að fara í gegnum flókið og kostnaðarsamt ferli til að fá dvalarleyfi og jafnvel þótt það takist er ýmis grunnþjónusta (s.s. menntun, heilsugæsla og framboð á húsnæði) mjög skert eða ekki til staðar. Farandverkafólki er gert erfitt fyrir að flytja fjölskyldur sínar með sér og börnum þeirra er jafnvel meinaður aðgangur að skólum. Atvinnurekendur notfæra sér jafnframt bága réttarstöðu farandverkafólksins sem er ekki líklegt til að verða til vandræða þrátt fyrir að á því sé brotið. Allt betra en fátæktin í sveitinni Rivoli hitti Jiang Lan, sem starfar í vefnaðarvöruverksmiðju í Shanghai. Hún vinnur átta tíma á dag sex daga vikunnar og fær fyrir það 100 bandaríkjadali á mánuði. Lan er ánægð með starf sitt þótt það sé hvorki skemmtilegt né vel launað. Ástæðan fyrir því að Lan kvartar ekki er sú að aðrir valkostir eru einfaldlega enn verri. Rivoli bendir á að Jiang Lan njóti þrátt fyrir allt mun betri kjara, meira frelsis og öruggara vinnuumhverfis en kynsystur hennar hafa gert í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að enn sé langt í land hafi botninum verið náð. Rivoli segir að aðstæður verkafólks í fátækum löndum fari batnandi, þökk sé baráttu ýmissa samtaka og hagsmunahópa sem hafa látið sig málið varða. Vandræði bolsins byrja fyrir alvöru Þegar búið er að sauma bolina eru þeir fluttir aftur til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Miami. Hér er komið að einhverjum flóknasta og erfiðasta hluta ferðalagsins því það er ekki hlaupið að því að komast yfir landamærin. Á sama tíma og hagsmunasamtök innlendra fram- leiðenda vilja vernda störf og halda innfluttum vefnaðarvörum og fatnaði frá Bandaríkjunum með öllum ráðum vilja innflytjendur og seljendur losa um höft og hömlur. Til að sætta bæði sjónarmið hefur verið komið upp svo flóknu haftakerfi að annað eins hefur vart sést. Jafnvel landbúnaðarkerfið bliknar í samanburðinum og er þá mikið sagt. Flókið regluverk Samkvæmt svokölluðum fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og eyja Karíbahafsins, sem gerður var 2002, má flytja inn til Banda- ríkjanna fatnað frá 24 ríkjum í Karíbahafinu án tolla en það gildir þó einungis ef tvinninn og efnið sem notað er við framleiðsluna hefur verið framleitt í Bandaríkjunum. Efnið þarf einnig að hafa verið litað og klippt í Bandaríkjunum. Hins vegar mega efnisbútarnir hafa verið klipptir á Karíbaeyjum ef tvinni frá Bandaríkjunum er notaður til að sauma flíkina saman. Hvað varðar stuttermaboli þá eru engir tollar á bolum frá Karíbaeyjum þótt efnið sé framleitt þar svo framarlega sem tvinninn er bandarískur en þá eru sett takmörk við fjölda stuttermabola sem flytja má inn. Þessar reglur eiga, eins og fyrr segir, aðeins við um boli sem koma frá Karíbaeyjum. Mismunandi reglur gilda um innflutning á bolum allt eftir því hvaðan þeir koma. Hagsmunagæsla skilar árangri Rivoli hitti Auggie Tantillo, formann American Manufacturing Trade Action Coalition, samtaka sem berjast fyrir því að halda störfum í vefnaðarvöru- og fataframleiðslu. Hagsmunasamtök í þessum geira hafa um langt skeið verið gríðarlega áhrifamikil og samstaðan hefur gert það að verkum að þau hafa áhrif langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Í júní 2003 sameinuðust 13 hagsmunasamtök vefnaðarvöru- og fataframleiðanda og kröfðust þess að ríkisstjórn Bush gripi til aðgerða gegn Kína. Þess var krafist að settir yrðu innflutningskvótar á kínverskt efni og fatnað en einnig að innflutningur á fatnaði frá öðrum löndum yrði takmarkaður ef efnið væri framleitt í Kína. Nokkrum vikum síðar var bætt um betur þegar þess var krafist að kvótar yrðu settir á kínverskar prjónavörur, brjóstahaldara, sloppa og hanska. Kínverjar sendu fulltrúa til Washington til að reyna að skakka leikinn en bandarísk stjórnvöld þurftu að gera upp við sig hvort þau ættu að reita Kínverja eða Auggie og félaga til reiði. Stjórnvöld ákváðu að standa með Auggie, þar sem þingkosningar voru á næsta leiti. Frjáls viðskipti - nema með vefnaðarvörur Í sumum tilfellum höfðu höftin ekki tilætluð áhrif, eins og þegar innflutningur á bómull var verulega takmarkaður á áttunda áratugnum. Þá margfaldaðist innflutningur á fatnaði úr öðrum efnum, s.s. ull og gerviefnum, enda engir kvótar á slíkum vörum. Í kosningabaráttunni lofaði Nixon því að settur yrði kvóti á annan vefnaðarvöruinnflutning en um leið og hann var kosinn þurfti hann að sameina hugsjónina um frjáls viðskipti og kosningaloforðin. Eins Íbúum í sveitum Kína er gert erfitt fyrir að flytja sig um set 11 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.