Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 17
Það eru ekki einungis íslenskir neytendur sem klóra sér í kollinum við lestur orkureikninga. Nefnd á vegum Evrópu- ráðsins, sem hefur það markmið að bæta réttindi neytenda á orkumarkaði, hefur lagt fram tillögur sem miða að því að gera orkureikningana einfaldari og auðlæsilegri fyrir neytendur. BEUC, evrópusamtök neytenda, hafa bent á að fátt sé flóknara þegar kemur að orkumálum en sjálfir reikningarnir. Villur leynist víða og neytendur eigi mjög erfitt með að skilja reikn- ingana. Monique Goyens, framkvæmdastjóri BEUC, segir að skiljan- legir orkureikningar skipti sköpum á markaði þar sem samkeppni ríkir. Bætt verklag við gerð reikninga sé því mjög mikilvægt því neytendur verði að geta borið saman verð hjá seljendum. Goyens segir ennfremur að ef orkuiðnaðurinn bregðist ekki við þessum tilmælum muni BEUC fara fram á að þau verði lögfest. Orkureikningar eiga að vera skiljanlegir Eins og fram kemur í fréttinni um snjallmæla ætla bresk stjórn- völd að nota snjallmæla sem veita ekki aðrar upplýsingar en álestrartöluna. En krafan er sú að snjallmælar gefi neytendum fleiri upplýsingar til að gera þeim kleift að bregðast við jafnóðum og notkunin breytist eða vilji þeir spara rafmagn. Vilji neytendur taka málin í sínar hendur, og ná þar með forskoti í orkusparnaði, eru fáanlegar nokkrar tegundir orkuskjáa (energy monitor). Orkuskjár er samsettur af skjá, boðsendi og skynjara. Skynjarinn er klemmdur um kapalinn frá álestrarmælinum og hann nemur strauminn (amps). Skjárinn reiknar úr rauntímanotkun í vöttum, kostnað í peningum og losun koltvísýrings (CO2), og ber saman notkun milli tímabila. Flestir skjáir eru þráðlausir og hægt að nota þá um allt hús. Gæðakönnun Which? kannaði sjö orkuskjái og var einkum litið til þess hversu nákvæmir og notendavænir þeir væru. Þrír þeirra stóðu upp úr, þ.e. Owl CM119, Eco-eye Elite og Owl CM130 Micro. Þeir kosta 25-40 pund (5.000 – 8.400 kr.). Niðurstaðan var sú að þeir eru vel nothæfir þó þeir séu ekki eins nákvæmir og fjölhæfir og ef þeir læsu beint af snjallmælum. Það verður krafan fyrir næstu kynslóð mælitækja. Orkuskjáir eru fáanlegir á netinu, sjá: www.electricity-monitor.com og www.energymonitors-direct.co.uk Snjall leikur til að fylgjast með orkunotkuninni 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.