Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Side 16

Neytendablaðið - 01.11.2009, Side 16
Mörg ríki innan Evrópusambandsins áforma að gera upplýsingar um orkunotkun allra heimila aðgengilegar bæði fyrir notendur og orkusala um leið og notkunin á sér stað. Tilgangurinn er fyrst og fremst að spara orku og efla samkeppni á orkumarkaði. Þessi nýja leið í orkumælingum kallast „Smart metering”, eða snjallmæling í þýðingu Neytendablaðsins. Hvað er snjallmælir? Snjallmælir þjónar fleiri hlutverkum en gamli rafmagnsmælirinn, sem lesið er af einu sinni á ári, gerir. Snjallmælar hafa þann eiginleika að notkunin er skráð í gagnagrunn á rauntíma. Til viðbótar koma snjallmælar á gagnvirku sambandi milli orkusala og neytenda. Þetta getur þýtt að hægt verður að nýta fjarskipti til að skammta orku og loka eða opna fyrir afhendingu hennar. Þannig verður sala á raforku líkari fjarskiptaþjónustu í framtíðinni. Vonandi munu snjallmælar einnig leysa gömlu rafmagnsmælana af hólmi á Íslandi Boðleiðir í báðar áttir Eins og fram hefur komið eru snjallmælar gagnvirkir sem boðleið milli seljenda/ dreifiaðila og neytenda. Hagur neytenda er sá að þeir verða upplýstir um orkunotkunina jafnóðum og hún á sér stað. Það gerir neytendum kleift að spara orku á mun skilvirkari hátt en áður. Að sama skapi verða dagar ónákvæmra reikninga sem byggja á áætlun en ekki rauntölum taldir. Snjallmælar ættu einnig að geta haft boðskipti við skynjara, rafeindabúnað og tölvustýringar. Mögu- leikarnir eru ótal margir og eru alltaf að þróast. Það þarf því að tryggja að snjallmælitæknin skili neytendum hámarks ávinningi og að hætta á misnotkun sé metin jafnóðum. Hagkvæmt fyrir alla Í Bretlandi eru uppi áform um að öll heimili hafi snjallmæla árið 2020. Hafist verður handa við að skipta út gömlu mælunum árið 2012. Með þessu vonast bresk stjórnvöld til þess að neytendavitund um orkunotkun eflist og að það muni leiða til minni eftirspurnar eftir gasi og rafmagni. Orkusalar munu þó hagnast mest á breytingunni samkvæmt áætlun stjórnvalda. Þeir munu hagræða fyrir um 306 millj. punda árlega með lækkun í framkvæmda-, starfsmanna- og öðrum kostnaði en breskir neytendur munu spara 36,75 millj. punda árlega. Það hefur því verið gagnrýnt að seljendum er heimilt að flytja kostnaðinn við útskipti á mælum á reikning neytenda. Kröfur neytenda Breska neytendablaðið Which? er í herferð til að einfalda rafmagnsreikninga og krefst lægri kostnaðar fyrir neytendur. Which? segir að snjallmæling sé rétta leiðin ef: • stjórnvöld gera ráð fyrir því að orkusalar skaffi nýja mæla og að þeim verði ekki gert kleift að flytja kostnaðinn yfir á neytendur. • lágmarksstaðlar verða settir fyrir mæla og skjái svo þeir sýni gjaldskrá, kostnað og neyslubreytingu milli tímabila. • samkeppni er tryggð um verð og gæði á mælum frekar en að einn útvalinn fái það hlutverk að skaffa alla mæla, eins og stjórnvöld hafa kosið. Úreltir strax Eins og staðan er í dag ætla bresk stjórnvöld að nota tegund af snjallmælum sem er aðeins rafræn útgáfa af þeim gömlu, þ.e. mæla sem sýna eingöngu álestrartöluna. Engar viðbótarupplýsingar munu koma fram og snjallmælar verða staðsettir á sama stað og þeir gömlu. Til að nýta möguleikana sem snjallmælar hafa þyrfti hins vegar að tengja þá við skjá sem vinnur ýmsar upplýsingar úr gögnum mælisins. Það stendur þó ekki til af hálfu breskra stjórnvalda og slíkir skjáir myndu ekki virka með þeim snjallmælum sem þau hafa valið til notkunar. Norðurlöndin Í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi er áformað að snjallmælar verði teknir í gagnið á flestum heimilum árið 2012. Hér á landi hefur engin slík ákvörðun verið tekin. Umræðan hefur frekar einkennst af því að hér sé rafmagn bara frekar ódýrt og engin vandamál með orkureikninga heimilanna. Ekki eru þó allir sammála um það. Snjallmæling er framtíðin Orkunotkun undir smásjá 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.