Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 22
Í síðasta tölublaði var fjallað um stóraukið úrval nýrra koffín- drykkja á markaði hérlendis í kjölfar breytinga á reglum um við- bætt koffín í matvælum. Nokkur umræða hefur verið um þessa nýju drykki og sitt sýnist hverjum. Hagsmunasamtök fagna Samtök verslunar og þjónustu fögnuðu á heimasíðu sinni þegar regl- unum var breytt síðla árs 2008. Í tilkynningu samtakanna sagði að hagsmunaaðilar hefðu lengi barist fyrir rýmri reglum og að loksins hefði þessi barátta borið árangur. Foreldrar ánægðir? Neytendasamtökin hafa ekki orðið vör við að sami fögnuður ríki hjá foreldrum eða forráðamönnum barna. T.d. hafa flestar, ef ekki allar, félagsmiðstöðvar bannað neyslu orkudrykkja og sum íþróttafélög hafa bent iðkendum á að neysla sterkra koffíndrykkja samhliða hreyfingu geti haft óæskileg áhrif. Ekki ætlað börnum Hinir nýju koffínríkari drykkir eru ekki ætlaðir börnum innan 14 ára og orkuskotin eru ekki ætluð börnum innan 18 ára aldurs. Það má í raun spyrja hvort matvæli sem ekki eru ætluð börnum eigi erindi í hillur matvöruverslana. Neytendasamtökin telja mjög mikilvægt að haldið sé utan um þau tilfelli sem koma til kasta heilbrigðisyfir- valda og hugsanlega má rekja má til neyslu þessara nýju drykkja. Hvers vegna voru reglurnar rýmkaðar? Meginreglan á evrópska efnahagssvæðinu er frjálst flæði vöru og allir tilburðir ríkja til að takmarka vöruflæði á milli landa eru illa séðir. Ef ríki vilja setja strangari reglur en almennt gilda verða þau að geta sýnt fram á að slíkt sé nauðsynlegt til að tryggja almanna- hagsmuni. Það var því kannski viðbúið að reglur hér yrðu rýmk- aðar. Hins vegar vekur athygli að við göngum lengra en Danir og Norðmenn, sem leyfa ekki koffíndrykki með meira en 150mg koffíns í lítra nema innflytjendur sæki um sérstakt leyfi. Þessar takmarkanir koma þó ekki í veg fyrir að koffínríkari drykkir fái leyfi því Red Bull er t.d. seldur í þessum löndum. Hér á landi fer Matvælastofnun með eftirlit með lögum og reglum sem snúa að matvælum. Neytenda- blaðið leitaði til Viktors Stefáns Pálssonar, forstöðumanns stjórn- sýslusviðs, og spurði hann nokkurra spurninga. Hvers vegna leyfum við meira í þessum efnum hér á landi en t.d. Noregur og Danmörk? „Þess ber fyrst að geta að engar samræmdar reglur er að finna í löggjöf Evrópusambandsins eða afleiddum gerðum EES-samn- ingsins varðandi hámarksgildi koffíns í drykkjarvörum. Aðildar- þjóðirnar geta því sett eigin löggjöf sem takmarka íblöndun koffíns. Hins vegar mega aðildarríkin ekki grípa til aðgerða sem veikja sam- keppnisstöðu vöru gagnvart innlendri framleiðslu og sýna verður fram á að viðskiptahindranir eða takmarkanir á frjálsu flæði séu nauðsynlegar út frá almannahagsmunum og að meðalhófs sé gætt við setningu reglnanna, þ.e. að ekki sé gengið lengra en nauðsyn krefur. Í Svíþjóð og Finnlandi eru engin takmörk á hámarksinni- haldi koffíns en í Danmörku og Noregi eru hins vegar ákvæði sem skylda framleiðendur til að sækja um leyfi til markaðssetningar á drykkjum sem innihalda koffín í meira magni en 150 mg/l. Ég vænti þess að stjórnvöld í þessum löndum þurfi að sýna fram á að gætt hafi verið sjónarmiða um almannahagsmuni og meðalhóf ef þau hyggjast hafna leyfi vegna drykkja sem innihalda meira koffín en 150 mg/l.“ Eru engin takmörk fyrir því hvað má setja mikið koffín í matvæli hér á landi? „Það er rétt að taka skýrt fram að óheimilt er að blanda koffíni í önnur matvæli en drykkjarvörur hér á landi. En hvað varðar drykkjarvörur þá voru gerðar breytingar á reglugerð um bragðefni á þá vegu að takmarkanir um hámarksgildi koffíns voru felldar brott og var þar farin sama leið og farin var í Svíþjóð og Finnlandi. Einu mörkin miðast því við að ekki sé verið að markaðssetja hættulega vöru sem vissulega getur verið tilfellið ef magnið fer yfir ákveðin mörk.“ Væri hægt breyta reglum aftur til þess sem áður var og taka slaginn við Evrópusambandið? „Ef ákveðið verður að breyta hámarksgildum til fyrri vegar eða, það sem yrði að teljast líklegra, að setja einhver mörk svipuð og gert er í Danmörku og Noregi, þá verða þær ráðstafanir að byggjast á vísindalegum gögnum sem sýna út frá almannahagsmunum fram á nauðsyn þess að takmarka koffín í drykkjarvörum við ákveðin mörk og að ekki sé hægt að ná markmiðum með öðrum hætti en því að banna sölu á slíkum vörum. Að þessu sögðu þá hefur stofnunin nokkrar áhyggjur af því sem er að gerast hérlendis, einkum hvað varðar neyslu barna og unglinga á orkudrykkjum og boðaði af þeim sökum til samráðsfundar með Lýðheilsustöð, Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna. Þar fórum við yfir stöðuna og var ákveðið í ljósi frétta sem okkur hafa borist um óhóflega neyslu ungs fólks á þessum drykkjum að skoða nánar hvort tilefni væri til að þrengja heimildir til sölu á orkudrykkjum. Næstu vikur verða því notaðar til að afla gagna svo hægt sé að taka ákvörðun um framhald málsins.“ Hver er staðan með orkuskotin? Viktor segir stofnunina hafa verið að skoða þessi svokölluðu orku- skot frá því í haust og málið hafi verið sérstaklega rætt á fyrr- nefndum fundi. „Þetta eru vörur sem innihalda mjög hátt magn koffíns og vítamína og eru ekki eiginlegar drykkjarvörur í þeim skilningi orðsins, heldur eru þetta vörur sem framleiddar eru sem fæðubótarefni, þ.e. matvæli sem ætluð eru sem viðbót við venjulegt fæði. Það er líka rétt að benda á að einhver hluti þessara orkuskota inniheldur gríðarlega mikið magn af B-6 og B-12 vítamínum sem Enn um „orkudrykki“  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.