Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Qupperneq 18

Neytendablaðið - 01.11.2009, Qupperneq 18
Að mati Neytendasamtakanna eru rafmagnsreikningar flóknir og ógagnsæir. Þá er sú aðferð að áætla greiðslur fyrir rafmagn og heitt vatn 11 mánuði ársins andstæð því sem á að tíðkast á markaði, svo ekki sé talað um þegar heitu vatni er slumpað á viðskiptavini með bremsum, sem veldur því að svigrúm til hagræðingar er afskaplega lítið. Það er grundvallaratriði að neytendur hafi möguleika á að sjá jafnóðum hvað þeir nota mikið vatn og rafmagn og geti brugðist við strax ef notkunin fer úr hófi fram. Óskiljanlegur rafmagnsreikningur Margir skilja ekki rafmagnsreikninginn sinn. Á reikningnum kemur fram notkun (fjöldi kWh) og fastagjald (fjöldi daga) ásamt einingarverði og heildarverði. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið en gallinn er sá að notkunin (fjöldi kWh) er sundurgreind í þrjá hluta: flutning, dreifingu og sölu. Með fastagjaldinu verða þetta fjórar tegundir gjalda, auk þess sem seðilgjald og virðisaukaskattur bætast við. Fyrir vikið verða reikningarnir mjög ógagnsæir auk þess sem upphæðin er ekki endilega í samræmi við raunverulega notkun þegar um áætlun er að ræða. Reikningurinn sem sýnir álestraruppgjör og neytendur fá einu sinni á ári er síðan enn flóknari. Skipulag raforkumarkaðarins Söluhluti rafmagns er á frjálsum markaði og þar keppa sjö fyrirtæki. Neytendur geta gert verðsamanburð á heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is, en samkeppnin virðist ekki mikil því afar lítill verðmunur er á milli fyrirtækja. Dreifiveitan sér um dreifinguna og flutningurinn er í höndum Landsnets hf. Það er aðeins til eitt skilgreint flutningskerfi raforku en mörg svæðisbundin dreifikerfi. Flutningskerfi Landsnets tekur við raforku beint frá aflstöðvum og flytur hana til stórnotenda og dreifiveitna. Fast gjald Raforkukaupendur greiða alltaf fast mánaðargjald, til viðbótar við orkunotkunina. Innifalið í föstu gjaldi er útgáfa reikninga (þó ekki seðilgjald), álestur og mæling. Þessi hluti reikningsins er ekki á frjálsum markaði heldur er hann bundinn veitunni. Neytendasamtökin könnuðu upphæð fasts gjalds fyrir heitt vatn og rafmagn hjá veitunum. Gífurlegur munur er á lægsta og hæsta verði, eins og sjá má í töflunum. Orkuveita Rafmagn m. 24,5% vsk. OR 8.899 HS 11.271 27% Norðurorka 11.508 29% Rafveita Reyðarfjarðar 15.963 79% OV 16.808 89% Rarik 17.836 100% Orkuveita Vsk. Heitt vatn HS Suðurnesjum 5,67% 6.128 OR 7% 9.216 50% HS Vestmannaeyjum 3,35% 15.053 146% Norðurorka 2,66% 19.463 218% Rarik Blönduós 4,48% 24.465 299% Rarik Búðardalur 4,13% 24.383 298% Margbrotinn reikningur 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.