Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 9
Setið á rökstólum á skrifstofunni Hver er munurinn á Neytendasamtökunum, Neyt- endastofu og talsmanni neytenda? • Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök, stofnuð 1953. Þau eiga allt sitt undir félagsmönnum sem greiða 4.300 krónur í árgjald. • Neytendastofa er opinber eftirlitsstofnun sem sett var á laggirnar árið 2005. Hlutverk Neytendastofu er m.a. að hafa eftirlit með hvernig ýmsum lögum á neytendasviði er fylgt, svo sem lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og lögum um neytendalán. Einnig sinnir Neytendastofa eftirliti með að seljendur fari eftir settum reglum um verðmerkingar. • Talsmaður neytenda er opinbert embætti sem komið var á fót árið 2005 og er embættinu ætlað að standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Hvernig er fjárhagsstaða Neytendasamtakanna? Um 65% af rekstri samtakanna eru fjármögnuð með árgjöldum félagsmanna. Aðrir tekjuliðir eru greiðsla frá ríkinu vegna þjónustusamnings um rekstur leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu, greiðsla frá ESB fyrir rekstur Evrópsku neytendaaðstoðarinnar, styrkir frá stéttar- og sveitarfélögum og styrktarlínur í Neytendablaðinu. Afkoman hefur verið mjög misjöfn milli ára en það hefur þó tekist að safna í varasjóð enda hefur reksturinn síðustu ár einkennst af miklu aðhaldi. Árið 2008 skilaði tæpum 4 milljónum í hagnað en árið þar á undan var tæplega einnar milljónar króna tap. Til að halda fjárhagnum traustum er viss fjöldi félagsmanna og góð innheimta grund- vallaratriði. Á nokkurra ára fresti er nauðsynlegt að fara í markvissa félagaöflun til að halda svipuðum félagafjölda. Síðast var farið í félagaátak árið 2007. Í ár er útlit fyrir að félagsmönnum fækki meira en á síðasta ári. Ekki er gert ráð fyrir hagnaði í ár en vonandi mun reksturinn koma út nokkurn veginn á sléttu. Framlag stjórnvalda til leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar mun að öllu óbreyttu lækka um 30% á næsta ári og fara úr 12 milljónum í 8,5 milljónir. Leitað verður allra ráða til að halda þjónustunni óbreyttri en Neytendasamtökin furða sig á hversu lítinn skilning stjórnvöld sýna þessum mikilvæga málaflokki. Hvernig eru félagsgjöld innheimt? • Félagsmenn geta greitt árgjald með kreditkorti og er það langhag- kvæmasta leiðin fyrir samtökin því þannig nýtast félagsgjöldin best. • Hægt er að greiða með greiðsluseðli sem birtist í heimabanka. • Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri er einnig innheimt með rukkun, þ.e. félagsmenn eru heimsóttir og félagsgjaldið innheimt. Sú aðferð er mjög óhagstæð fyrir samtökin. Félagsmönnum sem vilja greiða félagsgjöldin með korti er bent á að fara inn á kreditkort.is eða valitor.is og velja boðgreiðslur. Þar er hægt að finna árgjald Neytendasamtakanna undir styrktarframlög. Einnig má hafa beint samband við skrifstofur samtakanna í síma 545 1200 eða 462 4118 Hvar eru Neytendasamtökin til húsa? Skrifstofa Neytendasamtakanna er á Hverfisgötu 105, rétt við Hlemm. Skrifstofan á Akureyri er til húsa í Skipagötu 14, Alþýðu- húsinu. Hvað er Evrópska neytendaaðstoðin? Tilgangur Evrópsku neytendaað- stoðarinnar (European Consumer Centre eða ECC) er að aðstoða neytendur sem lenda í vandræðum vegna kaupa á vöru eða þjónustu í landi innan ESB eða Noregi öðru en heimalandinu. Þannig geta erlendir ferðamenn sem eru ósáttir við vöru eða þjónustu keypta á Íslandi leitað til ECC í sínu heimalandi við heimkomuna og fulltrúar þar áframsenda málið til íslensku skrifstofunnar sem reynir þá að greiða úr því. Sama gildir vitaskuld um Íslendinga sem lenda í hremmingum erlendis. Neyt- endasamtökin sjá um rekstur ECC á Íslandi. Fjölmargir starfshópar starfa innan Neytendasamtakanna og geta allir félagsmenn tekið þátt í starfinu. Hér má sjá starfshóp um neytendafræðslu funda.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.