Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 14
Evrópsk neytendasamtök ákváðu að kanna hvort staðhæfingar seljenda eigi við rök að styðjast og könnuðu 17 tegundir af hrukku- augnkremi sem seldar eru í Evrópu. Hrukkukremin, auk einnar tegundar af venjulegu rakakremi, voru prófaðar á 110 konum á aldrinum 35 til 65 ára. Niðurstaðan var sú að ekkert krem kom mjög vel út, þ.e. minnkaði hrukkur svo einhverju næmi, og munurinn á þeim kremum sem höfðu mest áhrif og þeim sem höfðu minnst áhrif var frekar lítill. Verð og gæði fara ekki saman Kremin eru misjafnlega dýr og athygli vekur að það virðist ekkert samhengi á milli verðs og gæða. Reyndar kom venjulegt rakakrem næstum því jafn vel út og fjögur bestu kremin. Árangur yfir meðallagi: Nivea Visage Anti-Wrinkle Q10 Plus fékk bestu einkunn bæði hjá sérfræðingum og notendum. Sérfræðingar töldu að hrukkurnar hefðu styst og grynnst og konunum fannst þægilegt að nota kremið. Um helmingur kvennanna taldi sig sjá mun og níu af ellefu konum töldu að baugar hefðu minnkað og átta sögðust myndu nota kremið aftur. Kremið inniheldur ekki ilmefni eða paraben en í því er hins vegar DMDM Hydantoin sem er rotvarnarefni sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Kremið er með þeim ódýrari í þessari könnun. L´Oréal Paris Dermo-Expertise Revitalift Double Lifting Eye Cream fékk einnig ágætis einkunn en helmingur notenda taldi að hrukkurnar hefðu minnkað. Kremið þótti þægilegt í notkun og hafði kælandi áhrif á húðina. Tvær aðrar tegundir komu einnig vel út; Olay - total effects eye og Dr. Brandt - Lineless Eye Cream. Árangur í meðallagi: Clinique repairwear þótti þægilegt í notkun og smaug fljótt og vel inn í húðina. Virka hrukkukrem? Margir eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að halda hrukkunum í skefjum. Þetta vita snyrtivöruframleiðendur og sjá til þess að framboðið af hrukkukremum sé nægt. Hvernig voru kremin prófuð? Allar konurnar prufuðu tvær tegundir af kremi sem þær notuðu hvora á sinn andlitshelming. Hvert krem var prufað á 9 til 11 konum sem notuðu kremið bæði kvölds og morgna í sex vikur. Niðurstaða könnunarinnar byggir bæði á reynslu kvennanna og áliti sérfræðinga sem skoðuðu myndir af hrukkunum fyrir og eftir reynslutímann. Hvorki notendur né sérfræðingar vissu hvaða krem voru notuð hverju sinni. 1 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.