Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 5
Rannsóknir sýna að viðskiptavinir bankanna treysta helst ráðum starfsmanna sem þeir „þekkja“ í sínu bankaútibúi, því þeir telja þá trausta og sérfróða í sinni grein. Það sýndi sig hins vegar í fjármálakreppunni að þeir sem selja fjármálaþjónustu hafa ekki alltaf faglega þekkingu á þeirri gagnsemi eða áhættu sem felst í þjónustunni sem þeir bjóða. Auk þess geta hagsmunir banka- starfsmanna og viðskiptavina rekist á, eins og þegar starfsmenn fá söluþóknun fyrir að vísa viðskiptavinum í ákveðna þjónustu.1 Dæmi um þetta er þegar þjónustufulltrúar Landsbankans fengu þóknun fyrir að beina viðskiptavinum í peningamarkaðssjóði með sparifé sitt. Það er mjög mikilvægt að skilgreina hlutverk allra sem koma að lánastarfsemi, til að það sé alveg skýrt hverjir mega gefa ráð og hvað á að felast í ráðgjöf. Bankarnir búa sjálfir til þau lánatilboð sem neytendum bjóðast. Það ætti að vera sjálfsagt mál að neyt- endur fái greinagóða lýsingu á vörunni og skýr svör um hvort þessi vara henti þeim eða ekki. En jafnvel þessar upplýsingar geta varla flokkast sem fjármálaráðgjöf. Ráðgjöf ætti að vera sniðin eftir persónulegri greiningu og þörfum og taka tillit til allra lánategunda sem finnast á markaði frá öllum mögulegum lánastofnunum, með hlutleysi í fyrirrúmi. Bankafulltrúi getur út af fyrir sig veitt ráðgjöf til neytenda en hann myndi aldrei vísa þeim á lánategund sem byðist í öðrum banka. Þess vegna eiga bankastarfsmenn aldrei að kallast fjármálaráðgjafar.2 Í nýlegri lokaritgerð tveggja viðskiptafræðinema við H.R. er fjallað um athyglisverða könnun sem gerð var á gæðum og hlutleysi svokallaðra fjármálaráðgjafa íslensku bankanna. Könnunin fór fram með hulduheimsóknum til samtals 12 útibúa fjögurra viðskiptabanka. Heimsóknirnar voru framkvæmdar af 5 einstaklingum með mjög ólíkan bakgrunn. Niðurstöður sýndu að ráðgjöfin var ekki ein- staklingsmiðuð og reyndar voru einstaklingarnir ekki spurðir út í persónulega hagi eða framtíðarplön. Faglegum vinnubrögðum og markvissri stefnu var ábótavant og ráðgjöfin var ólík milli ráðgjafa innan sama fyrirtækis. Höfundarnir óskuðu eftir verkferlum fyrir- tækjanna við fjármálaráðgjöf en slíkir verkferlar virtust ekki vera til staðar. Að mati höfunda er nauðsynlegt að koma á regluverki yfir starfsgreinina fjármálaráðgjöf og að viðurkennt nám sem veitir löggilt starfsheiti sé í boði.3 Að mati BEUC, neytendasamtaka í Evrópu, er skortur á óháðri ráðgjöf sem neytendur geta treyst. Óháð ráðgjöf ætti að vera fjár- mögnuð að hluta af hinu opinbera og að hluta af neytendum sjálfum. Hún ætti að bjóðast á sanngjörnu verði og væri sennilega best komin í höndum neytendasamtaka eða annarra óháðra aðila. Það er þörf á reglugerð um ráðgjafarþjónustu þar sem framkvæmd og eftirlit væri í höndum stjórnvalda. Helsta vandamálið varðandi fjármálasamninga er hversu flóknir þeir eru og hversu erfitt er að bera saman samninga eða þjónustu frá mismunandi fyrirtækjum. BEUC bendir á ISO- staðalinn „Personal financial planning – Requirements for personal financial planner“ sem góða fyrirmynd sem gæti nýst til að koma á reglum um fjármálaráðgjöf í Evrópu. ÞH 1 Commission staff working document (SEC (2009) 1251 final): On the follow up in retail financial services to the consumer markets scoreboard (22. sept. 2009) 2 BEUC: Responsible lending and borrowing in EU (1. sept. 2009) 3 Sigurlaug Sverrisdóttir og Þóra Kristín Arnarsdóttir (sumar 2009): Fjármálaráðgjöf: „Er fjármálaráðgjöf íslenskra fjármálafyrirtækja einstaklingsmiðuð?“ Óháð ráðgjöf um fjármál Vísbendingum um að neytendur hafi ekki fengið fjármála- ráðgjöf við hæfi fjölgar hratt eftir því sem flett er ofan af gjörningum lánastofnana í aðdraganda bankahrunsins.  NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.