Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Síða 20

Neytendablaðið - 01.06.2008, Síða 20
Pálmolía er unnin úr ávöxtum afríska pálmolíutrésins (Elaeis guineensis) og er sú landbúnaðarafurð sem hvað mest er verslað með í heiminum í dag. Áætlað er að eftirspurnin tvöfaldist fyrir árið 2020. Ræktun pálmolíutrjáa er þó umdeild og mikil umræða hefur verið um þau nei kvæðu umhverfisáhrif sem hún hefur í för með sér. Regnskógar hverfa Helstu ræktunarsvæðin eru í Suðaustur-Asíu, nánar tiltekið í Malasíu og Indónesíu, og þar hefur stórum regnskógasvæðum verið eytt til að rýma fyrir pálmolíutrjáplantekrum. Áætlað er að 87% af þeirri skógareyðingu sem átti sér stað í Malasíu á árunum 1985- 2000 hafi verið vegna nýrra pálmolíuakra. Í Indonesíu hefur landsvæði sem fer undir pálmolíutrjáræktun stækkað um 118% á síðustu átta árum. Dýralíf bíður einnig skaða af, því bæði órangútanar og súmötrutígrisdýr hafa neyðst til að flýja heimkynni sín og eru báðar tegundirnar á lista náttúruverndarsamtakanna WWF yfir dýr í útrýmingarhættu. Pálmolía sem eldsneyti Fyrr á árinu var fjallað um pálmolíu í New York Times undir fyrirsögninni: „Pálmolía: var eitt sinn draumaeldsneytið en er hugsan- lega umhverfismartröð“. Fyrir nokkrum árum var mikil eftirvænting meðal vísindamanna í Hollandi vegna framleiðslu lífdísils, sérstaklega úr pálmolíu. Kosturinn við lífdísil er að plantan sýgur í sig koldíoxíð á vaxtartímanum sem síðan losnar aftur út í andrúmsloftið þegar plantan (olían) er brennd. Þannig má segja að ferlið sé koldíoxíðhlutlaust, þ.e. það veldur ekki aukningu á gróðurhúsalofttegundum. Í fyrra þegar hollensku vísindamennirnir rannsökuðu hvaða áhrif pálmolíutrjá- ræktunin hafði í Indónesíu komust þeir hins vegar að því að þetta græna ævintýri var meira í ætt við umhverfismartöð. Grænt eldsneyti eða umhverfisslys Mikil eftirspurn eftir pálmolíu í Evrópu hefur leitt til mikils skógarhöggs og eyðingar regnskóga og ofnotkunar á áburði. Það sem er enn verra að mati sérfræðinganna er að nýjar ekrur eru gerðar með því að þurrka og brenna mólendi en það veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda því mólendið í Indónesíu og í Malasíu er með stærstu koldíoxíðgeymslum á jörðinni. Áætlað er að 660 milljónir tonna af CO2 losni þar úr jarðveginum á ári hverju þegar mólendið er þurrkað. Ekki bætir úr skák að landsvæðin eru síðan brennd til að undirbúa nýjar plantekrur. Við það losnar einnig gríðarlegt magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið, eða 1.5 milljarðar tonna á ári. Losunin samsvarar 8% á heimsvísu af árlegri losun CO2 vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Hún er ein ástæða þess að Indónesía kemur næst á eftir Bandaríkjunum og Kína í losun CO2. Pálmolía undir smásjánni Eyðing regnskóga fyrir pálmolíuakra ógnar órangútum í Indónesíu og Malasíu Pálmolía er mikið notuð í snyrtivörur og þá sérstaklega sápur. 20 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.