Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2008, Side 24

Neytendablaðið - 01.06.2008, Side 24
Í nýjasta hefti Which?, blaði bresku neytendasamtakanna, birtist greinin „Lawn and order“ sem fjallar um hvernig koma má reglu á garðinn sinn og hvað þarf að hafa í huga þegar valin er ný garðsláttuvél. Sláttuvélar hafa þróast síðustu ár og nú eru til þráðlausar rafmagnsvélar með endurhleðslu og bensínvélar sem ráða við hátt og harðgert gras. Auk þess eru til rafmagnsvélar hlaðnar notendavænum búnaði sem saxa grasið það smátt að ekki þarf að hirða það heldur nýtist það sem næring á blettinn. Hægt er að taka enn grænna skref með því að velja sílinder-vél sem gengur fyrir handaflinu einu saman. Slíkar vélar eru bæði léttar og afkastamiklar og mun betri en eldri tegundir sem voru bæði þungar og háværar. Grasflatir í góðum málum Ráð um kaup á sláttuvélum Veldu rétta tegund Því breiðari sem sláttuvélin er, þeim mun styttri tíma tekur að yfirfara grasflötina. Á litlum fleti getur þó verið erfitt að athafna sig með of stórri vél. • Grasflöt upp að 50 fm2 - Rafmagns sláttu vél með 30 sm sláttarbreidd er tilvalin. • 150 fm2 grasflöt – Veldu rafmagnsvél með meiri sláttarbreidd, 35-45 sm. • 250 fm2 grasflöt – Lítil bensínvél er besti valkosturinn. Lágmarksbreidd á slíkri vél er 40 sm. • Grasflöt yfir 250 fm2 – Veldu bensínvél með breiðara hnífsblaði, 46 sm eða meira. Á þeim stærstu eru hjólin mótor drifin. Þýtt og endursagt úr Which (maí 2008). Félagsmenn í Neytendasamtökunum geta fengið upplýsingar um gæðakönnun Which á garðsláttuvélum með því að hafa samband við skrifstofuna. Handfang sem hægt er að brjóta saman tekur minna geymslupláss. Leitið eftir handfangi sem leggst tvisvar saman. Sumar vélar hafa stillanlega hæð á handföngum. Það sem skiptir máli Breitt klippisvið grassins ( 12 – 77 mm) er æskilegt þegar grasflatir eru misjafnar að gæðum eða grasið mishátt. Einfaldur hæðarstillir er þægilegri en þegar þarf að stilla hvert hjól sérstaklega. Kefli að aftan gerir rendur í grasflötina og er þægilegt til að vega á móti þegar kantarnir eru slegnir. Sumar vélar hafa fjögur hjól með kefli sem notað er þegar mjög snöggt gras er slegið. Flestar tegundir hafa stöng sem er jafn löng handfanginu eða tvöfaldan rofa til að hægt sé að nota báðar hendur og spara álag á úlnliði. Það hjálpar líka örvhentum. Stór hirsla sem safnar slegna grasinu saman getur sparað margar ferðir í grashauginn. Sumar hirslur hafa glugga eða nema sem lætur vita þegar þær fyllast. Sumar sláttuvélar saxa grasið mjög smátt og blása því til baka. Við niðurbrot verður þetta góð næring fyrir grasflötina. Sumar vélar hafa plötu til að útiloka útblásturinn frá grashirslunni; aðrar hafa hnapp sem nota má til að stilla hvort eigi að safna grasinu eða saxa það til baka.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.