Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 9

Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 9
Fyrir 50 árum gáfu Neytendasamtökin út bækling sem ber nafnið Hyggindi sem í hag koma og er byggður á útvarpserindi sem Sveinn Ásgeirsson, þáverandi formaður Neyt endasamtakanna, flutti. Tilefni erind is ins voru víðtækar verðhækkanir sem dundu yfir þjóðina á þessum tíma. Sveinn bendir á að hver og einn geti litið í eigin barm og skoðað hvort ekki sé hægt að sýna meiri fyrirhyggju í útgjöldum heimilanna. Hann segir eftirfarandi: „Það mun óhætt að fullyrða, að það sé fremur fágætt hérlendis, að fólk skrái niður útgjöld sín. Okkur virðist vera heldur ósýnt um slíka nákvæmni að hafa bókhald yfir dagleg útgjöld, stór og smá. Þeirri dyggð hefur lítt verið hampað, og ef til vill eru menn hræddir um það, að slíkt myndi þykja smámunasemi og gert yrði grín að því. En það ætti þó að vera hægt að hafa slíkt bókhald með leynd – aðeins fyrir sjálfan sig. Enda er aðalatriðið, að menn fái með því sem gleggst yfirlit yfir útgjöldin og hina einstöku liði þeirra, en alls ekki það að geta lagt það fram fyrir einhvern dómara. Hér er ekki ætlunin að hvetja menn til að skrifa niður útgjöld sín seint og snemma allt árið um kring, heldur ætti mönnum að leika nægileg forvitni á því að kynnast sínum eigin útgjöldum og samsetningu þeirra, að þeir hefðu úthald til að skrá þau niður eitthvert ákveðið tímabil, t.d. einn mánuð. Það gæti orðið þeim mikils virði. ... Það er ekki nema eðlilegt að þeir sem aldrei gera sér far um að kynnast nánar sínum eigin búskap, botni oft lítið í því, hve fljótir peningarnir séu að fara og hvert þeir fara. En hafi menn bókhald yfir útgjöld sín t.d. í mánaðartíma, þá þurfa þeir ekki að spyrja sjálfa sig, hvert peningarnir hafi farið, heldur hvort þeir hafi þangað farið, sem þeim var bezt varið. Og þá eru menn farnir að spyrja skynsamlega.“ Orð Sveins eiga ekki síður við í dag, hálfri öld eftir að þau voru rituð. Í bæklingnum voru auðir dálkar til útfyllingar svo félagsmenn gætu skráð niður útgjöld sín. Var þetta í raun vísir að fyrsta heim­ ilisbókhaldi Neytendasamtakanna. Opna úr bæklingnum góða. Félagsmenn voru hvattir til að skrá útgjöld sín í dálkana og halda þannig utan um heimilisreksturinn. Nokkuð var um auglýsingar í fyrstu bæklingum Neytendasamtakanna og ekki var óalgengt að orðum væri sérstaklega beint að hús mæðrum. Hyggindi sem í hag koma – heimilisbókhald í hálfa öld Í októberhefti sænska Neytendablaðsins Råd och Rön er viðtal við Mathildu Tham sem gengur með þá hugmynd í mag anum að opna fataleigu (klädbibliotek). Hún vinn ur nú að rannsókn á þessu við fangs­ efni. Það eru til fyrirtæki sem leigja út við hafnarklæðnað, kvöldkjóla, smókinga og auðvitað brúðarkjóla, auk þess sem víða er hægt að leigja dýrar handtöskur. Lítið fer þó fyrir leigu á venjulegum hvers dags­ klæðum. Mathilda bendir á að ávinningur fyrir umhverfið sé mikill enda hafi margir sankað að sér fötum, skóm og fylgihlutum og sumt sé einungis notað nokkrum sinnum en liggi svo óhreyft inni í skáp. Mathilda sér fyrir sér að 10% af þeim fötum sem við göngum í séu leigð og barnaföt eru þar ekki undanskilin. Leikföngin nýtt Lory Pops er amerísk móðir sem blöskraði leikfangahrúgan heima hjá sér og ákvað að stofna fyrirtækið Babyplays sem leigir út leikföng fyrir börn á aldrinum 0­5 ára. Í dag fá um 200 félagar „ný“ leikföng send heim að dyrum einu sinni í mánuði. Leikföngin eru framleidd án skaðlegra efna og standast gæða­ og öryggiskröfur. Þá eru þau hreinsuð með umhverfisvænum hrein­ gerningarefnum eftir að leigutíma hvers viðskiptavinar lýkur. Slíkar leigur þekkjast einnig í Bretlandi og Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Leikfangaleiga er kannski það sem koma skal Hundar til leigu Það getur verið bindandi að eiga hund en nú er hægt að leigja hund í nokkra tíma eða jafnvel í nokkra daga hjá fyrirtækinu Flexpets.com. Þessi þjónusta er þó aðeins í boði í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og í London og París. Hundarnir eru þrifa­ legir að sögn fyrirtækisins og hafa allir farið í gegnum hundaskóla þess. Ýmislegt annað er til leigu úti í hinum stóra heimi, svo sem vínekrur, fatnaður fyrir þungaðar konur, smábarnaföt úr líf rænt ræktaðri bómull, bátar og stafrænar mynda­ vélar. Þess er kannski ekki langt að bíða að hægt verði að leigja hund hér á landi Eigðu eða leigðu 9 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.