Neytendablaðið - 01.12.2008, Side 21
magni því MSG er í raun salt, þ.e.a.s.
natríumefnasamband. Auk þess dregur það
fram kryddbragð matar og getur þannig
vanið mann á ofkryddað bragð.
Hefur efnið verið ítarlega rannsakað af
hálfu opinberra aðila?
Efnið hefur verið rækilega rannsakað af
mat vælastofnunum í Evrópu, Banda ríkj
un um og af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni,
WHO, til að nefna aðeins nokkra aðila.
MSG er samkvæmt íslenskri og evrópskri
matvælalöggjöf flokkað sem aukefni, en
það eru efni sem bætt er í matvæli til að
hafa áhrif á m.a. geymsluþol, lit, lykt,
bragð eða aðra eiginleika þeirra. MSG er,
ásamt nokkrum af nýju gervisætuefnunum,
trúlega eitt mest rannsakaða aukefnið á
markaði í dag.
Hvernig meta opinberar eftirlitsstofnanir
hvort efni er öruggt eða ekki?
Aukefni þurfa að fara í gegnum strangt
matsferli þar sem skoðuð eru hugsanleg
skaðleg áhrif á neytendur, svo sem
eituráhrif, krabbameinsvaldandi áhrif, áhrif
á erfðaefni, áhrif á fóstur o.s.frv. MSG
hefur, eins og áður sagði, farið í gegnum
svona ítarlegt matsferli hjá fjölmörgum
stofnunum.
Felst rannsókn opinberra aðila í að fara
yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið
eða láta gera nýjar rannsóknir?
Ef tengsl eru talin vera á milli ákveðinna
efna og sjúkdóma geta stofnanir eins og
t.d. Matvælastofnun falið óháðum aðilum
að fara yfir rannsóknir, sem gerðar hafa
verið, með það fyrir augum að kanna hvort
nauðsynlegt sé að láta gera nýjar rannsóknir.
Árið 2005 birtist til að mynda álit SKLM
(DFGSenatskommission zur Beurteilung
der gesundheitlichen Unbedenklichkeit von
Lebensmittel. Ísl.: Öldungaráðsnefnd þýska
rannsóknarráðsins um mat á skaðleysi
matvæla) á hugsanlegum tengslum milli
MSG og krónískra taugahrörnunarsjúkdóma
eins og MS, Parkinson eða Alzheimer.
Niðurstaða álitsins er sú að ekki eru
nokkur tengsl á milli þessara sjúkdóma og
venjulegrar neyslu MSG.
Hins vegar ályktaði nefndin að frekari
rannsóknir þyrftu að fara fram til að
tilgreina hugsanlega áhættuhópa. Það
væri til dæmis nauðsynlegt að skoða
hvort blóðvökvi (plasma) í fólki með
þarmasýkingu og lifrarsjúkdóma, svo sem
lifrarbólgu, hækki meira eftir neyslu á MSG
en hjá heilbrigðu fólki.
Þegar efni er leyft er það þá vegna þess
að ekki hefur tekist að sanna að það sé
skaðlegt eða er búið að sanna að það er
algerlega öruggt?
Þetta er flókin spurning og við henni er
auðvitað ekkert einfalt svar. Þó gildir
almennt að þar sem ekki hefur verið sýnt
fram á skaðsemi efna eru þau talin örugg.
Þetta getur þó alltaf breyst með nýjum
rannsóknum. Leyfi fyrir aukefnum eru veitt
með þessum fyrirvara.
Eru einhverjar ráðleggingar um hámarks-
neyslu MSG?
Það eru engar fastar ráðleggingar um
hámarksneyslu MSG til, þó að almennt
sé ráðlagt að neyta þess í hófi vegna
saltinnihalds þess. Bragð matvæla minnkar
yfirleitt við vinnslu, þ.e.a.s. hita, þurrk eða
frostmeðhöndlun. Bragðaukandi efni hafa
þann eiginleika að geta dregið fram eða
aukið bragðeinkenni matvæla og eru því
mikið notuð, sérstaklega í tilbúin og frosin
matvæli. MSG er mest notaða bragðaukandi
efnið í matvælaiðnaði. Eins og áður sagði
eykur MSG þannig kryddbragð tilbúinna
matvæla og það getur leitt til þess að fólk
venjist þessu ofkryddaða bragði og tapi
tilfinningunni fyrir venjulega krydduðum
matvælum. Þeir sem vilja forðast MSG og
telja sig verða fyrir óþægindum af neyslu
þess ættu því að forðast tilbúin matvæli og
venja sig frekar á að elda ferskan mat og
bragðbæta hann með fersku kryddi.
Erfitt að greiða upp lán
Í sumar fékk ég þá flugu í höfuðið að greiða upp lánið mitt hjá LÍN. Vextirnir eru raunar ekki
háir en lánið er verðtryggt og á verðbólgutímum er um að gera að losa sig við verðtryggð
lán ef maður mögulega getur. Í lok júlí hafði ég samband við LÍN og fékk þær upplýsingar
að þetta væri einfalt; ég þyrfti bara að hafa samband þegar ég hygðist greiða upp lánið, fá
uppgefna stöðuna og síðan gæti ég greitt í gegnum heimabankann. Ekkert mál! Þegar ég
átti svo nógan pening til að greiða upp lánið ákvað ég að slá á þráðinn og fá uppgefna rétta
tölu. Þá kom nú aldeilis babb í bátinn. Fulltrúinn sem ég talaði við sagði mér að ég yrði
að senda formlegt „erindi“ til að fá vextina reiknaða út, auk þess sem þeir voru með skráð
námslok á bandvitlausum tíma og greinilega mitt – en ekki þeirra – að leiðrétta þau mistök.
Þessi sparnaðarhugmynd mín var því alls ekkert svo einföld eftir allt saman. Ég fékk engar
frekari leiðbeiningar eða ráð og var t.a.m. ekki bent á að ég gæti mögulega greitt hluta og
gert restina upp síðar. Eftir símtalið sendi ég „erindi“ á fulltrúann sem ég talaði upphaflega
við og bað góðfúslega um að fá að borga mína skuld. Viku síðar hafði ég ekkert heyrt og
sendi ég þá annað „erindi“ á LÍN. Enn hefur ekkert svar borist við því erindi og á meðan
safnar blessað lánið verðbótum, vöxtum og öðrum óhroða.
Vantar LÍN ekki peninga? Starfar LÍN fyrir mig eða ég fyrir LÍN?
Nöldrarinn
Leiðrétting
Í grein um morgunkorn í síðasta
blaði var ranglega sagt að hafra
grjón væru úr heilhveiti. Hafragrjón
eru unnin úr höfrum sem er sérstök
korntegund. Hafra grjónið sem flestir
nota er valsað en þá eru grjónin flött
út milli stál valsa.
21 NEYTENDABLA‹I‹ 4. TBL. 2008